Ssang Yong Korando - Bank í framhjólabúnaði
Posted: 07.júl 2012, 12:58
Sælir - þetta er fyrsti pósturinn minn hér og nú eru góð ráð dýr.
Ég á Korando jeppa '98, ekinn ca 130þ, og ég fæ óþægilega hávært bank öðrum megin að framan þegar ekið er í holur, eða á malarvegi. Demparafestingin virtist í lagi svo það næsta sem mér datt í hug var að skipta um tengistautinn frá balansstöng niður í neðri klafann ásamt tilheyrandi gúmmífóðringum. Það virkaði ekki og þá beindist grunurinn að efri klafafóðringunum sem virtust aðeins byrjaðar að morkna. Skipti um þær (og efri spindilkúluna í leiðinni, svona til öryggis) en ekkert batnaði við það. Bíllinn flaug nýlega í gegn um skoðun þótt ég bæði skoðunarmanninn um að athuga framstellið sérlega vel og segði honum frá þessu banki þannig að samkvæmt því ættu spindilkúlur, stýrisliðir og maskínan að vera í sæmilegu standi.
Nú er spurningin; vitið þið um einhvern spámann hér á Reykjavíkursvæðinu sem getur fundið út úr þessu fyrir mig áður en ég eyði meira púðri í óþarfa tilraunastarfsemi?
Kveðja - Þórður
Ég á Korando jeppa '98, ekinn ca 130þ, og ég fæ óþægilega hávært bank öðrum megin að framan þegar ekið er í holur, eða á malarvegi. Demparafestingin virtist í lagi svo það næsta sem mér datt í hug var að skipta um tengistautinn frá balansstöng niður í neðri klafann ásamt tilheyrandi gúmmífóðringum. Það virkaði ekki og þá beindist grunurinn að efri klafafóðringunum sem virtust aðeins byrjaðar að morkna. Skipti um þær (og efri spindilkúluna í leiðinni, svona til öryggis) en ekkert batnaði við það. Bíllinn flaug nýlega í gegn um skoðun þótt ég bæði skoðunarmanninn um að athuga framstellið sérlega vel og segði honum frá þessu banki þannig að samkvæmt því ættu spindilkúlur, stýrisliðir og maskínan að vera í sæmilegu standi.
Nú er spurningin; vitið þið um einhvern spámann hér á Reykjavíkursvæðinu sem getur fundið út úr þessu fyrir mig áður en ég eyði meira púðri í óþarfa tilraunastarfsemi?
Kveðja - Þórður