Afgas hita mælar (EGT) aukið boost og aðrar æfingar.

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
Örn Ingi
Innlegg: 73
Skráður: 15.aug 2010, 02:47
Fullt nafn: Örn Ingi Magnússon
Bíltegund: HJ61

Afgas hita mælar (EGT) aukið boost og aðrar æfingar.

Postfrá Örn Ingi » 10.maí 2012, 01:07

Góða kvöldið

Hef svolítið verið að skoða það að setja mælir fyrir aflestur af afgashita í bílinn hjá mér, er með gamlan pajero sem að ég er stundum að böðlast á og fynnst hann stundum svolítið latur á brekkuna og langar því að bæta aðeins við olíuverkið og boost.
Svona æfingar eru auðvitað varasamar á gömlum diesel motor með álheddi sem og auðvitað flestum öllum vélum þannig að ég ætlaði að reyna að gera þetta af "skynnsemi" :)

Það sem að ég hafði hugsað mér að gera áður enn að ég bæti við hann er eftirfarandi:
*Svera pústurrör upp í 2,5"frá grein og hafa einungis eina opna túbu á leiðinni.
*Blokka EGR ventilinn.
*Bæta við mælum t,d Afgashita,Boost,smurþrýsting o.s.f.v

Ég hef aðeins verið að skoða þessa EGT mæla úti þar sem að mér fynnst þeir í dýrara lagi hér heima og hef ekki almennilega myndað mér skoðun á því hvort að ég ætla að notast við Analog mælir eða Digital mælir, ég hef aðeins verið að skoða digital mæla sem tekur logg og er einnig hægt að setja upp með peak point sem kveikir þá á gaum ljósi eða ílu ef hitinn fer upp fyrir þau mörk (peak point) sem að þú forstillir inn.
Það gæti verið sniðugt með það í huga að læra inn á hvað er innan marka og hvað ekki, því það eru nátturulega engar gefnar forsemdur fyrir því hvað þetta þolir að ganga heitt undir átökum.

Enn hvernig hafa menn verið að koma hita nemanum (Fann ekki rétta orðið fyrir probe) fyrir uppá það að fá sem nákvæmastann lestur af afgashitanum?



User avatar

íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Afgas hita mælar (EGT) aukið boost og aðrar æfingar.

Postfrá íbbi » 10.maí 2012, 03:09

hlakkar til að sjá svör við þessu,

hef orðið var við það á turbo diesel bílum t.d í þungum kerrudrætti að þeir byrja missa aflið eftir átök í dáldin tíma þrátt fyrir að boostmælar sýni full boost, og hef talið afgashitan orsökina,
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

Höfundur þráðar
Örn Ingi
Innlegg: 73
Skráður: 15.aug 2010, 02:47
Fullt nafn: Örn Ingi Magnússon
Bíltegund: HJ61

Re: Afgas hita mælar (EGT) aukið boost og aðrar æfingar.

Postfrá Örn Ingi » 10.maí 2012, 07:01

Já íbbi ég er á sömu skoðun hér, ég bý á neskaupstað þar sem að ég þarf að fara yfir þetta blessaða oddskarð til þess að bregða mér á milli bæja og bílinn er hreint bara alveg rosalega misjafn þar upp!
Enn eftir að hafa velt þessari hugmynd fyrir mér svolítið í nótt þá held ég að ég verði að græja mér lögn frá wastegate ventli og inn í bíl með nálarloka (manual boost control) til þess að geta minkað á honum blásturinn við ákveðnar aðstæður t.d upp oddskarðið með þunga kerru .

User avatar

Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: Afgas hita mælar (EGT) aukið boost og aðrar æfingar.

Postfrá Hjörturinn » 10.maí 2012, 08:41

Afhverju að blokka EGR ventilinn? þeas ef þú ert með áhyggjur af afgashita, EGR á að lækka hann.
Hve mikið eru menn að græða á því að loka þessum ventlum almennt?
Dents are like tattoos but with better stories.

User avatar

Höfundur þráðar
Örn Ingi
Innlegg: 73
Skráður: 15.aug 2010, 02:47
Fullt nafn: Örn Ingi Magnússon
Bíltegund: HJ61

Re: Afgas hita mælar (EGT) aukið boost og aðrar æfingar.

Postfrá Örn Ingi » 10.maí 2012, 09:18

Ég verð nú að viðurkenna að er ekkert sérlega fróður í EGR fræðum enn það eru marg skyptar skoðanir á því hversu mikið gagn þessi ventill gerir og jaframt á því hvað menn græða á því.
Enn ég hélt nú samt að EGR dældi heitu lofti frá pústgrein inná soggrein og gæfi með því heitari bruna og ekki jafn koltvísýrings mettaðann útblástur, og einhvern veginn dró ég þá mynd upp hjá mér að þú værir þá líka með heitar afgas.
Svo skyllst mér að þetta fyllist líka af skít með tímanum og það geti líka valdið vandræðum.

Enn hugmyndinn hjá mér var nú að kyppa bara pakkningunni undan honum og sníða eftir henni netta plötu sem hleypti ekki í gegn og prufa og sjá hvort ég fyndi einhvern mun enn ekki fjarlægja hann eins og sumir vilja gera.

pabbi er með 3,2 pajero sem hann blindaði EGR ventilinn í og hann vill meina að hann bæði eyði minna og jafnvel krafti örlítið betur.

Enn fyrst þetta kom nú uppá borðið þá óska ég hér með eftir, reynslusögum fyrir og eftir blindun á EGR sem og kanski útskýringum á mannamáli hvað það er í raun og veru sem þessi græja á að gera og hvaða áhrif það getur haft að blinda hann.

User avatar

Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: Afgas hita mælar (EGT) aukið boost og aðrar æfingar.

Postfrá Hjörturinn » 10.maí 2012, 09:54

málið er að gasið er jú aðeins heitara, en það fer yfirleitt í gegnum kæli áður en það fer í brunahólfið, en vegna þess hvað það er súrefnissnautt þá lækkar brunahitinn og þar að leiðandi NOx myndun.

Ef maður lokar þessu ætti maður að fá meira súrefni = meira afl, bara spá hvort þetta sé í rauninni að skila einhverju markverðu og hvort þetta hafi ekki einhver afleidd áhrif einhverstaðar annars staðar í vélinni.
Dents are like tattoos but with better stories.


ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: Afgas hita mælar (EGT) aukið boost og aðrar æfingar.

Postfrá ivar » 10.maí 2012, 10:04

Nú ert þú Hjörtur maður fróður í þessu og ættir því að vita margt um þetta.
Hinsvegar hef ég séð í mjög mörgum bílum og í raun flestum sem ég hef átt við nema 6.0 ford að þetta fari beint inná vél. Sökum þessa hafa menn verið að tala um þetta til að lækka brunahitann og það er mín meining.
Hinsvegar er í flestum tilfellum mín reynsla að það að losa sig við EGR búnaðinn sé alltaf til bóta (nema kannski helst í tengslum við mengun). Ekki stíflaðir kælar, ekki aukinn sótmyndun og fastir lokar, lækkaður afgashiti o.s.fv.
Ég amk tók þennan búnað úr hjá mér.

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Afgas hita mælar (EGT) aukið boost og aðrar æfingar.

Postfrá Freyr » 10.maí 2012, 12:21

Í dag eru flest allir diesel bílarnir með EGR kæli sem er bara lítill varmaskiptir þar sem kælivatn vélarinnar kælir afgasið áður en það fer inn á soggreinina.

User avatar

Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: Afgas hita mælar (EGT) aukið boost og aðrar æfingar.

Postfrá Hjörturinn » 10.maí 2012, 16:25

ja ég þakka hlý orð í minn garð.

Var eitthvað vesen að taka þetta út hjá þér Ívar?
Annars þá þynnir EGR loftið sem fer inní brunahólfið og hægir brunan örlítið, þannig minnka brunahitann, en hár brunahiti = mikið NOx, við þetta verður meiri CO mengun meðal annars en því er svo reddað með hvarfakút.

En annars á EGR ekki að virka á fullri gjöf, eða hægagangi þannig þetta ætti ekki að hafa áhrif á hámarksafl.

Auðvitað gott að losna við þetta þannig séð, sem og eiginlega bara allan mengunarbúnað, bara spurning hvernig vélinn tekur því þegar búið er að gera ráð fyrir þessu (smbr allt vesenið við að losna við DPF síur í bílum osrfv.)

Sorry ef þetta er offtopic :)

En varðandi EGT mæli þá er auðvitað best að setja hann fyrir framan turbínu ef þú getur, en ef því verður ekki komið við þá má setja hann fyrir aftan bínu (flest allir trukkar eru með þessu svona), bara bæta við sirka 100-150 gráðum :)
Svo hækkar hitinn yfirleitt ekki mjög hratt, þannig gaumljós er óþarfi ef þú hefur mælinn þar sem þú getur vel séð á hann.
Dents are like tattoos but with better stories.

User avatar

Höfundur þráðar
Örn Ingi
Innlegg: 73
Skráður: 15.aug 2010, 02:47
Fullt nafn: Örn Ingi Magnússon
Bíltegund: HJ61

Re: Afgas hita mælar (EGT) aukið boost og aðrar æfingar.

Postfrá Örn Ingi » 10.maí 2012, 16:58

Hjörtur það er ekkert off topic í mínum augum þegar að það skapast fjörug umræða um það sem að ég er sjálfur búin að ganga með í kollinum síustu daga :)
Enn eru menn að bora pústgreininna og skrúfa nemanann (probe) inn í gatið eða hafa menn verið að láta það nægja að láta hann liggja utan í?

User avatar

Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: Afgas hita mælar (EGT) aukið boost og aðrar æfingar.

Postfrá Hjörturinn » 10.maí 2012, 17:38

Þú verður að bora gat og láta nemann vera í gasstreyminu.
Dents are like tattoos but with better stories.


Arsaell
Innlegg: 171
Skráður: 23.mar 2010, 13:07
Fullt nafn: Ársæll Þór Jóhannsson
Bíltegund: Dodge Durango

Re: Afgas hita mælar (EGT) aukið boost og aðrar æfingar.

Postfrá Arsaell » 11.maí 2012, 10:01

Varðandi það að setja nemann fyrir framan túrbínu þá hef ég heyrt sögur af því að menn hafi lent í því að það hafi flísast úr eða neminn brotnað og farið í gegnum túrbínuna sem að er ansi dýrt spaug þó svo að þú fáir nákvæmnari mælingu. Hef samt ekki heyrt þetta frá fystu hendi þess vegna þetta gætu verið tröllasögur er einhver hér sem að hefur lent í þessu?


ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: Afgas hita mælar (EGT) aukið boost og aðrar æfingar.

Postfrá ivar » 11.maí 2012, 10:05

Já, ég verð að viðurkenna að ég sá fyrir mér að setja mæli eftir bínu til að forðast bull með túrbínuna ef eitthvað gerist.

Er með svona mæli heima og set hann í þegar boddýið fer af.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 29 gestir