Síða 1 af 1

Musso millikassi

Posted: 08.júl 2012, 02:05
frá Þorri
Ég er að vesenast með mussoinn hjá mér. Vandamálið er að hann fer ekki í lágadrifið. Skipingin milli afturdrifs og fjórhjóladrifs er eðlileg en ekki yfir í lágadrifið. Ég er búinn að skipta um rofa, skiptimótorinn, millikassatölvuna sem er undir sætinu skinjara á millikassanum en ekkert breitist. Ljósin í mælaborðinu loga bæði stanslaust alveg sama hvað ég geri nema þegar ég tek tölvuna úr sambandi. Eru einhverjar hugmyndir hvað gæti verið að?
Kv. Þorri.

Re: Musso millikassi

Posted: 08.júl 2012, 03:52
frá arni87
Hvernig er blikkið á ljósunum fyrir kassan þegar þú svissar á??

Stutt, Stutt, langt = TCCU
Stutt, langt, stutt = Skiftimótor
Stutt, Langt, Stutt = Kúplingin í kassanum
Langt, Stutt, Stutt = Hraða skynjarinn
Langt, Stutt, Langt = Hub Solenoid
Langt, Langt = Millikassa Rofinn
Langt, Langt, Langt = Motor Position Sensor

Þetta er ekki allt þýtt á íslensku hjá mér þar sem ég veit ekki alltaf íslensku orðin yfir hlutina.
Þegan þú svissar á (ING ON) þá kemur 4wd ljósið í 0,6 Sec og slokknar í 3 Sec, svo koma þessir kóðar sem ég taldi upp að ofan,þegar kóðinn er búinn að rúlla í gegn þá slokknar ljósið í 3 sec Svo kemur kóðinn aftur (kemur með hann þrisvar).

Ég lenti í svipuðu veseni hjá mér (sama lýsing) kóðinn kom í byrjun, svo logaði ljósið stanslaust, og það var alltaf kóðinn fyrir mótorinn, ég fékk mér annan sem var í lagi, og það breytti engu.
Svo skoðaði ég allar tengingar við kassan, jarðtengi og straumtengi, þá var komin spansgræna á öll tengin, þreif hana upp og tengdi aftur, þá varð allt í stakasta lagi hjá mér og er þetta búið að vera til friðs síðan þá.

Re: Musso millikassi

Posted: 08.júl 2012, 03:52
frá arni87
Ég vona að þetta skiljist hjá mér.

Re: Musso millikassi

Posted: 09.júl 2012, 00:08
frá Þorri
Mjög gott og vel skiljanlegt svar hjá þér takk fyrir það. Hjá mér kemur bara engin kóði. Ljósin loga í hálfa sek þegar ég svissa á slokkna í ca 1 sek og loga svo stanslaust. Ég er búinn að þrífa öll tengi sem ég finn. Ætli ég reyni ekki að yfirfara allar jarðtengingar á morgun.

Re: Musso millikassi

Posted: 26.des 2012, 02:56
frá stjani39
ein algeng bilun í þessum bílum er að það komi smá sprunga í einangrun á vírana sem liggja að millikassanum og vírarnir tærast inní einangrunni, við mælingar virkar allt en þegar á að flitja afl í gegnum kaplana þá eru þeir gagnslausir

Re: Musso millikassi

Posted: 26.des 2012, 16:47
frá Þorri
Hef lent í þessu með jarðvír í lanos. Það getur verið viðbjóður að finna þetta.