Auka kraftur í Galloper vél ?

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
baartek
Innlegg: 25
Skráður: 28.nóv 2011, 15:01
Fullt nafn: Bartłomiej Rębisz

Auka kraftur í Galloper vél ?

Postfrá baartek » 28.apr 2012, 00:41

Sælir.
Er að pæla í því að bæta smá orku í svona Galloper mótor. Er hægt að skrúfa upp túrbínu og olíuverkinu án þess að þurfa að skipta um spíssa og annað ? Ég er ekki að tala um neina stóra breytingu heldur um að nota bara það sem maður hefur nú þegar í höndunnum. Og ef það er hægt hvernig er það gert ? Hvað þarf ég að hafa í huga þegar farið er út í eitthvað svona ?


Toyota 4Runner V6 ´92 í notkun
Toyota 4Runner V6 ´90 partabíll


ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: Auka kraftur í Galloper vél ?

Postfrá ivar » 28.apr 2012, 15:21

Þegar þú segir galloper vél ertu ekki að meina 2,5d sama og er í mmc pajero t.d?

Ég var amk með þannig mótor og skrúfaði upp þar til öryggisventillinn byrjaði að blása af og til. Setti þá tappa í þann ventil og stillti olíu upp að reikingu og svo aðeins til baka.
Notaði mótorinn svona í lengri tíma og virkaði bara vel. Mun meira afl amk :)


Tiger
Innlegg: 13
Skráður: 28.apr 2012, 15:53
Fullt nafn: Þórður Ámundason

Re: Auka kraftur í Galloper vél ?

Postfrá Tiger » 28.apr 2012, 16:09

Lítið hægt að gera í aukningu á kraftinum í 2.5d vél í Galloper annað en að láta smíða 3" púst frá grein og afturúr,setjja 3.5" hljóðtúpu,enga millikúta eða neitt slíkt. Bara rörið. Og svo er hægt að breyta aðeins blæstrinum á túrbínunni. Þetta léttir vinnsluna á bílnum. Sjálfskiptur Galloper er og verður alltaf máttlaus með þessari vél. Minn er 5 gíra beinskiptur og er að vinna vel. Skipti um olíu í gær og nota Rimula 6lm sem er fáránlega dýr,en virkar mjög vel. Pínuskvettu af militec til að létta ennþá meira. Er búinn að eiga minn í 3 ár og hann hefur ekki kostað mikið,nema þetta venjulega viðhald. Tímareim er gefin upp fyrir 90 þús km og farið eftir þeirri tölu. Er aðeins að berjast við jörð í rafmagni en er að komast fyrir það. Fyrir þá sem eru með kerrutengi á bílnum,látið líta á það eða skiptið um þeir sem geta það. Er búinn að skipta um tengið og það leysti helling af smávandamálum. Á bara eftir að fara yfir og vita hvort ég finni ekki skottið á þessari dellu. Er með 33" dekk sem eru á 10" breuðum álfelgum sem gerir bílnn rásfastann og góðan í akstri. Þessir bílar eru með gott tog en varaist að vera draga eitthvað þeir sem eru með sjálfskiptinguna. Eyðslan á mínum miðað við 90km hraðann ca. 12 sem er ekki slæmt af þessari bílgerð,enda er bíllinn rétt um 2 tonn á þyngd. Galloper er ágætisbíll og ég mæli með honum.

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1238
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Isuzu Trooper

Re: Auka kraftur í Galloper vél ?

