Breita skiptir á 1350 BW millikassa raf í manual
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Breita skiptir á 1350 BW millikassa raf í manual
Sælir félagar erum að ljúka smíðinni á Bronco II og er hann með 3 millikassa og er aftasti millikassinn Borg Warner 1350 að mig minni rafskiptur. Rafdótið er ekki að virka og viljum við gera þetta manualt. Er einhver hér með einfalda lausn á þessu kveðja Guðni
Re: Breita skiptir á 1350 BW millikassa raf í manual
Sæll Guðni ekki þekki ég nú þennan kassa, en í Econoline sem við bræður breyttum þá gerðum við þetta manual, þegar rafdótið var fjarlægt sáum við inn í öxulgat sem var með beinan flöt hvorn á móti öðrum, vona að þú skiljir þetta, síðan fundum við okkur öxulstál sem passaði í gatið og slípuðum niður þessa tvo kanta til samræmis við gatið stungum öxlinum í gatið bingó og svo suðum við stöng á endann á öxlinum sem við smíðuðum og tengdum við stöng inni í bíl :) Nú veit ég ekki hvort þú eða einhver annar skilur þetta :) en ég reyndi þó að útskýra þetta.
Kveðja Helgi
Kveðja Helgi
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Breita skiptir á 1350 BW millikassa raf í manual
Sæll Helgi ég skil þig var það inn og út færsla í okkar tilfelli er það snúningur og vorum við að hiksta á því kveðja guðni
Re: Breita skiptir á 1350 BW millikassa raf í manual
Sæll aftur Guðni, nei þetta er ekki inn- út færsla bara snúningur, en er þetta svona system sem þú ert að horfa á?
kveðja Helgi
kveðja Helgi
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Breita skiptir á 1350 BW millikassa raf í manual
sæll já ég er einmitt að horfa á snúnings færslu og er með þrjá millikassa kveðja guðni
-
- Innlegg: 322
- Skráður: 02.feb 2010, 12:55
- Fullt nafn: Þorvarður Lárusson
- Bíltegund: Musso cherokee ofl
Re: Breita skiptir á 1350 BW millikassa raf í manual
Á BW kassanum í musso eru aðalleiðindin ef maður ætlar að breita þessu sú að öxullinn þarf að snúast 3/4 úr hring til að komast úr 2h í 4l. Svo er þetta aftan á kassanum sem gerir þessa aðgerð enn erfiðari. Ég var búinn að láta mér detta í hug að leysa þetta með því að nota barka en var ekkert farinn að gera í því.
Kv. Þorri
Kv. Þorri
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Breita skiptir á 1350 BW millikassa raf í manual
Sælir fann þetta sjá link sniðug lausn einhver barki http://www.explorerforum.com/photopost/ ... 367&sort=1
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur