Síða 1 af 1

Loftpúðar með fjöðrum??

Posted: 02.júl 2012, 21:49
frá arnisam
Er með Jeep Cherokee XJ 1997 og er búinn að vera að spá í afturfjöðruninni, er að hugsa um að hækka og setja undir hann 35" og er að spá í að halda fjöðrunum. Fékk þá hugmynd að skoða hjálparloftpúða til að vinna á móti aukinni þyngd á ferðalögum. Er eitthvað vit í því? Er einhver önnur leið sem betra væri að fara í þessu?
Hvar hafa menn verið að fá loftpúða til að hafa með blaðafjöðrum?
Hvað kostar svona sýstem?

kv. Árni Samúel

Re: Loftpúðar með fjöðrum??

Posted: 02.júl 2012, 21:55
frá hobo
Ég setti eitt sinn 1200 kg púða með fjöðrum á Tundru 2005 módel.
Tengdi svo bara slöngur út í afturstuðara með loftventlum sem ég gat pumpað í, enginn aukakútur.
Var með 500 kg pallhýsi og virkaði þetta svakalega vel með 30 pundum í, þola samt alveg 100 pund.

Re: Loftpúðar með fjöðrum??

Posted: 02.júl 2012, 23:36
frá AgnarBen
Einhvern tíman í fyrndinni þá rakst ég á þetta myndaalbúm á F4x4 þar sem einhver kappi á Akureyri er búinn að vera að dunda í Cherokee-inum sínum og meðal annars setja hjálparloftpúða með fjöðrunum sínum. Hann lætum amk vel af þessu í texta undir myndinni. Ég gróf upp albúmið, hann er með mynd af þessu og öðrum breytingum sem hann er búinn að gera á bílnum.

http://f4x4.is/index.php?option=com_jfusion&Itemid=235&g2_itemId=15547