Sælir félagar
Ég er í smá vandræðum með Sportarann hjá mér. Ég er á Pajero Sport sem hagar sér undarlega í stýri, það er eins og hann "snuði", það vælir og heyrist einskonar viftuvæl þegar hann beygir undir álagi, og kippir í stýrið eins og dælan sé ekki að hjálpa til. Er búinn að skipta einu sinni um stýrisdælu, reynda notaða en hún var lítið ekin. Ég stend á gati og hef talað við reyndari menn og þeir átta sig ekki á þessu, er einhver með einhverja hugmynd um hvað getur verið í gangi?
kv Fúsman
Undarlegt stýri
-
- Innlegg: 1164
- Skráður: 05.maí 2011, 14:49
- Fullt nafn: Sveinn Haraldsson
- Bíltegund: Toyota hilux
- Staðsetning: Dalvík
Re: Undarlegt stýri
Er ekki reimin bara of slök. Strekkja á reiminni ef þarf og fylla forðabúrið og lofttæma stýriskerfið
Síðast breytt af Svenni30 þann 27.jún 2012, 10:02, breytt 1 sinni samtals.
Sveinn Haraldsson
Toyota hilux 38"
Toyota hilux 38"
-
- Innlegg: 205
- Skráður: 31.jan 2010, 23:00
- Fullt nafn: Víðir L Hjartarson
- Bíltegund: Y60 Patrol 38"
- Staðsetning: Húsavík
- Hafa samband:
Re: Undarlegt stýri
Myndi veðja á að það væri loft á kerfinu,,,,ná því af og allir ánægðir
Re: Undarlegt stýri
Hvernig er best að ná lofti útaf kerfinu, prófaði að opna lokið á "safnaranum" og snúa stýrinu fram og tilbaka en það virðist ekki hafa gert það sem ég vonaðist til, lætur ennþá svona, svo virðist reimin ekki vera neitt laus.
-
- Innlegg: 760
- Skráður: 01.feb 2010, 07:44
- Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
- Staðsetning: Akranes
- Hafa samband:
Re: Undarlegt stýri
Ertu búinn að athuga allar slöngur?
Gæti nokkuð verið að það sé brot í slöng sem hindrar flæði?
Gæti nokkuð verið að það sé brot í slöng sem hindrar flæði?
Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur
E-1870
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur
E-1870
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur