Síða 1 af 1

Spurning um breytingarskoðun

Posted: 04.feb 2010, 11:10
frá ofursuzuki
Mig langar að bera fram smá spurningu hér eins og á vef f4x4 ef einhver getur svarað mér. Ef búið er að breytingarskoða bíl og svo skiptir maður um hásingar undir honum og breytir fjöðrunarkerfi úr t.d. blaðfjöðrun í gorma en engu öðru breytt svo sem dekkjastærð, á þá nokkuð að þurfa að breytingarskoða aftur eða eru bara þessar breytingar teknar út, spyr sá sem ekki veit. Gott ef einhver gæti sagt manni þetta því ég hef fengið misvísandi upplýsingar á skoðunarstöðvum þar sem ég hef spurt.

Re: Spurning um breytingarskoðun

Posted: 04.feb 2010, 13:20
frá jeepson
Ég hefði haldið að það þyrfti að láta skoða hann aftur þar sem að þú ert að breyta fjöðrunakerfinu á bílnum.

Re: Spurning um breytingarskoðun

Posted: 04.feb 2010, 17:19
frá Fordinn
sennilega ættiru að þurfa að láta "sérskoða" breytingarnar, hinsvegar er ekkert vist að nokkuð verði sagt i skoðun ef þetta er gert almennilega þeir gera þá ekki annað enn að setja út á það.

Re: Spurning um breytingarskoðun

Posted: 04.feb 2010, 18:25
frá Brjótur
Sæll jú það er álitin það mikil breyting á bílnum þegar verið er að skifta út fjöðrunum fyrir gorma en ég held að þú borgir ekki fyrir fulla jeppaskoðun aðeins það sem þú varst að breyta, en hvað er bíllinn skoðaður hjá þér fyrir stór dekk?

kveðja Helgi

Re: Spurning um breytingarskoðun

Posted: 04.feb 2010, 18:37
frá gislisveri
Ég held þeir horfi bara í dekkjastærðina, má vera +/- 10% og svo geta þeir mælt boddíhækkun. Þeir hafa bara skráningarskírteinið til að fara eftir held ég og vona að ég ljúgi engu :)
Kveðja,
Gísli

Re: Spurning um breytingarskoðun

Posted: 04.feb 2010, 20:25
frá Brjótur
Nei Gísli fjöðrunarkerfisbreyting telst til stærri breytinga og skoðunarskyld, en hinsvegar sjá þessir blessuðu skoðunarmenn ekki svona breytingar, ég setti svona gormafjöðrun undir toy x-cab að aftan og þegar ég lét skoða næst tók kallinn ekki eftir þessu en næsta ár var annar skoðunarkall og hann sérskoðaði þessa breytingu og ég varð nú svoldið hissa og sagði honum hversvegna og þá sagði hann að það hefði átt að skoða þetta árið á undan.
En varðandi dekkjastærð þá er það rétt 10% upp og niður þannig að ef þú lætur sérskoða á 44 þá máttu ekki fara niður í 38
það virkar í báðar áttir ekki bara upp þannig að ef maður ætlar að aka á 38 á sumrin en 44 á veturnar þá þarf að sérskoða á
40 eða 41 tommu dekkjum

kveðja Helgi

Re: Spurning um breytingarskoðun

Posted: 04.feb 2010, 22:37
frá ofursuzuki
Brjótur wrote:Sæll jú það er álitin það mikil breyting á bílnum þegar verið er að skifta út fjöðrunum fyrir gorma en ég held að þú borgir ekki fyrir fulla jeppaskoðun aðeins það sem þú varst að breyta, en hvað er bíllinn skoðaður hjá þér fyrir stór dekk?

kveðja Helgi

Hann er skráður á 38" ég var nú að spá í að fara bara með hann í skoðun og vera ekkert að nefna neinar breytingar og
sjá svo bara til hvort eitthvað verður sett út á þetta.

Re: Spurning um breytingarskoðun

Posted: 04.feb 2010, 23:58
frá bragi
Þetta er skoðunnarskylt, að mig minnir, þá gilda ekki sömu reglur varðandi hækkun á fjöðrum eða gormum. (sjá betur reglur á vef us.is)
Það borgar sig líka að hafa þetta í lagi ef eitthvað kemur upp á með tryggingar (tjón, slys, annað).
Þú borgar ekki fulla breytingarskoðun, bara fyrir viðbótina.
Ég lét skoða minn í tveimur áföngum og borgaði miklu minna í seinna skiptið (minnir 4þkr, ekki viss).

Mér finnst alveg vanta að þeir skrái hvernig bíllinn er breyttur, því ef einhverju er breytt eftir á, þá hafa þeir ekki hugmynd um það hvernig bíllinn var fyrir.
Þetta á reyndar við um original líka, þ.a. þeir sjá ekki hverju var breytt eða hverju var kannski skipt út.

Bragi (at) trukkurinn.com

Re: Spurning um breytingarskoðun

Posted: 05.feb 2010, 12:24
frá Sævar Örn
Þetta er skoðunarskylt þó svo að engin hækkun hafi í raun átt sér stað. en ef ég man rétt breyttist hjólhafið og eitthvað unnið við stýrisgang þannig það er gott að vera búinn að tilgreina þetta við skoðunina áður en þú hugsanlega lendir í slysi og tryggingarnar fara að kvabba út af óskráðum breytingum.

Re: Spurning um breytingarskoðun

Posted: 07.mar 2010, 18:22
frá SiggiHall
Það er ekkert skráð hverig fjöðrunar búnaður var undir honum, hvernig eiga þá skoðunar menn að vita hvort honum hefur eitthvað verið breytt?

Re: Spurning um breytingarskoðun

Posted: 07.mar 2010, 20:27
frá Fordinn
þetta er samt eitthvað sem ég eða nokkur annar ætti að hafa áhyggjur af, ef þetta er eitthvað hættulegt, illa unnið eða slikt þá setja þeir auðvitað strax ut á það i árlegri skoðun..... fæstir rjuka med bilana beint i breytingarskoðun nema þeim se kanski breytt a verkstæði.

annaðhvort eru hlutirnir i lagi eða ekki og fá skoðunarmiða eftir þvi.