Síða 1 af 1
ARP heddboltar
Posted: 21.maí 2012, 22:16
frá JonHrafn
Svona í tilefni þess að það eru farnar 2 heddpakkningar eftir að við skiptum um túrbínu þá fórum við að googla og komumst að því að það er ekki sniðugt að vera blása upp í 15psi + intercooler inn á vél sem er orginal 8psi án intercooler.
Semsagt, vitiði til þess að það sé hægt að fá ARP heddbolta og sterkari heddpakkningu á 1kzt , og hvort einhver reynsla sé af þessu hérna á klakanum.
Það er of auðvelt að fara skrúfa niður í túrbínunni.
Re: ARP heddboltar
Posted: 21.maí 2012, 23:23
frá JonHrafn
Og google fann svarið
http://pdf.arpcatalog.com/ARPCatalog.pdfEkki framleiddir í þessar vélar.
Re: ARP heddboltar
Posted: 22.maí 2012, 00:11
frá Freyr
SKRIFAÐ 100% ÁN ÁBYRGAR
Þú gætir hert orginal boltana aðeins meira en gefið er upp. Ég hef getr það á nokkrum gömlum vélum sem hafa verið farnar að leka olíu undann heddinu og það hefur hjálpað til og jafnvel stöðvað lekann sem þýðir að aukin hersla skilar sér í aukinni pressu á pakkninguna sem hjálpar til.
Annars þykir mér undarlegt að einungis 7 psi auka blástur dugi til að slátra pakkningunum á stuttum tíma. Hvaða pakkningu notar þú? Ertu pottþétt með réttar herslutölur? Er herslumælirinn þinn í lagi (getur prófað hann í mælitæki hjá Ísól)? Eiga gengjurnar að vera smurðar en þú sleppir því (skilar sér í minni pressu á pakkningu)? Eru þéttifletirnir á heddinu og blokkinni í lagi (yfirborðsáferð og vindingur)?
Kveðja, Freyr
Re: ARP heddboltar
Posted: 22.maí 2012, 00:18
frá Startarinn
Þú gætir prófað að setja 12.9 bolta í staðinn fyrir orginal heddboltana, orginal boltarnir eru líklega 10.9 boltar (ég tek fram að ég VEIT það ekki, en ég hef séð 10.9 merkingu á heddboltum í öðrum vélum) 12.9 boltarnir eru mun sterkari, ég væri ekki hissa þó ARP boltarnir væru bara 12.9 boltar eða sambærilegir
Re: ARP heddboltar
Posted: 22.maí 2012, 09:44
frá JonHrafn
Þetta er semsagt um 7psi auka blástur + intercooler, sem þýðir hærra hlutfall af súrefni til viðbótar við hærri þrýsting. Þannig að ætli þetta sé ekki 2falt magn af súrefni inn á vél miðað við orginal.
Þegar við fengum þessa vél var hún keyrð 360þús með ónýtt hedd og túrbínu, sprunga í vatnsgangi, þannig að hún var endursmíðuð.
Nýtt hedd , heddpakkning og heddboltar úr kistufelli ........ -> hann pústaði út í vatnið.
Heddið af og inn í kistufell og þeir sögðust sjá merki þess að það hafi verið laust á, heddið planað, ný pakkning, nýjir heddboltar. Og núna blæðir hann smurolíu yfir í kælivatnið. Vatnshitinn á vélinni hefur aldrei farið yfir 100°c , erum með auka mæli þar sem vatnið dettur inn í vatnskassan.
Eitt sem ég ætla tékka núna er hvort það sé styrkleikamunur á orginal toy boltum og kistufell heddboltum.
Herslutölurnar eru úr Autodata
Annar herslumælir notaður í seinna skiptið, báðir fengnir af láni af verkstæðum.
Blokkin og heddið er alveg hreint þegar þetta er sett saman.
Boltarnir smurðir.
Menn hafa nú ekkert voðalega mikið álit á heddpakkningunum frá Kistufelli þannig að það verður allavega notuð orginal pakkning núna, og skrúfað niður í túrbínunni.
