Síða 1 af 1

vatnsdæla að gera mig gráhærðan

Posted: 06.jún 2012, 09:57
frá íbbi
fór að leka með vatnsdæluni hjá mér í 99 terrano um daginn, sem ég kannast við í þessum bílum

keypti nýja dælu og skellti henni í. límdi til öryggis aðeins með pakninguni, hreinsaði alla fleti og vírburstaði blokkarmegin,

en þegar þetta var komið saman míglak með nýju dæluni, ég reif hana aftur úr og tók pakninguna og setti gasket maker lím allan hringin og vel af því, lét það taka sig í 30mín áður en ég setti hana í. eftir þetta þá lak bara jafnóðum af bílnum og ég hellti á hann,

sá að það lak í gegnum límið.

þá reif ég þetta enn og aftur úr og fór og keypti silicone lím sem ég veit að virkar, hreinsaði þetta allt upp og límdi vel hressilega, lét þetta taka sig í 20mín, skellti þessu í og lét standa í tæpan sólahring áður en ég setti vatns á hann, og enn lekur helvítið..

ég bara skil þetta varla lengur.. hef aldrei lent í öðru eins

Re: vatnsdæla að gera mig gráhærðan

Posted: 06.jún 2012, 10:42
frá -Hjalti-
Þessi dæla hlítur að vera gölluð og fellur líklega ekki nægilega að.

Re: vatnsdæla að gera mig gráhærðan

Posted: 06.jún 2012, 10:44
frá íbbi
tja..

það lak líka með vatnsdæluni sem var í honum,

skítt ef maður lendir á gallaðari dælu

Re: vatnsdæla að gera mig gráhærðan

Posted: 06.jún 2012, 11:12
frá Polarbear
ef það lekur án þess að það sé nokkur þrýstingur á kerfinu... er þá ekki sprunga bara í blokkini?

ég reyndar hef alltaf sett límið á, tillt hlutunum saman og beðið svo í hálftíma... og svo hert að. Svona þannig að límið falli blautt að báðum hlutunum sem verið er að líma. kanski er það rangt?

Re: vatnsdæla að gera mig gráhærðan

Posted: 06.jún 2012, 11:13
frá bjsam
Herðast boltarnir ekki bara í botn á vélinni en ekki að dælunni???. Kv.

Re: vatnsdæla að gera mig gráhærðan

Posted: 06.jún 2012, 11:47
frá íbbi
ég prufaði að skrúfa þá alla í blokkina áður og þeir gengu alveg inn að haus.

ég vona að það sé nú ekki sprunga í blokkini, sá hana allavega ekki, á annan mótor stand by reyndar, en vildi nú helst sleppa við mótorskipti

Re: vatnsdæla að gera mig gráhærðan

Posted: 06.jún 2012, 16:53
frá juddi
Ganga boltarnir inní vatnsgang þá gæti lekið með þeim

Re: vatnsdæla að gera mig gráhærðan

Posted: 06.jún 2012, 17:00
frá Polarbear
´rétt hjá Judda, þú gætir þurft að setja pakkninguna í hring meðfram boltagötunum.

Re: vatnsdæla að gera mig gráhærðan

Posted: 06.jún 2012, 18:01
frá íbbi
alltaf límt hringinn í kringum boltana,

búinn að rífa þetta sundur og saman aftur, fann vatnsleka á milli hedds og bracketsins undir vatsnlásnum, sýnist hafa dropað þaðan ofan á dæluna, það lak að ofan verðri dæluni niður með hliðini á henni,

er skeptískur á hvort þetta sé samt að valda þessu, en það kemur í ljós þegar ég set vatnið aftur á hann, í þetta skiptið var það gamla góða bláa gaster maker, borið á. tillt í hert með fingrunum, þorna í 1klst hert og þorna í aðra klukkustund

Re: vatnsdæla að gera mig gráhærðan

Posted: 11.jún 2012, 23:08
frá íbbi
þetta virðist hafa verið málið.. og svo undarlega hafa viljað til að þetta hafi byrjað að leka þegar dælan gaf sig, sem meikar nú varla sens.. en dælan var engu síður ónýt líka

Re: vatnsdæla að gera mig gráhærðan

Posted: 12.jún 2012, 02:36
frá Sævar Örn
þetta skil eg ekki, hef skipt um vatsdælur í tugum terranóa enda er það frekar algengt að þær þurfi að þjónusta hver sú sem ástæðan er en hef aldrei lent í að þær leki eftir að maður setur nýja í.

