Síða 1 af 1

Grand Cherokee að gera mig gráhærðan

Posted: 29.maí 2012, 21:48
frá stebbiþ
Jæja, kæru spjallfélagar og Cherokee áhugamenn. Nú þarf ég á ráðleggingum að halda varðandi Grand Cherokee sem er að brjóta mig niður og opinbera fáfræði mína á nútíma bílum.
Þetta er 1994 Grand Cherokee 5.2 MPI sem tók upp á því fyrir nokkrum mánuðum að drepa á sér fyrirvaralaust. Þá á ég við bæði á stöðugri þjóðvegakeyrslu sem og bæjarsnatti. Þegar hann drepur á sér neitar hann að fara í gang fyrr en eftir 3-4 mínútur, þá hrekkur hann í gang og er til friðs það sem eftir er dags. Það sem er undarlegast, er sú staðreynd að mótorinn er óaðfinnanlegur fyrir utan þetta og hægt er að keyra bílinn allan daginn eftir kannski eitt svona hjartaáfall og slær hann aldrei feilpúst, ekki einu sinni undir miklu álagi.
Nú er ég búinn að liggja á erlendum jeep-spjallþráðum og allir hafa lausnina, eða öllu heldur hugmyndir að mögulegri lausn. Ég er búinn að láta þessa #"!$%ans tölvu "flassa" mér kóða sem ég fletti svo upp, en það reyndist vera bilaður MAP-sensor. Ég fletti upp hver fjandinn það er og spennumæli helvítið eftir leiðbeiningum frá einhverjum kana. Sensorinn reynist vera í fínu lagi og ég engu nær. Ég er búinn að skipta um bensínsíu (sem var stútfull af skít) og búinn að mæla bensínþrýsting, sem er um 39-40 pund og samkvæmt manual.
Það væri vel þegið að fá hugmyndir frá ykkur þar sem bensíndælan kostar 50 þúsund kall og ekki eru allir þessir andskotans sensorar mikið ódýrari. Maður hefur einfaldlega ekki efni á að skipta einhverju sem er í góðu lagi til þess að komast að vandamálinu 15 "sensorum" seinna.


Þakka lesninguna og óska eftir ráðleggingum

Kveðja, Stebbi Þ. (sem neitar að skipta út gamla Ouadrajetinum fyrir innspýtingu, enda besti blöndungur sem framleiddur hefur verið)

Re: Grand Cherokee að gera mig gráhærðan

Posted: 29.maí 2012, 22:04
frá Kiddi
Hefur enginn minnst á Crank Sensorinn við þig?

Miðað við að bíllinn sé óaðfinnanlegur að öðru leiti, finnst mér hann ansi líkleg orsök.
Crank sensorinn, eða "sveifarásskynjari" gefur ekkert endilega villukóða þegar hann klikkar, af því að það eina sem hann segir tölvunni er hversu hratt vélin snýst. Ef hann segir ekkert, tekur tölvan því einfaldlega sem vélin sé ekki í gangi - og engin villuboð.

Þessi skynjari er á "bjölluhúsinu" bílstjóramegin, alveg við blokkina og les af startkransinum. Hann er festur með 2 boltum og það getur verið smá maus að komast að honum, plöggið liggur yfirleitt eitthvert upp á milliheddið.

Ég mæli með að prófa að fá svona skynjara að láni og sjá hvað gerist. Það hlýtur að mega finna þetta á einhvernum 5.2 mótornum hvort sem hann er í Jeep eða Dodge.

Ég hef þó aðeins lent í þessu þannig að bíllinn neitaði hreinlega að fara í gang, ekki þannig að hann sé svona dyntóttur. En hvað veit maður...? Það var 4.0 mótor að vísu, en ég er nokkuð viss um að tölvurnar vinna mjög svipað.

Nú síðan getur lýsingin passað við háspennukeflið?

En ég er sammála þér að QuadraJettinn er besti blöndungurinn, enda ættaður úr smiðju heilags GM. En góð innspýting er skemmtilegri!

PS. Það kemur fyrir bestu menn að verða gráhærðir einhvern tímann :-)

Re: Grand Cherokee að gera mig gráhærðan

Posted: 29.maí 2012, 22:05
frá biggi72
Getur þetta ekki verið loftflæðiskynjarinn?

Re: Grand Cherokee að gera mig gráhærðan

Posted: 29.maí 2012, 22:09
frá Kiddi
biggi72 wrote:Getur þetta ekki verið loftflæðiskynjarinn?


Skynjarar sem eru ekki í bílnum geta ekki bilað ;-)

Mopar innspýtingar frá þessum tíma eru svokallaðar "speed-density" og notast ekki við loftflæðiskynjara.

Re: Grand Cherokee að gera mig gráhærðan

Posted: 29.maí 2012, 22:30
frá stebbiþ
Sæll Kiddi

Jú, mikið talað um crank position sensorinn, Valur Vífils hélt líka að það gæti verið sökudólgurinn þegar ég spurði hann út í þetta um daginn. Verst hvað þessi skratti er á ömurlegum stað. Það væri þó bara lautarferð miðað við að rífa tankinn úr og skipta út þessari blessuðu dælu. Ætli maður kýli ekki bara á þennan sensor og voni það besta.

Kv, Stebbi Þ.

Re: Grand Cherokee að gera mig gráhærðan

Posted: 29.maí 2012, 22:41
frá Kiddi
Einhvern tímann þegar ég reif svona skynjara úr Cherokee 4.0 þá hjálpaði helling að losa millikassabitann og slaka kraminu niður. Þekki það þó ekki með Grand Cherokee, hvað þá V8!

Re: Grand Cherokee að gera mig gráhærðan

Posted: 29.maí 2012, 23:28
frá eds65
Sæll,

Minn 93 bíll var að gera svipaða hluti og ég tók alla sensora frammi í húddi úr sambandi og þreif með contact cleaner og tók kertin úr og hreinsaði þau. Síðan hefur hann ekki klikkað.

Varðandi verðið á bensíndælunni, þá dó bensíndælan hjá mér og ég keypti dælu á ebay og fékk hana heim á 15.000 kall.

Kveðja
Eddi

Re: Grand Cherokee að gera mig gráhærðan

Posted: 30.maí 2012, 00:00
frá stebbiþ
Sæll Eddi
Já, þú segir nokkuð. Sambandsleysi er svo sem möguleiki líka, hef séð kanana minnast svolítið á það á erlendu spjallsíðunum. Varðandi bensíndæluna, þá panta ég alltaf mína varahluti sjálfur, en ég fann enga dælu sem mér leist á fyrir minna en 180$. Þá er eftir shipping + tollar og skattar. Ég sá fyrir mér að fá hana heim í skúr fyrir 35-40.000. Það er hægt að fá ódýrari dælur, en þá er maður að taka áhættu hvað varðar endingu.
Hvaða týpu/gerð fékkst þú svona ódýrt?

Kveðja, Stebbi Þ.

Re: Grand Cherokee að gera mig gráhærðan

Posted: 30.maí 2012, 02:04
frá Freyr
Kauptu sveifarásskynjara og málið er dautt. Þetta er alveg skólabókardæmi um crank sensor sem er að byrja að svíkja. Búinn að eiga nokkra 4 lítra jeep og hef gert við slatta af cherokee og grand og þessi skynjari er bara ekki nógu vandaður í þessum bílum. Jeep inn sem ég er á í dag er '97 módel ekinn 109.000 km. Í vikunni sem ég eignaðist hann keypti ég nýjan sveifarásskynjara og setti hann í sólgleraugnahulstrið sem er í toppnum milli framsætanna, geri fastlega ráð fyrir að þarfnast hans fyrr eða síðar.

Það er hægt að frá aftermarket skynjara en sleptu því að henda peningum í svoleiðis, þeir eiga það til að vera hrekkjóttir og gefast svo upp eftir margfallt styttri tíma en orginal skynjararnir. Orginal kosta öðru hvoru megin við 20.000 í H.Jónsson og bíljöfur.

Ef svo ótrúlega ólíklega vildi til að crank sensorinn væri ekki málið þá ertu samt ekki að henda peningum því að því gefnu að það sé ekki nýlegur orginal skynjari í honum mæli ég eindregið með að skipta um hann, betra að gera það við góðar aðstæður en að lenda í rugli á fjöllum.

