Síða 1 af 1

Hlutföll í hilux

Posted: 21.maí 2010, 04:51
frá geiri23
Sælt veri fólkið, ég er með gamlan Hilux með 2,2 dísel vél sem ég er með á 35tommu dekkjum, hvaða hlutföllum mæla menn með??

Re: Hlutföll í hilux

Posted: 21.maí 2010, 12:07
frá JonHrafn
488 eða 529

Re: Hlutföll í hilux

Posted: 21.maí 2010, 17:32
frá ellisnorra
Ég er með 488 í mínum lux á 35 tommu, mjög sáttur og þarf ekki einusinni hraðamælabreytingu.

Re: Hlutföll í hilux

Posted: 21.maí 2010, 21:25
frá Brjótur
Geiri ekki hugsa um hærra en 5/29 eða bara hreinlega 5/71 þar sem þetta grey er nú non turbó ;)

kveðja Helgi

Re: Hlutföll í hilux

Posted: 22.maí 2010, 18:29
frá Stebbi
5.29 er mjög fínt á 35", ef þú ferð í 5.71 þá ertu kominn á bullandi snúning á 90.

Re: Hlutföll í hilux

Posted: 22.maí 2010, 20:35
frá ellisnorra
Rosalega viljiði lækka mikið strákar, bíllinn verður á urrandi snúning á þjóðvegarhraða. Togkúrvan í mínum mótor hættir í kringum 3000 snúninga, sem er einhverstaðar uþb í 110 uþb og þá getur maður ekki tekið framúr! Ekki að 2.4 sé með einhvern urrandi kraft (hvergi nærri) en það er vel hægt að taka framúr samt ef það hallar ekki uppí móti :)
Ef mér yrðu boðin 529 hlutföll íkomin og borgað með þeim þá mundi ég segja nei, fyrir mína parta er 488 það besta fyrir 35"

Re: Hlutföll í hilux

Posted: 22.maí 2010, 21:02
frá Brjótur
Elli minn það er mikill munur á 2,4 Td og 2.2 nonturbo og þessi bíll á sennilega ekki eftir að ná 100 hvort eð er sökum máttleysis,sorry Geiri og félagar :)

kveðja Helgi

Re: Hlutföll í hilux

Posted: 23.maí 2010, 10:26
frá Stebbi
Þessi 2.2 vél hefur verið eitthvað í kringum 60 hestöfl þegar hún var ný og veitir ekkert að því að láta létta undir með sér. Sama kynslóð af 2.4 var 73 hestöfl og mátti ekki við hærri hlutföllum á 36" dekkjum sem standa rétt svo 35" í máli. Vélar í bílum eftir '89 voru með 82 hestafla vélum sem eru mun léttari á snúning en gömlu vélarnar.

Re: Hlutföll í hilux

Posted: 23.maí 2010, 18:58
frá geiri23
hann nær nú alveg umferðarhraða á þessum eins og hann er Helgi, eyðslan á honum hefur bara verið alltof mikil. Ætla að prófa hann á 4,88og sjá hvað gerist, þakka kærlega fyrir góð viðbrögð og fróðleg svör og svo svona til gamans þá fylgir hér ein mynd af gæðingnum

Image

Re: Hlutföll í hilux

Posted: 23.maí 2010, 19:29
frá Stebbi
Glæsilegur bíll hjá þér og svo er hann með yfirbyggingu frá Ragnari Vals í þokkabót.

Re: Hlutföll í hilux

Posted: 25.maí 2010, 11:57
frá Tómas Þröstur
Átti lengi 83 Hilux og keyrði fleiri hundruð þúsund með plasthúsi og 2,2 dísil. Setti 5.71 hlutfall við 35"/36" og myndi gera það sama aftur. Nauðsynlegt að hafa lága gírun vegna vélar. Það þarf að renna af kambinum ef sett nýtt hlutfall og þynna því drifin eru ekki eins og í yngri bílunum. Var gert á renniverkstæði á Smiðjuveginum fyrir ofan stóru skemmuna. Minnir að verkstæðið hafi verið nefnt við Ægir. Er varla þar lengur en líklega ennþá til einhversstaðar. Eyðsla á ekki að vera vandamál. Mældi minn bíl bara einu sinni að vísu og þá eyddi hann 10 l á langkeyrslu á 35". Ef vélin væri bensín myndi eyðslan rjúka upp.

Re: Hlutföll í hilux

Posted: 25.maí 2010, 12:39
frá smaris
Sammála því að þetta er glæsivagn.

Þessi bíll er örugglega á 4.88 original þannig að ég held að 5.71 sé málið.
Það stendur enginn í þessu renniveseni í dag, maður fer bara á næsta ruslahaug og finnur sér köggla úr ´84 eða yngri. Maður var að renna þetta í gamladaga af því að þessir yngri kögglar lágu ekkert á lausu.

Kv. Smári.