Það er að vísu vinnuregla þar sem ég vinn að líma alltaf með nýrri pakkningu til að fyrirbyggja leka.

Algengast er að við notum nipparts minnir mig, vatnsdælur frá N1

Re: vatnsdæla að gera mig gráhærðan

Posted: 12.jún 2012, 08:43
frá Gísli Þór
Ath vatnskassann hann stíflast í Terrano með aldrinum þó hann líti út sem nýr að utan getur hann verið kökkstíflaður að innan sem orsakar háþrýsting frá dælu með tilheyrandi lega og hitavandamálum.
kv Gísli

Re: vatnsdæla að gera mig gráhærðan

Posted: 12.jún 2012, 12:41
frá Rúnarinn
Ég er búinn að skipta 2svar um dælu hjá mér og svo eftir að ég skipti í seinnaskiptið tók ég eftir því að stundum var smá pollur af frostlegi á götunni. Var ekki mikið að spá í því þar sem var alltaf nóg á kerfinu. Svo byrjaði þetta aftur og ég setti þrýsting á kerfið og tók eftir því hvar var að leka fyrir aftan vatnsdæluna, einhver pakkning á bakvið sem er að gefa sig.
Spurning hvort það sé svipað hjá þér.

Re: vatnsdæla að gera mig gráhærðan

Posted: 12.jún 2012, 17:57
frá íbbi
ég fann út hvað þetta var. fyrir ofan vatnsdæluna er ál stykki sem vatnslásin situr í ásamt því að hosurnar koma í það og flr, það var að leka á milli þess og heddsins, og þessvegna lak alltaf ofan á dæluna og dropaði niður með henni. og því hélt ég að dælan héldi alltaf áfram að leka, nú lekur hann ekki dropa

ég notaði einmitt dælu frá n1 með kúplingu/trissu og öllu complete.

Re: vatnsdæla að gera mig gráhærðan

Posted: 12.jún 2012, 21:29
frá Rúnarinn
íbbi wrote:ég fann út hvað þetta var. fyrir ofan vatnsdæluna er ál stykki sem vatnslásin situr í ásamt því að hosurnar koma í það og flr, það var að leka á milli þess og heddsins, og þessvegna lak alltaf ofan á dæluna og dropaði niður með henni. og því hélt ég að dælan héldi alltaf áfram að leka, nú lekur hann ekki dropa

ég notaði einmitt dælu frá n1 með kúplingu/trissu og öllu complete.


Fékk þannig dælu fyrst þegar ég skipti og hún dugaði ekki árið. Fór með hana til þeirra og þeir endurgreiddu mér hana, höfðu fengið fullt af gölluðum dælum á þeim tíma.

Re: vatnsdæla að gera mig gráhærðan

Posted: 13.jún 2012, 00:19
frá íbbi
við skiptum um dælu í hinum bílnum hjá okkur fyrir eflaust 3 árum að verða. hún hefur ekki feilað

fékk hinsvegar ekki eins dælu núna og þá, þá fékk ég bara dæluna eina og sér, hvorki með trissu né kúplingu, en núna var hún complete stykki.

ég tók svo eftir því í dag að hitamælirinn í honum er alveg jafn hress og hann var fyrir dæluskipti, stekkur strax dáldið upp þegar ég dreg kerru upp brekku og strax niður aftur þegar ég er kominn upp,

á hinum bílnum sem er líka 99mdl hef ég aldrei séð hann hreyfast sama hvað maður gerir, er reyndar búinn að vera hlæja af því að ég hef oft heyrt að það sé allt eins í þessum bílum, og í varahlutaforritinu sem ég er með er alltaf nánast gefinn upp einn hlutur, en svo eru þeir gerólíkir, það er sitthvort olíuverkið í þeim, alternatorinn gengur ekki á milli þeirra, gerólíkt vélarloom, annar er með abs hinn ekki, annar er með rafmagnsviftu, hinn ekki og flr og flr var að skipta um alternator og fékk fyrst eins og er í hinum bílnum, hann passaði ekki og ekki hægt að láta þá passa, fékk annan og hann var allt önnur gerð en sá sem var í honum fyrir.

eftir smá eftirgrennslan komst ég af því að bílar útfærðir eins og sá 33" breytti sem eg var að skipta um vatnsdæluna í eru yngri en þeir sem eru með hinum alternatornum og flr atriðum, bílarnir hjá okkur eru skráðir 01.99 og 06.99 en samt er sá "yngri" í raunini eldri. enda reyndar alþekkt hjá íslenskum bílaumboðum að bílarnir bíði lengi,