Re: ARP heddboltar
Posted: 22.maí 2012, 10:11
frá ivar
JonHrafn wrote:Menn hafa nú ekkert voðalega mikið álit á heddpakkningunum frá Kistufelli þannig að það verður allavega notuð orginal pakkning núna, og skrúfað niður í túrbínunni.
En leiðinleg niðurstaða... Finna lausnir og halda krafti :)
Re: ARP heddboltar
Posted: 22.maí 2012, 10:18
frá JonHrafn
ivar wrote:JonHrafn wrote:Menn hafa nú ekkert voðalega mikið álit á heddpakkningunum frá Kistufelli þannig að það verður allavega notuð orginal pakkning núna, og skrúfað niður í túrbínunni.
En leiðinleg niðurstaða... Finna lausnir og halda krafti :)
Já það væri nú gaman að geta haldið þessum krafti ef það fyndust öflugri boltar. Kælingin er allavega ekki vandamál , hentum silicon viftunni og það er rafm vifta af 8gata sleggju á nýjum kassa. Hún er jafn breið og kassinn þannig að það kemst ekki stærri vifta. Það er ekki fyrr en heddpakkningin fór að hann byrjaði að hita sig.
Síðan er annað sem við ætlum að gera, svera downpipe-ið upp í 3" eða eins svert og hægt er, og henda endakútnum. Minnka bakþrýstinginn. Erum með 2 1/2 alla leið núna en við þorum ekki að setja breiðara milli eldsneytistankanna. Það væri kannski allt í lagi, sverara púst = lægri hiti á rörinu?
Re: ARP heddboltar
Posted: 22.maí 2012, 15:53
frá olei
Í þínum sporum mundi ég byrja á því að fullvissa mig um að heddplanið á blokkinni sé slétt. Ef það er það ekki þá breytir meiri hersla eða pakkningar fjarskalega litlu máli. Mér þykir líklegt að það sé vandamálið.
Re: ARP heddboltar
Posted: 22.maí 2012, 16:46
frá Freyr
JonHrafn wrote:ivar wrote:JonHrafn wrote:Menn hafa nú ekkert voðalega mikið álit á heddpakkningunum frá Kistufelli þannig að það verður allavega notuð orginal pakkning núna, og skrúfað niður í túrbínunni.
En leiðinleg niðurstaða... Finna lausnir og halda krafti :)
Já það væri nú gaman að geta haldið þessum krafti ef það fyndust öflugri boltar. Kælingin er allavega ekki vandamál , hentum silicon viftunni og það er rafm vifta af 8gata sleggju á nýjum kassa. Hún er jafn breið og kassinn þannig að það kemst ekki stærri vifta. Það er ekki fyrr en heddpakkningin fór að hann byrjaði að hita sig.
Síðan er annað sem við ætlum að gera, svera downpipe-ið upp í 3" eða eins svert og hægt er, og henda endakútnum. Minnka bakþrýstinginn. Erum með 2 1/2 alla leið núna en við þorum ekki að setja breiðara milli eldsneytistankanna. Það væri kannski allt í lagi, sverara púst = lægri hiti á rörinu?
Sverara púst verður kaldara en það granna. Þú getur notað 3" rör og pressað það aðeins saman til að breyta rörinu í sporöskju á þeim kafla sem bilið mill tankana er þröngt. Vissulega heftir það flæðið örlítið að endurforma það svona en mun engu að síður flæða betur en 2,5" rör.
Re: ARP heddboltar
Posted: 22.maí 2012, 18:06
frá JonHrafn
olei wrote:Í þínum sporum mundi ég byrja á því að fullvissa mig um að heddplanið á blokkinni sé slétt. Ef það er það ekki þá breytir meiri hersla eða pakkningar fjarskalega litlu máli. Mér þykir líklegt að það sé vandamálið.
Hvernig fer maður að því?
Re: ARP heddboltar
Posted: 22.maí 2012, 19:58
frá Startarinn
Þú getur lagt plötuvinkil eftir endilangri blokkinni og lýst með vasaljósi á hana öðrumegin og horft hinumegin hvort ljósið nær í gegn milli blokkar og vinkils, það ætti ekki að gera það ef blokkin er i lagi og vinkillinn góður
Re: ARP heddboltar
Posted: 22.maí 2012, 21:08
frá olei
JonHrafn wrote:Hvernig fer maður að því?
Eins og Ástmar bendir á þá er hægt að nota vinkil og ljós. Nema náttúrulega þú hafir við höndina eitthvað vandaðra og beinna en dæmigerðan vinkil. Ég kann ekki íslenska heitið yfir "machinist rule" en ef þú gúgglar það þá sérðu hvað ég er að meina.
Þú þarft allavega að hreinsa blokkina mjög vel þannig að óhreinindi séu ekki að þvælast fyrir, gott að renna yfir hana með sandpappír vættan í Wd40. Það sem þú þarft að gá að eru lautir og hólar í blokkinni og því þarftu að leggja vinkilinn þvers og kruss á heddplanið. Stundum myndast hólar kringum heddboltagöt þar sem átakið frá boltanum hefur dregið planið upp.
Ein aðferð er að taka stóran og fínkornóttan smergelstein (t.d. 150 mm eða stærri), leggja hann á hliðina á blokkina og strjúka með honum nokkrar ferðir yfir hana. (ágætt að nota wd40 eða steinolíu á steininn, og nota hringlaga strokur). Við það kemur fljótlega í ljós hvernig ástandið á blokkinni er. Ég geri þetta yfirleitt þegar ég skipti um heddpakningar, bæði til að hreinsa blokkina og til að sjá hvort að hún sé óslétt. Ef það eru lautir í blokkinni þá er það alltaf matsatriði hvað gera skal í því. En það er hægt að slípa niður hóla með þessari aðferð og jafnvel vinna sig niður í grunnar lautir.
Gallinn við að gera þetta í bíl er að það er mjög auðvelt að missa skít og jafnvel svarf niður í olíuganga og inn á cylindra - sem er að sjálfsögðu ekki gott mál.
Ef áhugi er fyrir þá get ég lýst blokkarplönun fátæka mannsins. :)
Re: ARP heddboltar
Posted: 23.maí 2012, 00:06
frá StefánDal
Ég er mjög spenntur fyrir að heyra hvernig blokkarplönun fátæka mannsins fer fram. Skildi hún vera öðruvísi en blokkarplönun fátæka námsmannsins?
Re: ARP heddboltar
Posted: 23.maí 2012, 00:18
frá JonHrafn
Líst vel á þetta, aldrei að vita nema maður splæsi bara í nýjan Stanley vinkil til að skoða þetta.
Við höfum ekki tékkað planið hingað til en við höfum alltaf passað að hreinsa hana vel með þartilgerðum bursta á borvél, man nú ekki hvað hann kallast, ætli það sé ekki 500-1000 sandpappír í honum.
Ekki nema maður skutli bara 12v cummins ofan í lúxa sem stendur á lager, þyrfti sennilegast að auka body hækkunina upp í 30-40cm og nota grinda úr ram og dana 60-70 :þ
Re: ARP heddboltar
Posted: 23.maí 2012, 00:19
frá Freyr
Veit um einn sem planaði heddið sitt með stórri þjöl og ákvað um leið að hækka þjöppuna með því að sneiða heddpakkninguna í tvennt (gamaldags pappapakkning), það virkaði ekkert rosalega vel......
Re: ARP heddboltar
Posted: 23.maí 2012, 00:26
frá JonHrafn
Mann hryllir nú bara við tilhugsuninni að rífa blokkina og láta plana hana, vonandi er þetta ekki svo slæmt að þess þurfi, kemur í ljós.
Re: ARP heddboltar
Posted: 23.maí 2012, 00:29
frá Bóndinn
Sælir.
Í hvoru Kistufellinu keyptir þú pakningaranar og boltana?
ss Brautarholti eða Tangarhöfða?
Kv Geiri
Re: ARP heddboltar
Posted: 23.maí 2012, 01:10
frá olei
StefánDal wrote:Ég er mjög spenntur fyrir að heyra hvernig blokkarplönun fátæka mannsins fer fram. Skildi hún vera öðruvísi en blokkarplönun fátæka námsmannsins?
