Sterkir borar / "öfugir" borar

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Sterkir borar / "öfugir" borar

Postfrá AgnarBen » 29.apr 2012, 14:24

Hvar fær maður öfluga járnbora, einhverja virkilega harða, ég er að berjast við að bora í bolta sem eru brotnir í blokkinni hjá mér og borarnir mínir ráða ekkert við að bora í þá, boltarnir eru svo harðir ?

Er einhver að selja öfuga (vinstri handar) bora (left handed drill bits) hér á landi ?

kveðja
Agnar


Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300


Hjörvar Orri
Innlegg: 301
Skráður: 22.apr 2010, 18:38
Fullt nafn: Hjörvar Orri Arason
Bíltegund: 4runner 3.0 diesel

Re: Sterkir borar / "öfugir" borar

Postfrá Hjörvar Orri » 29.apr 2012, 14:51

Sindri í hafnarfirði.


Gunnar C
Innlegg: 36
Skráður: 01.feb 2010, 18:26
Fullt nafn: Gunnar Carlsen
Bíltegund: 209D 4X4

Re: Sterkir borar / "öfugir" borar

Postfrá Gunnar C » 29.apr 2012, 15:39

Sæll

Það er hægt að nota steinbora :) Nota þá mikið við að ná snitt töppum þegar þeir brotna láta borvélina snúast 1000-2500 og ekki vera með mikinn þristing
þetta tekur smá tíma :)

Kv Gunnar C

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Sterkir borar / "öfugir" borar

Postfrá Startarinn » 29.apr 2012, 15:41

Ef boltarnir eru 12.9 boltar er eina leiðin að brýna steinbor og smyrja sig með þolinmæði.
Bæði tekur drjúgan tíma að brýna steinborinn og að bora með honum
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Sterkir borar / "öfugir" borar

Postfrá Stebbi » 29.apr 2012, 17:26

svopni wrote:En að nota öfugugga?


Til að nota öfugugga þarftu að bora fyrst.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Sterkir borar / "öfugir" borar

Postfrá Startarinn » 29.apr 2012, 20:30

en afhverju brotnuðu boltarnir?

Væri ekki lang auðveldast að sjóða eitthvað á endann á þeim og skrúfa þá úr?
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

Höfundur þráðar
AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Sterkir borar / "öfugir" borar

Postfrá AgnarBen » 29.apr 2012, 21:28

Takk fyrir svörin strákar. Ég held að það verði erfitt að sjóða eitthvað á þetta og ætla því að reyna að bora fyrst og reka pinna eða torx í gatið og snúa úr. Er almennt ekki hrifinn af öfugugga en hann gæti samt virkað í þessu tilfelli ef boltarnir eru lausir í.

Ég var að koma upp smá hengju og lyfti aðeins hjólunum og þetta brotnaði bara undan þunga vélarinnar þegar ég kom niður. Væntanlega komin þreyta í boltana og hugsanlega hafa 1-2 boltar verið löngu brotnir, hver veit !

mynd hér:
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=50&t=10693
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Sterkir borar / "öfugir" borar

Postfrá Izan » 29.apr 2012, 22:09

Sæll

Ég hef keypt ágætisbora í N1 en þeir eru dýrir, kannski ekki dýrt að kaupa eitt stykki. Ég notaði Cobalt bor út N1 til að bora niður skrúfjárn sem ég notaði sem þolinmóð í afturhleralöm í Patrol. Ég kláraði hann á því en ég komst þó nógu neðarlega til að reka skrúfjárnið í aftur. Málið er bara að nota nóg af borolíu og láta vélina ekki ganga of hratt. Síðan hef ég notað þessa torx aðferð sem hefur reynst mér gríðalega vel. Svo má hita blokkina í kringum boltana til að koma þeim af stað.

Kv Jón Garðar

User avatar

Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 874
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: Sterkir borar / "öfugir" borar

Postfrá Polarbear » 29.apr 2012, 22:21

ef þeir slitnuðu bara en eru ekki grónir fastir ertu langfljótastur að halda 8mm ró með töng í sárinu og sjóða botninn á henni í boltann... (s.s. fylla uppí gatið á henni með suðuni). leyfa þessu svo að kólna í hálftíma og nota svo 8mm topp til að skrúfa þetta úr. ef þeir eru límdir í þá gefur það sig ef þú sýður þetta.

ef þeir hafa hinsvegar gengið til í gengjunum áður en boltahausarnir slitnuðu við átökin, þá getur verið fjandanum erfiðara að ná þessu úr.


jongunnar
Innlegg: 220
Skráður: 14.jún 2011, 21:03
Fullt nafn: Jón Gunnar Mýrdal

Re: Sterkir borar / "öfugir" borar

Postfrá jongunnar » 29.apr 2012, 22:36

Við keyptum sérstaka bora til að bora út brotna snitttappa í vinnunni hjá mér. Þeir voru annað hvort keyptir í Sindra eða Fossberg. Þeir eru eru ferkanntaðir og þurfa að snúast mjög hratt. þeir kostuðu náttúrulega hvítuna úr augunum.
kv. Jón Gunnar
Ef það er ekki olía undir enskum bílum þá er ekki olía á þeim


GAZ69
Innlegg: 2
Skráður: 13.nóv 2011, 16:05
Fullt nafn: Ágúst Þorbjörnsson

Re: Sterkir borar / "öfugir" borar

Postfrá GAZ69 » 29.apr 2012, 23:12

Það er alveg hægt að ná svona bolta brotum úr með því að sjóða á þá þó svo að þeir séu brotnir aðeins inní gatinu. Sýður á endann á boltanum ( passa bara að suðan fari ekki í gengjurnar ) þangað til suðan er farin að standa aðeins útfyrir þá sýðurðu passlega stóra ró við suðuna. Lætur þetta svo kólna og skrúfar úr.


juddi
Innlegg: 1242
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: Sterkir borar / "öfugir" borar

Postfrá juddi » 30.apr 2012, 09:14

Cobalt borar í Ísól
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is


Raggi B.
Innlegg: 83
Skráður: 05.sep 2010, 20:48
Fullt nafn: Ragnar Ingi Bjarnason

Re: Sterkir borar / "öfugir" borar

Postfrá Raggi B. » 30.apr 2012, 21:01

https://verslun.wurth.is/slipivorur/5-8 ... uggar.html

En svona ?

Er reyndar fjandi dýrt að kaupa svona sett kannski, en ég gæti trúað því að þetta fengist á öðrum stöðum en Wurth.

Hafði litla trú á svona dóti fyrr en ég prófaði að ná upp brotnum boltum úr stétt á olíudælu með svona.
LC 120, 2004

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Sterkir borar / "öfugir" borar

Postfrá Startarinn » 30.apr 2012, 21:24

Raggi B. wrote:https://verslun.wurth.is/slipivorur/5-835-ofuguggar.html

En svona ?

Er reyndar fjandi dýrt að kaupa svona sett kannski, en ég gæti trúað því að þetta fengist á öðrum stöðum en Wurth.

Hafði litla trú á svona dóti fyrr en ég prófaði að ná upp brotnum boltum úr stétt á olíudælu með svona.


Þessir eru alveg snilld að vinna með, þeir þenja boltann ekki út eins og öfuguggar gera
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

Höfundur þráðar
AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Sterkir borar / "öfugir" borar

Postfrá AgnarBen » 30.apr 2012, 23:38

Jæja, þetta hafðist þegar ég beitti almennilegum cobalt bor sem ég fékk í Landvélum á þetta, hann svínvirkaði. Notaði svo svona svipað öfuguggasett eins og Raggi bendir á og þetta flaug úr eins og ég hafði vonast til, málið dautt :)

IMG_20120430_224700.jpg
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 32 gestir