Postfrá StefánDal » 28.apr 2012, 17:35

Tiger wrote:Lítið hægt að gera í aukningu á kraftinum í 2.5d vél í Galloper annað en að láta smíða 3" púst frá grein og afturúr,setjja 3.5" hljóðtúpu,enga millikúta eða neitt slíkt. Bara rörið. Og svo er hægt að breyta aðeins blæstrinum á túrbínunni. Þetta léttir vinnsluna á bílnum. Sjálfskiptur Galloper er og verður alltaf máttlaus með þessari vél. Minn er 5 gíra beinskiptur og er að vinna vel. Skipti um olíu í gær og nota Rimula 6lm sem er fáránlega dýr,en virkar mjög vel. Pínuskvettu af militec til að létta ennþá meira. Er búinn að eiga minn í 3 ár og hann hefur ekki kostað mikið,nema þetta venjulega viðhald. Tímareim er gefin upp fyrir 90 þús km og farið eftir þeirri tölu. Er aðeins að berjast við jörð í rafmagni en er að komast fyrir það. Fyrir þá sem eru með kerrutengi á bílnum,látið líta á það eða skiptið um þeir sem geta það. Er búinn að skipta um tengið og það leysti helling af smávandamálum. Á bara eftir að fara yfir og vita hvort ég finni ekki skottið á þessari dellu. Er með 33" dekk sem eru á 10" breuðum álfelgum sem gerir bílnn rásfastann og góðan í akstri. Þessir bílar eru með gott tog en varaist að vera draga eitthvað þeir sem eru með sjálfskiptinguna. Eyðslan á mínum miðað við 90km hraðann ca. 12 sem er ekki slæmt af þessari bílgerð,enda er bíllinn rétt um 2 tonn á þyngd. Galloper er ágætisbíll og ég mæli með honum.


Komu þeir ekki allir með túrbínu? Þá er ekkert því til fyrirstöðu að hækka boostið og olíumagnið.

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Auka kraftur í Galloper vél ?

Postfrá Stebbi » 28.apr 2012, 17:47

Sparaðu peninginn og farðu frekar í 2.5" púst með 3" downpipe. Það er ómögulegt að beygja 3" rör almennilega yfir afturhásinguna án þess að það komi brot í beygjuna, svo er verðmunurinn margfaldur á við kraftmunin.
Skrúfa svo magnskrúfuna upp að reyk og svo er líka hægt að stilla boost punginn til að gefa meiri olíu fyrr. Og í lokin er hægt að bæta við blæðiventil á þrýstilögnina á wastegate'ið til að fá meira loft.
Það er hægt að fá þessar vélar til að vinna lygilega vel með smá fikti.......................en ef þú veist ekkert um þessa hluti þá skaltu ekki gera neitt áður en þú færð kunnáttumannn til að sýna þér þetta.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Höfundur þráðar
baartek
Innlegg: 25
Skráður: 28.nóv 2011, 15:01
Fullt nafn: Bartłomiej Rębisz

Re: Auka kraftur í Galloper vél ?

Postfrá baartek » 28.apr 2012, 21:15

Takk strákar.
Ég er með Hyundai H1 sem ég er að nota daglega og í honum er einmitt svona 2,5 td mótor. Er það ekki bara samskonar mótor og í Galloper ? Mér sýnist að eini munurinn er sá að Galloper er með millikæli en H1 ekki og þess vegna skilar Galloper vélin um 100 hö en H1 vélin um 80 hö. Ég vildi aðeins að létta vinnsluna á honum af því að tómur bíll er ekki neinn orkubolti og hvað þá ef hann er vel lestaður. Verður ekki eyðslan líka aðeins minni eða allavega þá óbreytt ef vinnslan er léttari ?
Toyota 4Runner V6 ´92 í notkun
Toyota 4Runner V6 ´90 partabíll


Tiger
Innlegg: 13
Skráður: 28.apr 2012, 15:53
Fullt nafn: Þórður Ámundason

Re: Auka kraftur í Galloper vél ?

Postfrá Tiger » 28.apr 2012, 21:50

Þeir komu allir með túrbínu. Það kostaði slatta að setja þetta 3" púst undir,en það er líka að skila sér.


Tiger
Innlegg: 13
Skráður: 28.apr 2012, 15:53
Fullt nafn: Þórður Ámundason

Re: Auka kraftur í Galloper vél ?

