Síða 1 af 1

Framtíðin í gírkössum?

Posted: 16.maí 2010, 21:08
frá jeepcj7
Sá að menn voru að spá í þetta á kvartmila.is bara magnaður kassi að sjá.:)
http://www.youtube.com/watch?v=F6zE__J0YIU&feature=player_embedded

Re: Framtíðin í gírkössum?

Posted: 16.maí 2010, 23:54
frá gislisveri
Magnað, ótrúlegt að svona hafi ekki verið smíðað fyrr. Virkar mjög lógískt.

Re: Framtíðin í gírkössum?

Posted: 17.maí 2010, 11:56
frá Sævar Örn
Ekki veit ég hvernig það var útfært, en í CLAAS og John Deere er hægt að láta vélina snúast á hvaða hraða sem er, aflúrtakið snúast 540 eða 1040 snúninga og keyra á hvaða hraða sem er með vélina og aflúrtakið á hvaða hraða sem er.

En gírarnir í því voru svosem ekki endalausir, en vélarnar komast hátt í 60 km hraða.

Hvort það er einhver svipuð útfærsla veit ég ekki, en þessi útfærsla er náttúrulega bara snilld, og mun betri en CVT hugmyndin sem er mjög vinsæl hjá bílaframleiðendum núna

Re: Framtíðin í gírkössum?

Posted: 17.maí 2010, 14:58
frá gislisveri
Er aflúrtakið í nýmóðins traktor ekki glussadrifið? Það gefur endalausa stillimöguleika en talsvert orkutap líka.