Þetta byrjaði þannig að fyrir margt löngu þá tók ég að mér að skipta um heddpakningar í Ursus. Það taldist nú ekki til tíðinda enda var skipt um þær á nokkurra mánaða fresti skildist mér og þar sem endingin þótti ekki góð var vaninn að nota hin ýmsu trikk - eins og t.d að herða boltana miklu meira en var gefið upp og gott ef ekki voru settar tvöfaldar (tvær) heddpakningar. Síðan var vaninn að aka mikið og lengi þar til skyndilega stóð myndarlegur gufustrókur upp af græjunni. En það var talið fyrsta merki þess að nú þyrfti að huga að heddpakningaskiptum.
Nú, eftir að hafa rifið heddin af, fjögur stök hedd á þessu, þá komst ég að því að þau voru undin eins og bananar. Nú voru góð ráð dýr enda næstum því hálftíma akstur í planslípivélina þeirra ljónsstaðabræðra. Þessvegna var ákveðið að grípa til örþrifaráða. Tekið var hedd og sett í skrúfstykkið með planið upp, slurk af ventlaslípimassa sullað yfir það og dass af wd-40 eftir smekk. Síðan var öðru heddi plantað þar ofan á með planið niður og byrjað að massa. Okkur, þ.e mér og bóndanum til mikillar furðu þá tók ekki nema um 1. klst að massa heddin niður þar til þau vöru bæði rennislétt of fín eins og úr besta planara. Hitt parið var síðan tekið eins og síðan var græjan sett saman. Brá svo við að það fór ekki í honum heddpkaning aftur fyrr en löngu síðar þegar að vatnskassinn hafði verið tómur um nokkra hríð einhverra hluta vegna.
Fyrir nokkru þá tók ég upp 350 SBC og eftir að hafa rennt með stóra smergelsteininn yfir blokkina sá ég að það voru nokkrar lautir í heddplönunum á henni. Heddin voru gömul potthedd og voru ekkert sérlega slétt heldur. Þá notaði ég þessa aðferð aftur og massaði hvort hedd ofan á blokkina. Það var ágætis líkamsrækt að grípa í það nokkrum sinnum þar til blokk og hedd voru orðin slétt og fín. Ég stend í þeirri meiningu að ef maður pælir svolítið í því sem maður er að gera og passar að snúa hlutunum sem maður er að massa saman jafnt og þétt þá verði þetta jafn slétt og úr planslípivél, reyndar verður áferðin betri.
Hér er náttúrlega ekki verið að finna upp hjólið, þessi aðferð er mikið notuð við vökvadælur og mótora og fl. Ég veit ekki hvort að það sé góð hugmynd að reyna að massa saman (nýtt)álehedd og (gamla) blokk. Ég væri samt vís með að prófa það. :)
Re: ARP heddboltar
Posted: 23.maí 2012, 11:12
frá Hilmar Örn
Það er eitthvað meira að heldur en heddboltar eða pakkning. Ég er með hedd, bolta og pakkningu frá Kistufelli og er að blása 13-14 pund inn á vélina (1kz-t) í gegnum intercooler og er þetta búið að vera í góðu lagi síðan 2005. Hef bara alltaf passað upp á afgashitan eftir að ég grillaði heddið sem var skipt um 2005.
Þegar ég setti mæli á túrbínuna þá var ekki búið að fikta neitt í henni, bara búið að skrúfa upp olíuverkið og var ekki intercooler kominn í bílinn. þá var túrbínan að blása 14 pund. Setti síðan intercooler í og þá fór þrýstingurinn í 13 pund. Hef ekkert átt við túrbínuna en hef heyrt að menn sé að setja hana í ca 17 pund.
Re: ARP heddboltar
Posted: 23.maí 2012, 17:48
frá juddi
Svo er til pakninga sprey frá Mopar sem er mjög gott til að gluða á heddpakninguna áður en hún er sett í
Re: ARP heddboltar
Posted: 23.maí 2012, 19:01
frá JonHrafn
Hilmar Örn wrote:Það er eitthvað meira að heldur en heddboltar eða pakkning. Ég er með hedd, bolta og pakkningu frá Kistufelli og er að blása 13-14 pund inn á vélina (1kz-t) í gegnum intercooler og er þetta búið að vera í góðu lagi síðan 2005. Hef bara alltaf passað upp á afgashitan eftir að ég grillaði heddið sem var skipt um 2005.
