Síða 1 af 1

Kia Sorento vill ekki alltaf í lága drifið

Posted: 27.maí 2012, 09:39
frá olihelga
Sælir

Er með Kia Sorento 2,4 bensín 2004 model sem hagar sér þannig að stundum, tengi það helst við þegar það er mikill raki úti, loga gaumljós fyrir 4x4 og low án þess að hann sé í hvorugu drifinu. Þetta hefur nú ekki pirrað mig mikið þar sem millikassinn hefur alltaf virkað, þangað til núna nú vill hann ekki fara allavegana í low nema bara þegar honum dettur í hug. Hefur einhver reynslu af lagfæringu á svona vandamálum hérna. Þessi bíll er ekki með sítengdu drifi heldur 2H-4H-4L.

Kveðja Óli