Síða 1 af 1

TIG suða

Posted: 09.jún 2012, 01:17
frá arni87
Nú er smá rifa í pústinu hjá mér og mig langar að sjóða það saman á morgun.

En það kom upp smá vandamál, og það er að ég á bara pinna fyrir rústfrítt.

Svo ég er að velta fyrir mér hvort það sé ekki í lagi að nota hann í suðu á pústinu??

Re: TIG suða

Posted: 09.jún 2012, 08:52
frá hobo
Ryðfría pinna er gott að nota á venjulegt stál, suðan verður ótrúlega slétt (ef yfirborðið er hreint), en ekki eins sterk eins og eftir venjulega pinna. Ég myndi samt halda að þetta ætti að virka vel á púst svo lengi sem maður fer ekki í gegn.

Re: TIG suða

Posted: 09.jún 2012, 20:28
frá juddi
Tig ertu ekki að tala um pinna suðu arc welding

Re: TIG suða

Posted: 09.jún 2012, 20:59
frá arni87
Ég var að tala um TIG.
En ég fékk pinna í pinnavélina í dag svo ég notaði pinnan til að redda pústinu eithvað.

Ég mun svo fá mér rétt tungsten og réttan fyllipinna fyrir pústið fljótlega og smíða nýtt kerfi undir hann.

Takk fyrir hjálpina :D

Re: TIG suða

Posted: 10.jún 2012, 09:31
frá Startarinn
Ef efnið er ekki tandurhreint er nánast útilokað fyrir þig að TIG sjóða í kerfið