Síða 1 af 1

Ssang Yong Korando - Bank í framhjólabúnaði

Posted: 07.júl 2012, 12:58
frá Grænjaxlinn
Sælir - þetta er fyrsti pósturinn minn hér og nú eru góð ráð dýr.
Ég á Korando jeppa '98, ekinn ca 130þ, og ég fæ óþægilega hávært bank öðrum megin að framan þegar ekið er í holur, eða á malarvegi. Demparafestingin virtist í lagi svo það næsta sem mér datt í hug var að skipta um tengistautinn frá balansstöng niður í neðri klafann ásamt tilheyrandi gúmmífóðringum. Það virkaði ekki og þá beindist grunurinn að efri klafafóðringunum sem virtust aðeins byrjaðar að morkna. Skipti um þær (og efri spindilkúluna í leiðinni, svona til öryggis) en ekkert batnaði við það. Bíllinn flaug nýlega í gegn um skoðun þótt ég bæði skoðunarmanninn um að athuga framstellið sérlega vel og segði honum frá þessu banki þannig að samkvæmt því ættu spindilkúlur, stýrisliðir og maskínan að vera í sæmilegu standi.
Nú er spurningin; vitið þið um einhvern spámann hér á Reykjavíkursvæðinu sem getur fundið út úr þessu fyrir mig áður en ég eyði meira púðri í óþarfa tilraunastarfsemi?
Kveðja - Þórður

Re: Ssang Yong Korando - Bank í framhjólabúnaði

Posted: 07.júl 2012, 13:02
frá biggi72
Búinn að skoða demparagúmmí?
Var búinn að skipta um allta sem mér datt í hug á pæjunni minni nema gúmmíið sem var svo orsakavaldurinn.

Re: Ssang Yong Korando - Bank í framhjólabúnaði

Posted: 07.júl 2012, 19:31
frá Grænjaxlinn
Þetta er ekki demparagúmmí, þau eru í fínu lagi. En ég tékkaði aðeins á demparanum sjálfum núna áðan og fannst hann undarlega mjúkur að ýta honum út og inn. Hafi þetta verið gasdempari er hann líklega bilaður.

Re: Ssang Yong Korando - Bank í framhjólabúnaði

Posted: 08.júl 2012, 02:09
frá Þorri
Demparar geta bankað svona ég lenti í því með bíl sem ég átti þá var dautt slag í honum þá myndaðist bank þegar maður keyrði í holur.

Re: Ssang Yong Korando - Bank í framhjólabúnaði

Posted: 08.júl 2012, 10:00
frá Oskar K
er þetta ekki bara brotin boddyfesting ?

Re: Ssang Yong Korando - Bank í framhjólabúnaði

Posted: 08.júl 2012, 12:02
frá Grænjaxlinn
Ég held að næsta skref sé að taka úr báða framdemparana og bera þá saman. Víxla þeim kannski og sjá hvort vandamálið færist yfir á hina hliðina. Ættu ekki annars örugglega að vera gasdemparar bæði að aftan og framan í svona 33" jeppa?

Re: Ssang Yong Korando - Bank í framhjólabúnaði

Posted: 08.júl 2012, 12:07
frá Stebbi
Athugaðu gúmmíin sem halda uppi balancestöngini við grind, ef þetta er svona frekar hávært glamur sem leiðir um allan framendan og gerir bílinn druslulegan í akstri þá geta þau verið ónýt.

Re: Ssang Yong Korando - Bank í framhjólabúnaði

Posted: 20.júl 2012, 17:48
frá Grænjaxlinn
Jæja, loksins fannst lausn á þessu. Dragliðurinn niður í stýrisvélina var gróinn gjörsamlega fastur og þess vegna var þetta bank sem leiddi upp í stýrið. Nýr kominn í og málið dautt.