Postfrá Tiger » 28.apr 2012, 21:52

Stebbi wrote:Sparaðu peninginn og farðu frekar í 2.5" púst með 3" downpipe. Það er ómögulegt að beygja 3" rör almennilega yfir afturhásinguna án þess að það komi brot í beygjuna, svo er verðmunurinn margfaldur á við kraftmunin.
Skrúfa svo magnskrúfuna upp að reyk og svo er líka hægt að stilla boost punginn til að gefa meiri olíu fyrr. Og í lokin er hægt að bæta við blæðiventil á þrýstilögnina á wastegate'ið til að fá meira loft.
Það er hægt að fá þessar vélar til að vinna lygilega vel með smá fikti.......................en ef þú veist ekkert um þessa hluti þá skaltu ekki gera neitt áður en þú færð kunnáttumannn til að sýna þér þetta.

Ok...skil það...geri þetta líka í rólegheitum. En hvernig virkar þessi blæðiventill?

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Auka kraftur í Galloper vél ?

Postfrá Stebbi » 29.apr 2012, 17:24

Tiger wrote:
Stebbi wrote:Sparaðu peninginn og farðu frekar í 2.5" púst með 3" downpipe. Það er ómögulegt að beygja 3" rör almennilega yfir afturhásinguna án þess að það komi brot í beygjuna, svo er verðmunurinn margfaldur á við kraftmunin.
Skrúfa svo magnskrúfuna upp að reyk og svo er líka hægt að stilla boost punginn til að gefa meiri olíu fyrr. Og í lokin er hægt að bæta við blæðiventil á þrýstilögnina á wastegate'ið til að fá meira loft.
Það er hægt að fá þessar vélar til að vinna lygilega vel með smá fikti.......................en ef þú veist ekkert um þessa hluti þá skaltu ekki gera neitt áður en þú færð kunnáttumannn til að sýna þér þetta.

Ok...skil það...geri þetta líka í rólegheitum. En hvernig virkar þessi blæðiventill?



Hann fer á lögnina frá túrbínu á wastegate og blæðir úr sná af þrýstingnum og platar wastegate'ið til að opna seinna. Hann er stillanlegur þessi ventill.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Auka kraftur í Galloper vél ?

Postfrá Startarinn » 29.apr 2012, 17:41

Stebbi wrote:
Tiger wrote:Ok...skil það...geri þetta líka í rólegheitum. En hvernig virkar þessi blæðiventill?



Hann fer á lögnina frá túrbínu á wastegate og blæðir úr sná af þrýstingnum og platar wastegate'ið til að opna seinna. Hann er stillanlegur þessi ventill.


Hérna er t.d. svona ventill:
http://www.ebay.com/itm/NXS-MANUAL-BOOST-CONTROLLER-100-ROCK-STEADY-NO-SPIKING-/260344245934?pt=Motors_Car_Truck_Parts_Accessories&hash=item3c9db9eeae&vxp=mtr

En ég mæli með að þú fáir þér almennilegan boost mæli ef þú ætlar í svona æfingar
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

Höfundur þráðar
baartek
Innlegg: 25
Skráður: 28.nóv 2011, 15:01
Fullt nafn: Bartłomiej Rębisz

Re: Auka kraftur í Galloper vél ?

Postfrá baartek » 29.apr 2012, 18:54

En er ekki hægt að stilla wastegatið sjálft án þess að nota auka ventil ?
Toyota 4Runner V6 ´92 í notkun
Toyota 4Runner V6 ´90 partabíll

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Auka kraftur í Galloper vél ?

Postfrá Stebbi » 29.apr 2012, 21:38

baartek wrote:En er ekki hægt að stilla wastegatið sjálft án þess að nota auka ventil ?



Þú getur beygt teininn eða sett skinnur undir wastegateið sjálft, en það að nota svona ventil er mun þægilegra og nákvæmara.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: Auka kraftur í Galloper vél ?

Postfrá ivar » 29.apr 2012, 21:57

Sumir bílar (og þar af leiðandi fáanlegt) er að setja stillanlegan tein á wastegatið. Það finnst mér flottasta lausnin. Getur örugglega útbúið þetta með snitttein og róm

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Auka kraftur í Galloper vél ?

Postfrá jeepson » 30.apr 2012, 01:03

Getur líka sett nála loka inní bíl og notað hann sem boost cotroller. Veit um einn sem gerði það á patrol og ég er að pæla í að gera það sama.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur