Síða 1 af 1

lc70 stýrisgangi breytt

Posted: 18.jún 2012, 21:19
frá ellisnorra
Núna þarf ég að fara í smá aðgerðir. Ég er með lc70 framhásingu undir luxanum hjá mér og þarf að hækka drifin eftir mótorskiptin. Ég ætla að fara í 4.30 og það virðist ekki fást í reverse toy 8". Ég þarf því að fara í standart rotation köggul og þarf þá að færa millibilsstöngina framfyrir hásingu. Ef hægt er þá nenni ég ekki að finna upp hjólið í þessu, þar sem þetta er stýrisgangur og maður vill og verður að hafa það ómixað. Það er ekkert vesen að víxla, fá hilux stýrisjúnit en ég er töluvert fordómafullur á hrútshornið, vill helst nota lc 70 stýrismaskínuna en þá vantar arm á liðhúsið hægra megin.
Hvernig hafa menn gert þetta?

Re: lc70 stýrisgangi breytt

Posted: 18.jún 2012, 21:40
frá Þorri
Fyrir mörgum árum smíðaði ég gormafjöðrun undir fjaðra hi-lux þá þurfti einmitt að skipta um stýrismaskínu og fá arm á liðhúsið hægramegin. Mig minnir endilega að hann hafi fengist á renniverkstæði Árna Brynjólfssonar í hafnarfyrði.

Re: lc70 stýrisgangi breytt

Posted: 18.jún 2012, 23:33
frá Heiðar Brodda
sæll vantar arminn sem þú ert með af lc70 hásingunni þinni heidarbrodda@gmail.com 8975680 Heiðar

Re: lc70 stýrisgangi breytt

Posted: 18.jún 2012, 23:34
frá Heiðar Brodda
notar stýrisganginn að t.d. v6 4runner kv Heiðar

Re: lc70 stýrisgangi breytt

Posted: 19.jún 2012, 08:28
frá ellisnorra
Heiðar Brodda wrote:notar stýrisganginn að t.d. v6 4runner kv Heiðar


Komu þeir ekki bara með klöfum?

Re: lc70 stýrisgangi breytt

Posted: 19.jún 2012, 12:13
frá karig
svona er þetta hjá mér;

Stýrismaskína úr 4 Runner, stýrisarmur á henni úr 70 Krúser (með auga), armur snýr aftur en ekki fram eins og í 70 krúser.
Millibilstöng úr 60 Krúser
Togstöng úr 60 Krúser
Stýrisendi í stýrisarm á maskínu úr 70 Krúser

Re: lc70 stýrisgangi breytt

Posted: 19.jún 2012, 16:14
frá ellisnorra
Kári, áttu stærri mynd af þessu?
Gætir jafnvel sent á elliofur@vesturland.is

Re: lc70 stýrisgangi breytt

Posted: 19.jún 2012, 16:53
frá Jóhann Örvar
sæll Elli

Ef ég man rétt er hægt að snúa örmunum á liðhúsunum þannig að armarnir snúi fram en ekki aftur, man ekki hvort þarf að víxla örmunum,
þ.e.vinstri hægra megin og öfugt.

kv. Jóhann Örvar einn sem er að safna dóti til gormavæðingar á hilux, (vantar enn pitmanarm með gati úr 70 cruser). og togstöng sem gæti gengið í þetta dæmi.

Re: lc70 stýrisgangi breytt

Posted: 19.jún 2012, 17:31
frá Bskati
Jóhann Örvar wrote:sæll Elli

Ef ég man rétt er hægt að snúa örmunum á liðhúsunum þannig að armarnir snúi fram en ekki aftur, man ekki hvort þarf að víxla örmunum,
þ.e.vinstri hægra megin og öfugt.

kv. Jóhann Örvar einn sem er að safna dóti til gormavæðingar á hilux, (vantar enn pitmanarm með gati úr 70 cruser). og togstöng sem gæti gengið í þetta dæmi.


Það er hægt, en ekki gott, því þá vísar hornið (ackerman) milli armana fram en ekki aftur eins og það á að gera. Sem þýðir að bíllinn beygjir meira á ytra hjóli en innra og mun því draga framhjólin í beygjum. Ég veit samt af nokkum bílum með þetta svona, ég trúi ekki að þetta sé gott.

Þegar ég skoðaði þetta á sínum tíma fann ég út 2 aðferðir sem dugðu til að ná þessu öllu réttu:

Nota tvöfaldan arm (frá árna brynjólfs td)
Nota millibilsstöng þar sem togstöngin boltast í (minnir að það hafi verið 60 cruiser dót)

Ég valdi að nota tvöfalda arminn

Re: lc70 stýrisgangi breytt

Posted: 19.jún 2012, 22:54
frá karig
Hjá mér var hætt við að nota tvöfaldan arm, vegna þess að þá kom togstöngin hærra og takmarkaði fjöðrunu, 60 krúser endinn á millibilsstönginni lækkar þennan punkt og bætir ca 5 cm við fjöðrunina, kv, Kári.

Re: lc70 stýrisgangi breytt

Posted: 22.okt 2014, 04:03
frá Einari
Er ekki möguleiki að nota hilux arma fyrir millibilsstöng á 70 cruiser hásingu? Þá semsagt til að færa stöngna framfyrir.

Og þá annaðhvort nota áfram orginal 70 cruiser togstangararminn eða tengja togstöngina inná millibilsstöngina.

Maður hefur eitthvað lesið um að menn séu að setja stýrisenda úr 80 cruiser í þetta líka, eru þessir stýrisendar meira og minna allir með sama kón en fyrir mismunandi sverar stangir, þekkið þið það?

Re: lc70 stýrisgangi breytt

Posted: 22.okt 2014, 08:31
frá jongud
Einari wrote:Er ekki möguleiki að nota hilux arma fyrir millibilsstöng á 70 cruiser hásingu? Þá semsagt til að færa stöngna framfyrir.

Og þá annaðhvort nota áfram orginal 70 cruiser togstangararminn eða tengja togstöngina inná millibilsstöngina.

Maður hefur eitthvað lesið um að menn séu að setja stýrisenda úr 80 cruiser í þetta líka, eru þessir stýrisendar meira og minna allir með sama kón en fyrir mismunandi sverar stangir, þekkið þið það?


Góð spurning!
Ég hef einmitt verið að velta því fyrir mér hvort það sé sami halli á kónunum í öllum stýrisendum.