Síða 1 af 1

Lykill í Impressu

Posted: 17.jún 2012, 17:50
frá andrig
Góðan daginn ég var að fá '98 impressu og það var týndur lykillinn af bílnum.
En ég náði áðan að starta honum með öðrum lykli en bílinn drepur alltaf á sér eftir svona 2-3 sek útaf því að tölvan fyrir lykilinn finnur eingan kóða..
og þarsem þessi bíll er gömul drusla þá hef ég engan áhuga á því að kaupa nýjan lykil á 25þús, er einhvern veginn hægt að aftengja/tengjaframhjá þessari tölvu sem nemur lykilinn?

Re: Lykill í Impressu

Posted: 17.jún 2012, 17:57
frá lettur
Ég fékk lykil í Legacy 98 hjá Neyðarþjónustunni Laugarvegi 168. Borgaði 7.000 krónur fyrir hann þar.

Re: Lykill í Impressu

Posted: 17.jún 2012, 18:07
frá ellisnorra
Ódýrast (by far ef þú metur tíma þinn til fjár) og einfaldast er að fá lykil hjá Neyðarþjónustunni.

Ég veit ekki með subaru, en í mínu nissan terrano - hilux veseni þá hef ég ekki ennþá fundið leið - þrátt fyrir mikla leit - til þess að bypassa NATS (nissan anti theft system). Ég VERÐ að hafa original lykilinn, teipaðan við kóða-móttakarann.

Re: Lykill í Impressu

Posted: 26.jún 2012, 15:29
frá elli rmr
Múlaradio var einhvertíman að selja búnað til að tengja við svisstölvu og "Slökva" á þjófavörnini þá var búnaðurinn kotaður inn eins og likill og þá átti maður ekki að þurfa hafa lykilinn við svissinn í bílnum til að geta notað td Fjarstart