Þegar ég setti mæli á túrbínuna þá var ekki búið að fikta neitt í henni, bara búið að skrúfa upp olíuverkið og var ekki intercooler kominn í bílinn. þá var túrbínan að blása 14 pund. Setti síðan intercooler í og þá fór þrýstingurinn í 13 pund. Hef ekkert átt við túrbínuna en hef heyrt að menn sé að setja hana í ca 17 pund.
Eftir svörin hérna er okkur einmitt farið að gruna planið á blokkinni, reiknum með að rífa heddið af á lau. Væri gaman að geta haldið þessu boosti því það er virkilega mikið hægt að kreysta úr þessum vélum umfram orginal.
Re: ARP heddboltar
Posted: 23.maí 2012, 19:02
frá JonHrafn
Bóndinn wrote:Sælir.
Í hvoru Kistufellinu keyptir þú pakningaranar og boltana?
ss Brautarholti eða Tangarhöfða?
Kv Geiri
Brautarholti
Re: ARP heddboltar
Posted: 23.maí 2012, 20:19
frá Startarinn
Ég planaði heddflötinn á Nissan RD28 með demants brýni frá Fossberg, tók mig þónokkra klukkutíma. Ég tróð bara tuskum í sílendrana á meðan, ég man ekki hvort ég notaði eitthvað vatn eða svoleiðis til að smyrja steininn á meðan
Ég notaði bláan kubb eins og þennan
http://www.fossberg.is/?prodid=870Svo tékkaði ég þetta af með vinkli jafnóðum, ég keyrði bílinn vandamálalaust rúmlega 80 þús. kílometra eftir þetta áður en ég seldi hann, svo þetta hefur ekki verið alslæmt hjá mér
Re: ARP heddboltar
Posted: 24.maí 2012, 01:40
frá Valdi B
kistufells heddin eru fín, en það á ekki að nota heddpakningar frá þeim ALLS EKKI, notaðu original toyota pakkningu ;) og síðan hef ég ekki góða reynslu af verkstæðinu hjá þeim heldur, ég allavega fer ekeki þangað aftur hehe :D en verslunin er fín fyrir utan þessar bölvuðu heddpakningar sem endast ekki skít og síðan taka þeir enga ábyrgð á þeim...
Re: ARP heddboltar
Posted: 24.maí 2012, 05:58
frá Aparass
JonHrafn wrote:Líst vel á þetta, aldrei að vita nema maður splæsi bara í nýjan Stanley vinkil til að skoða þetta.
Við höfum ekki tékkað planið hingað til en við höfum alltaf passað að hreinsa hana vel með þartilgerðum bursta á borvél, man nú ekki hvað hann kallast, ætli það sé ekki 500-1000 sandpappír í honum.
Ekki nema maður skutli bara 12v cummins ofan í lúxa sem stendur á lager, þyrfti sennilegast að auka body hækkunina upp í 30-40cm og nota grinda úr ram og dana 60-70 :þ
Er ekki bara málið að þú ert með of fínann pappír í þessu ?
Þarft að hafa passlega grófann pappír þegar þú pússar þetta, annars eiga pakkningar það til að skjótast undan ef það mæðir mikið á þeim. 500-1000 er t.d. allt of fínt. best að nota maskínupappír sem er einhversstaðar á milli 80 og 150 hefði ég haldið.
Sléttur flötur heldur nánast ekkert við pakkninguna því það er svo lítið viðnám þar.
Re: ARP heddboltar
Posted: 24.maí 2012, 12:24
frá ellisnorra
Þetta er svo æðisleg síða, endalaus fróðleikur :)
Vonandi nærðu þessum rándýra mótor til að spýta þér þokkalega áfram til lengri tíma :)
Re: ARP heddboltar
Posted: 24.maí 2012, 21:31
frá Logi
ein smá athugasemd.
Ég held að við ættum ekki að tala um lélega varahluti þegar við erum að reyna gera hluti heima líkt og að plana blokk eða slá hjólalegu í naf með slaghamri!! Það vill oft verða okkar egin sök þegar upp er staðið ekki að varahluturinn hafi verið svona lélegur...