Re: Grand Cherokee að gera mig gráhærðan

Posted: 30.maí 2012, 08:58
frá eds65
Sæll,

Ég keypti dælu hjá Global Automotive http://www.ebay.com/itm/ws/eBayISAPI.dl ... OU:US:1123

Svo sá ég um daginn repair kit fyrir þessar dælur fyrir minni pening. En ég tel að bensíndælan sé ekki það sem er að valda þessum vandræðum. Þegar dælan fór hjá mér þá virkaði allt normal og ég drap á bílnum og svo tók hann ekki við sér meir.

Crank sensorinn kemur einnig vel til greina, það er vel virði að fjárfesta í brúsa af contact cleaner og smá lube.

Kv
Eddi

Re: Grand Cherokee að gera mig gráhærðan

Posted: 30.maí 2012, 16:19
frá gunnireykur
Stebbi Þ. þessi sensor virkar að vera á mann ömurlegum stað en þegar að upp er staðið þá er ekkert mál að ná honum ég er einmitt búinn að taka einns svona í 8cyl grand en það var ekkert svakalegt mál.

Re: Grand Cherokee að gera mig gráhærðan

Posted: 31.maí 2012, 00:33
frá Freyr
Tek undir það sem gunni segir hér að ofan. Mín aðferð við að ná þessu úr er að raða saman nokkrum 3/8" framlengingum og vera svo með 11 mm toppinn á kúlulið, þannig er þetta þægilegt neðanfrá.

Kv. Freyr

Re: Grand Cherokee að gera mig gráhærðan

Posted: 31.maí 2012, 00:46
frá stebbiþ
Þakka góð svör frá ykkur, nú er bara að skipta um sveifarásskynjarann á næstu dögum. Hef meiri trú á því að það sé málið frekar en bensíndælan.
Það margborgar sig að vera á jeppaspjallinu!

Kveðja, Stebbi Þ.

Re: Grand Cherokee að gera mig gráhærðan

Posted: 06.jún 2012, 23:40
frá Palli
átti 5.2 ram sem hagaði sér nákvæmlega eins.. og þetta hætti eftir að ég skipti um crank sensorin

Re: Grand Cherokee að gera mig gráhærðan

Posted: 07.jún 2012, 01:06
frá stebbiþ
Gott að heyra, þá held ég að þetta sé örugglega málið.
Kv, Stebbi Þ.

Re: Grand Cherokee að gera mig gráhærðan

Posted: 08.aug 2012, 15:22
frá stebbiþ
Jæja, sagan heldur áfram með þennan blessaða Cherokee. Skipti um sveifarásskynjara í júní, ekkert rosalegt mál, þurfti bara að losa millikassabitann ásamt því að kippa boltunum úr mótorfestingunum og slaka mótornum niður eins og ég gat (5-6 cm). Sem sagt, ótrúlegt helvítis vesen. Þegar þessu er lokið rýkur bíllinn í gang og er bara sprækur að mér finnst, en svo drepur hann á sér eftir 10-15 mín akstur (á ferð), alveg eins og áður.
Hef ekki nennt að hugsa um þetta meira í sumar, fyrr en nú. Ég var alveg sannfærður um að þetta væri bilaður sveifarásskynjari. Var búin að mæla bensínþrýsting samkvæmt manual og það virtist vera OK.
Getur verið að bensíndælan sé að haga sér svona, þ.e. detti svona út þegar henni sýnist, en sé svo í lagi það sem eftir er dags. Bíllinn var fínn eftir þetta (þegar hann drap á sér) og mótorinn fúskar ekkert undir miklu álagi upp brekku. Þetta er að gera mig brjálaðan.

Kv, Stebbi Þ.

Re: Grand Cherokee að gera mig gráhærðan

Posted: 08.aug 2012, 15:33
frá Sævar Örn
Það getur alveg verið að bensíndælan sé að erfiða og slái sér út(innbyggt ofhitaöryggi) og lagist svo þegar hún kólnar.

Hvernig væri að finna ódyran bensínþolinn þrýstimæli og raðtengja hann á lögnina og fylgjast með innan úr bíl meðan ekið er.