Síða 1 af 1
að liðka upp kúplingslegu
Posted: 09.júl 2012, 17:06
frá gaz69m
er með vél sem hefur staðið í 3 ár innandyra ´í hita og kúplingin er stirð en gírkassi fínn . hvernig liðka ég leguna upp eða borgarsig að skipta um hana tekið fram hef ekki rifið þetta í sundur til að kíkja á leguna en kúplingin er stíf . vélin er reyndar ekki ekin nema 106.000 kilometra
Re: að liðka upp kúplingslegu
Posted: 09.júl 2012, 17:52
frá Sævar Örn
kúplingin er ekki stíf vegna þess að kúplingslegan er föst svo mikið er víst, ýmislegt getur orsakað stífleika kúplingarinnar t.d. stífleiki pressunnar og ástand kúplingsdisks(meira slitinn diskur = brattari halli fingra pressunnar móti legunni og því þyngra ástig)
Sumir bílar t.d. amk gamli patrol eru með vacum hjálparafl á kúplinguna til að vinna á móti svona stífleika.
Re: að liðka upp kúplingslegu
Posted: 09.júl 2012, 17:58
frá Offari
Stýfleikinn getur verið rið í pressu eða rið á kuplingsöxul. Lenti í þessu vandamál með gamla Scaniu sem var búin að standa leng. Þá var mér sagt að opna lok á kuplingshúsi og spreyja WD40 á preesuna með bílinn í gangi. Það svínvirkaði og gerði disknum ekkert. Fastar dælur eða barki getur líka valdið stýfleika.