ónýt glóðarkerti? terrano 2.7l

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

ónýt glóðarkerti? terrano 2.7l

Postfrá íbbi » 31.maí 2012, 23:32

terranoinn hjá mér tók upp á því að vilja ekki fara í gang "á morgnana" eða s.s alltaf ef hann hefur staðið yfir nótt eða lengur,

af fyrri reynslu veit ég að þessir bílar hita yfirleitt kertin í svona 4-5s og er gaumljós sem slöknar þegar hita er náð. hinn bíllinn hjá okkur er smá tíma í gang ef maður hitar ekki, og í miklum kulda á veturnar getur þurft að hita 2-3svar,

það vakti hinsvegar athygli mína með þennan þegar ég fékk hann að hann slökkti alltaf ljósið nánast strax (1-2s) og rauk alltaf í gang ´æa fyrsta snúning, þangað til eftir svona viku af notkun þá hætti hann að vilja í gang ef hann stóð yfir nótt eða lengur, smá gusa af startspreyji og hann rýkur í gang á 2-3 snúning, og eftir að hann hefur farið í gang þá dettur hann alltaf í gang eftir það, mjafnvel þótt maður drepi nánast strax á honum eftir fyrsta start,

nú hef ég tvisvar orðið vitni af glóðarkertum fara í svona bíl og það það lýsti sér á gerólíkan hátt í hvoru tilfelli, í öðru tilfellinu þurfti alltaf meira og meira til að hita og hann var lengur og lengur í gang, í hginu tilfellinu var eins og með minn og hann hætti í gang á morgnana einn daginn,

hann slekkur kertaljósið strax,

öll ráð vel þeginn áður en ég kasta 20k+ í þetta


1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


Rúnarinn
Innlegg: 274
Skráður: 02.feb 2010, 11:50
Fullt nafn: Rúnar ólafsson
Bíltegund: Terrano II

Re: ónýt glóðarkerti? terrano 2.7l

Postfrá Rúnarinn » 01.jún 2012, 00:07

Ég lenti í því að minn byrjaði á því að hann var mjög lengi í gang kaldur, var skárri í gang heitur, hélt að það væri glóðarkertin svo ég mældi þau en þau voru í lagi. Svo tók ég eftir að það var pollur hægra megin hjá afturdekkinu og ég skoðaði undir og var gat á hráolíurörinu hjá tankinum svo hann var að draga loft með. Skar bara skemmdirnar í burtu og setti gúmmí slöngur og hann fór í lag.

En í haust fór eitt glóðarkerti hjá mér og þá var hann mjög truntulegur í ganginu fyrstu sekúndurnar. Stundum drap hann á sér en ekki alltaf. Skipti um kertin og þá hætti hann þessu. En glóðarljósið logaði alltaf jafn lengi.

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: ónýt glóðarkerti? terrano 2.7l

Postfrá -Hjalti- » 01.jún 2012, 00:23

Ljósið í mælaborðinu tengist ekki glóðakertunum beint. Fer algjörlega eftir hitanum á oliuni í tanknum hversu lengi ljósið logar.
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"

User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: ónýt glóðarkerti? terrano 2.7l

Postfrá íbbi » 07.jún 2012, 17:24

skipti um kertin og ekkert breyttist. fer ekki í gang þegar hann hefur fengið að kólna alveg. ég held að hann sé ekki að hita kertin. ljósið slöknar strax
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: ónýt glóðarkerti? terrano 2.7l

Postfrá olei » 07.jún 2012, 20:31

Þessi bíll er með tölvustýrðu hitakerfi og það hefur engin áhrif á hitunartímann hvort að kertin séu í lagi eða ekki. Það sem ræður honum er vélarhitinn, nánar tiltekið vatnshitaskynjari á vélinni sem tölvan les.

Það eru þrír hitaferlar:
Forhitun: sem varir í 1- 4 sekúndur og ljósið logar á meðan.
Millihitun: sem tekur við eftir að forhitun líkur, þá logar ljósið ekki en hann svissar hitarelayinu af og á í allt að 60 sekúndur.
Eftirhitun: Varir eftir að bíllinn er farinn í gang og þar til vélarhiti hefur náð 50°c, eða mest í 600 sek. Hann púlsar hitakertin eins og við millihitun.

Relayið fyrir hitakerin er í frambrettinu farþegamegin að mig minnir.

Af lýsingu að dæma er ekki gott að segja hvort að vandamálið sé að hann hiti allt of stutt, eða hvort að hann hiti yfirleitt eitthvað.

(Ef hann hitar of stutt gæti það bent á hitaskynjarann á vélinni (coolant sensor) eða tengingar í hann, ef hitakertin fá enga spennu þá bendir það á tengingar eða hitarely)

Það væri ágætis fyrsta vers að fara með spennumæli á glóðarkertin og svissa síðan á til að sjá hvort að þau fá einhverja spennu og þá hversu lengi.

User avatar

Höfundur þráðar
íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: ónýt glóðarkerti? terrano 2.7l

Postfrá íbbi » 11.jún 2012, 23:15

fór í þetta aftur í dag,

kertin sem voru í honum voru ónýt. mældi þau

kertin sem ég setti í (notuð) voru hinsvegar öll í lagi. en bíllinn fékk engan straum á kertin, og þegar ég kíkti sá ég að það var búið að fjarlægja öryggið fyrir glóðarkertin, smellti örygginu í og bíllinn rauk í gang og kertin fengu straum, af hverju það var búið að fjarlægja kertin er mér hulin ráðgáta sem og af hverju bíllinn rauk alltaf í gang fyrstu vikuna sem e´g átti hann, því ekki fjarlægði ég öryggið :P

verra var hinsvegar að eitt kertið í honum var brotið, og ég ætlaði að reyna bora það úr en hætti við að ótta við að missa það ofan í cylinderinn
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 13 gestir