Xenon í IPF fiskiaugu?
Posted: 11.maí 2010, 18:26
Ég er með IPF fiskiaugu sem ég er að hugsa um að setja 35-55W HID í. Hefur einhver hérna gert þetta? Ég kann alveg að koma HID kerfinu fyrir og treysti mér alveg í að breyta ljósunum, en ég er ekki viss um litinn á HID perunum.
Fiskiaugun sía ljósið og gefa frá sér gulann geisla, allavega með halogen perum. Ég hef áhyggjur af því að kannski séu HID perurnar svo öflugar að geislinn verði hvítleitur. Ég sá gul Hella 500 þokuljós með 35W 6000K HID og ljósið var bara hvítt, samt er glerið á ljósinu alveg hlandgult og geislinn gulur með venjulegum halogen perum.
Að sama skapi gæti verið að ljósið ráði vel við að sía litinn, þá gæti verið að það væri of mikið að setja 3000K HID i ljósin.
Ætti ég bara að setja 3000K (gular perur) í ljósið og vona að það verði ekki svo dökk gult að ljósmagnið minnki, eða ætti ég að setja 4000-6000K perur (hvítar) og vona að ljósið verði nógu gult?
Fiskiaugun sía ljósið og gefa frá sér gulann geisla, allavega með halogen perum. Ég hef áhyggjur af því að kannski séu HID perurnar svo öflugar að geislinn verði hvítleitur. Ég sá gul Hella 500 þokuljós með 35W 6000K HID og ljósið var bara hvítt, samt er glerið á ljósinu alveg hlandgult og geislinn gulur með venjulegum halogen perum.
Að sama skapi gæti verið að ljósið ráði vel við að sía litinn, þá gæti verið að það væri of mikið að setja 3000K HID i ljósin.
Ætti ég bara að setja 3000K (gular perur) í ljósið og vona að það verði ekki svo dökk gult að ljósmagnið minnki, eða ætti ég að setja 4000-6000K perur (hvítar) og vona að ljósið verði nógu gult?