Hátalarabox

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
Groddi
Innlegg: 270
Skráður: 30.aug 2011, 17:29
Fullt nafn: Hákon Freyr Freysson

Hátalarabox

Postfrá Groddi » 30.apr 2012, 23:55

Er að smíða mér hátalarabox fyrir jeppan, voru einhverjir skítnir kassar úr krossviði sem voru ekki að gera sig. Ákvað að gera svona smá "how to" fyrir þá sem eru áhugasamir.

Fyrst skerðu út hring fyrir hátalarann til að sitja á, svo botn, stillir svo hringnum upp einsog þú vilt að hátalarinn sitji (með kubbum/teinum) Þar eftir finnur þú þér einhvað fúlt flísteppi sem konan hefur falið uppí skáp og strekkir yfir "grindina" sem þú ert búinn að smíða og festir teppið með heftibyssu. Þar eftir penslaru Resíni yfir flísteppið og leifir því að þorna og mattar, svo getur þú notað P40 til að filla uppí ójöfnur sem þú villt ekki hafa, sparsl þar eftir, filligrunn og að lokum málar eða teppaleggir.

Svo koma myndirnar! (Er enn að klára boxin þannig að loka myndirnar koma inn þegar ég er búinn)

Hér er grindin tilbúin og búinn að strekkja teppið yfir.
Image

Hér er ég búinn að setja eina umferð af resíni á teppið (Þetta er sóðaleg vinna, pennslar einnota og borðið undir yfirleitt ónýtt eftirá)
Image

P40 komið í ójöfnur og tilbúið til að matta.
Image

Fyrsta umf af sparlsi komið á, ég notaði P38... þar sem það var næst hendi
Image

Þarna er önnur umf af sparsli komið á annan kassan, svo þurfti ég að fara með aðra umferð af Resíni yfir hinn kassan.
Image

Smá fíniseringar, svo fylligrunnur.
Image

Svo kem ég með restina af myndonum eftir því hvernig þetta þróast, þar næst sanda ég kassana, sparlsa annan þeirra, set fylligrunn á hinn og mála hann svo.

Endilega skiljið eftir línu og komið með ykkar álit á þessu hjá mér, alltaf gaman að heyra frá ykkur (:
Síðast breytt af Groddi þann 03.maí 2012, 10:48, breytt 1 sinni samtals.



User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Hátalarabox

Postfrá jeepson » 01.maí 2012, 00:04

Flott hjá þér. Það verður gaman að sjá þetta þegar þú verður búinn að klára þetta.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Hátalarabox

Postfrá ellisnorra » 01.maí 2012, 00:08

Flott hugmynd, hef einmitt verið að velta einhverju svona fyrir mér.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Höfundur þráðar
Groddi
Innlegg: 270
Skráður: 30.aug 2011, 17:29
Fullt nafn: Hákon Freyr Freysson

Re: Hátalarabox

Postfrá Groddi » 01.maí 2012, 00:11

elliofur wrote:Flott hugmynd, hef einmitt verið að velta einhverju svona fyrir mér.


Get alltaf bætt á mig aukaverkefnum ;)

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Hátalarabox

Postfrá ellisnorra » 01.maí 2012, 09:34

Groddi wrote:
elliofur wrote:Flott hugmynd, hef einmitt verið að velta einhverju svona fyrir mér.


Get alltaf bætt á mig aukaverkefnum ;)



Haha já flott fyrir þá sem treysta sér ekki í þetta ;)
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Höfundur þráðar
Groddi
Innlegg: 270
Skráður: 30.aug 2011, 17:29
Fullt nafn: Hákon Freyr Freysson

Re: Hátalarabox

Postfrá Groddi » 01.maí 2012, 22:50

Þá fer þetta að verða tilbúið undir lakk hja mer, set inn myndir a morgunn!


geirsi23
Innlegg: 93
Skráður: 14.júl 2010, 00:45
Fullt nafn: Geir Höskuldsson

Re: Hátalarabox

Postfrá geirsi23 » 02.maí 2012, 02:34

hvaða speki er með teppið? er þetta uppá hljóm eða? spyr sá sem ekki veit :)
mbk..

User avatar

Höfundur þráðar
Groddi
Innlegg: 270
Skráður: 30.aug 2011, 17:29
Fullt nafn: Hákon Freyr Freysson

Re: Hátalarabox

Postfrá Groddi » 02.maí 2012, 11:57

geirsi23 wrote:hvaða speki er með teppið? er þetta uppá hljóm eða? spyr sá sem ekki veit :)
mbk..


Flisteppið er bara innsta og fyrsta byrðið, þeas þegar þu setur Resín yfir teppið þá verur það að plasti sem er gott að sparsla og móta enn fremur ;)


dorimake
Innlegg: 26
Skráður: 19.feb 2010, 10:12
Fullt nafn: Halldór Guðmundsson

Re: Hátalarabox

Postfrá dorimake » 18.maí 2012, 01:10

flott verkefni hjá þér, hvað mundur segja að efnis kostnaður sé í þessu hjá þér og hvað er maður að fá efnin til að gera þetta kv dori

User avatar

Höfundur þráðar
Groddi
Innlegg: 270
Skráður: 30.aug 2011, 17:29
Fullt nafn: Hákon Freyr Freysson

Re: Hátalarabox

Postfrá Groddi » 19.maí 2012, 17:00

dorimake wrote:flott verkefni hjá þér, hvað mundur segja að efnis kostnaður sé í þessu hjá þér og hvað er maður að fá efnin til að gera þetta kv dori


Þú þarft krossviðsplötu... getur verið einhvað sem þú finnur útí skúr...
Þú þarf flíspeisu, sem þú getur fundið uppí skáp hjá þér.
Þú þarft Resín til að pensla yfir flísteppið þegar þú ert búinn að koma því fyrir
Þú þarf hefti byssu til að festa flísteppið.
Gott að nota p40 til að fylla upí ójöfnur
Sandpappír, þolinmæði. fulligrunn og málningu

Það sem kostar allra mest í þessu er resínið, það er hægt að fá litna dúnka af Fast glass Resin í húsasmiðjunni fyrir klínk... veit ekki nkl hvað þetta kostar í heildina, en það er ekki mikið, en það fer mikil vinna í þetta.

Kv
Groddi


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 19 gestir