Síða 1 af 1

Rust converter

Posted: 20.jún 2012, 23:14
frá jongunnar
Hvernig er það herrar mínir virkar þetta efni?
Eða á ég að fá mér sandblástursgræju og blása ryðið?
Eitt enn hvað mælir á móti því að pússa þetta upp með flipaskífu?

Re: Rust converter

Posted: 20.jún 2012, 23:21
frá Forsetinn
Fjarlægir óþarflega mikið stál með flipaskífu... sandblástur er best... og jafnvel saltsýru eftir til að hreinsa ef djúpt er í ryðinu. Smýgur í öll nálargöt.

Sumar lofa Rust Converter hægri vinstri, mín reynsla segir annað.

kv. Halldór.

Re: Rust converter

Posted: 21.jún 2012, 08:24
frá Startarinn
Jón Gunnar, þetta fer allt eftir því hvaða stykki þú ert að tala um, ef þú hefur yfirdrifna efnisþykkt geturu notað skífuna, en ef þú ert að tala um boddýhluti er sandblástur það eina sem gildir.
Rust converter hægir verulega á ryðmyndun, en hann kemur aldrei í staðinn fyrir sandblástur, þetta er bara spurning um hvað þú hugsar viðgerðina til langs tíma, þetta hefur allt sína kosti og galla

Re: Rust converter

Posted: 22.jún 2012, 10:17
frá Arsaell
En hvernig er þetta með tveggja þátta epoxy grunn undir bílalakk, er það einhver ein tegund frekar en önnur sem að menn mæla með?
Hvar er hagstæðast að kaupa þetta?

Re: Rust converter

Posted: 29.jún 2012, 00:21
frá Braskar
Arsaell wrote:En hvernig er þetta með tveggja þátta epoxy grunn undir bílalakk, er það einhver ein tegund frekar en önnur sem að menn mæla með?
Hvar er hagstæðast að kaupa þetta?


2 þátta epoxy frá dupoint er klárlega ekki síðri en rust converter ef það er hreinsað þokkalega undir en hann kostaði 15 þúsund líterinn síðast þegar ég vissi hef hert talað um 2 þátta epoxy grunn sem er til hjá slippfélaginu og málning hf sem á að vera mjög góður og mun ódírari en hef ekki prufað hann sjálfur

Re: Rust converter

Posted: 29.jún 2012, 18:14
frá frikki
poulsen drengur minn poulsen........ allt sem þú þarft til að vinna þetta og meira til.

kkv
Frikki

Re: Rust converter

Posted: 29.jún 2012, 18:21
frá Stjáni
Braskar wrote:
Arsaell wrote:En hvernig er þetta með tveggja þátta epoxy grunn undir bílalakk, er það einhver ein tegund frekar en önnur sem að menn mæla með?
Hvar er hagstæðast að kaupa þetta?


2 þátta epoxy frá dupoint er klárlega ekki síðri en rust converter ef það er hreinsað þokkalega undir en hann kostaði 15 þúsund líterinn síðast þegar ég vissi hef hert talað um 2 þátta epoxy grunn sem er til hjá slippfélaginu og málning hf sem á að vera mjög góður og mun ódírari en hef ekki prufað hann sjálfur


Epoxy grunnur yfir höfuð er miklu betra efni heldur en rustconverter að mínu mati,
mæli með du point hjá poulsen og LE fylligrunninum frá þeim líka! algjör snilld :)
Undirvinnan skiptir nánast öllu máli og ef einhver arða er eftir af ryði þá er
ekkert sem stoppar það þannig ALLT ryð þarf í burtu hvernig sem menn kjósa að fjarlægja það og svo eru margir sem klikka á því að grunnurinn einn og sér gerir lítið sem ekkert gagn þannig það þarf að loka honum með lakki eða þeirri málningu sem menn ætla sér að nota :)

kv Kristján

Re: Rust converter

Posted: 30.jún 2012, 13:22
frá jongunnar
Epoxy grunnur yfir höfuð er miklu betra efni heldur en rustconverter að mínu mati,
mæli með du point hjá poulsen og LE fylligrunninum frá þeim líka! algjör snilld :)
Undirvinnan skiptir nánast öllu máli og ef einhver arða er eftir af ryði þá er
ekkert sem stoppar það þannig ALLT ryð þarf í burtu hvernig sem menn kjósa að fjarlægja það og svo eru margir sem klikka á því að grunnurinn einn og sér gerir lítið sem ekkert gagn þannig það þarf að loka honum með lakki eða þeirri málningu sem menn ætla sér að nota :)

kv Kristján[/quote]
Ég stóð í þeiiri meiningu að nota rustconverter þá þyrfti ekki að hreinsa ryðið eins vel í burtu . Ég er að eiga við ryð sem er undir brettaköntunum ég tók þá af til að græja þetta.

Re: Rust converter

Posted: 01.júl 2012, 18:07
frá Stjáni
Já ég hef gert nokkrar tilraunir á rustconverter og reyndist það bara vera
peningasóun að kaupa þetta, hefði alveg eins geta notað "mjólk" hehe

Re: Rust converter

Posted: 01.júl 2012, 18:49
frá jeepson
Stjáni wrote:Já ég hef gert nokkrar tilraunir á rustconverter og reyndist það bara vera
peningasóun að kaupa þetta, hefði alveg eins geta notað "mjólk" hehe


Nei Stjáni. Ekki mjólk. Coke virkar þræl vel hef ég heyrt :) Finnum eitthvað ryðgað í vinnuni á morgun og gerum tilraun á því með einni coke flösku :)