Balllansstangir í jeppum.

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
Fjalla-Brá
Innlegg: 31
Skráður: 20.mar 2011, 12:23
Fullt nafn: Guðjón Ingi Kristjánsson
Bíltegund: PATROL

Balllansstangir í jeppum.

Postfrá Fjalla-Brá » 25.apr 2012, 14:18

Smá forvitni hérna, er rétt að sumir séu ekki með neina ballansstöng að aftan í jeppunum hjá sér.Er sjálfur með 35" breyttan Patrol og er kominn tími á að skipta um ballansstangarendana í honum en það sagði við mig maður að rífa bara draslið úr og hafa enga stöng, bíllinn yrði aðeins mýkri fyrir vikið og kæmi ekki að sök hvað annað varðar og fengi skoðun þannig. Er eitthvað til í þessu kæru jeppanördar.

kv.



User avatar

Eiður
Innlegg: 177
Skráður: 06.mar 2011, 16:07
Fullt nafn: Eiður Smári Valsson
Bíltegund: Patrol Y61

Re: Balllansstangir í jeppum.

Postfrá Eiður » 25.apr 2012, 15:40

Ég er á 38" patrol hvorki með stangir að framan né aftan og virkilega mjúkt stillta alla fjöðrunina. bíllinn er svagur fyrir vikið legst i hringtorgum og kröppum beygjum en mér hefur það fundist borga sig hingað til svona hvað off road performance varðar

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Balllansstangir í jeppum.

Postfrá jeepson » 25.apr 2012, 18:10

Það vantar báðar stangir í minn. En endarnir en tilstaðar að framan. Síðast þegar ég vissi fengi maður ekki skoðun með þá hangandi en minn fékk samt skoðun. Ég á bar eftir að kippa þeim úr. Bílinn er auðvitað svagur í hringtorgum og mjög köppum beygjum. En hann lætur vel t.d í þjóðvegar akstrinum. Mér fynst hann samt virka pínu stífur. Ég finn mest fyrir því að hann sé svagur hérna innanbæjar. En kanski er ég bara með of mikið loft í dekkjunum. Ég er með 24psi á sumrin á malbiki 16psi á möl og 20psi almennt yfir vetrartíman. Dekkin eru 38" Ground Hawg.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


Höfundur þráðar
Fjalla-Brá
Innlegg: 31
Skráður: 20.mar 2011, 12:23
Fullt nafn: Guðjón Ingi Kristjánsson
Bíltegund: PATROL

Re: Balllansstangir í jeppum.

Postfrá Fjalla-Brá » 25.apr 2012, 20:55

Fer það ekki eftri því hversu mikið bílanir eru breyttir hvort þeir verði mikið eða lítið svagir.Því hærri og meira upphækkaðir því meira svagir verða þeir stangarlausir.


steinarxe
Innlegg: 195
Skráður: 09.mar 2010, 21:16
Fullt nafn: Steinar Amble Gíslason

Re: Balllansstangir í jeppum.

Postfrá steinarxe » 25.apr 2012, 20:56

Þú lýgur því að þú nennir út í hvert skipti sem þú kemur inná malarveg þarna fyrir vestan:)

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Balllansstangir í jeppum.

Postfrá jeepson » 25.apr 2012, 21:00

steinarxe wrote:Þú lýgur því að þú nennir út í hvert skipti sem þú kemur inná malarveg þarna fyrir vestan:)


Nope. lýg því ekki :p
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

joisnaer
Innlegg: 482
Skráður: 03.feb 2010, 16:03
Fullt nafn: Jóhann Snær Arnaldsson

Re: Balllansstangir í jeppum.

Postfrá joisnaer » 25.apr 2012, 21:05

ég er ekki með balansstangir undir land rovernum hjá mér sem hefur nú verið þekktur fyrir að vera með mjúka og góða fjöðrun.
og mér finnst hann ekki neitt svagur, finn eginlega engan mun eftir að ég tók þær undan
Land Rover Defender tdi300 næstum 44" breyttur

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Balllansstangir í jeppum.

Postfrá Freyr » 26.apr 2012, 00:18

Fjalla-Brá wrote:Fer það ekki eftri því hversu mikið bílanir eru breyttir hvort þeir verði mikið eða lítið svagir.Því hærri og meira upphækkaðir því meira svagir verða þeir stangarlausir.


Vissulega hefur hæðin mikið að segja en það er margt sem spilar inn í. Hér að neðan er svar mitt við pælingum um að A-link gerði jeppa svaga, tekið af 4x4 vefnum:


A linkið er sjaldnast sökudólgurin. Málið er að menn setja gjarnan gormana innan við grind að aftan og demparana jafnvel líka, þá á fjöðrunin mikið erfiðara með að "díla við" hliðarhreyfingar heldur en ef fjöðrunarbúnaðurinn er nær hjólunum. Þetta er sérstaklega alveg ferlegt á mörgum klafabílum og framhásingarbílum sem eru með radíusarma. Menn keyra svoleiðis bíla skakka upp í einhverja hóla og dást að því hvað víxlfjöðrunin er góð meðan reyndin er sú að afturhásingin sér um 90% af skekkjunni og boddýið fylgir nær alveg hallanum á framhásingunni. Mikið nær væri að setja gormana undir grind að aftan og hafa demparana utan við grindina. Ég tel að m.v. jafna þyngd á fram og afturhásingu þá eigi að vera jafn langt frá dekki að gorm að framan og aftan, ef bíllinn er töluvert léttari t.d. að aftan þá ætti gormurinn að vera örlítið lengra frá dekkinu að aftan til að jafna hlutfallið. Einnig spilar stífni gormanna inn í á þann veg að stífara gormaparið í bílnum má sitja innar en hitt.

Þessar pælingar eiga við hérna, í svo mörgum jeppum eru afturgormarnir inann við grind og jafnvel dempararnir líka og svoleiðis uppsetning gerir bíla svaga nema það sé ballansstöng eða þeim mun stífari gormar/demparar. Til að losna við það í mínum cherokee þegar ég gormavæddi hann að aftan setti ég gormana undir "grindina" (eru m.a.s. nokkra cm utan við miðja "grindina" og dempararnir eru utan við "grindina". Það kemur mjög vel út - bíllinn er mjög stöðugur.


Dodge
Innlegg: 288
Skráður: 05.okt 2010, 15:05
Fullt nafn: Stefán Örn Steinþórsson
Bíltegund: Jeep Wrangler
Staðsetning: Akureyri

Re: Balllansstangir í jeppum.

Postfrá Dodge » 26.apr 2012, 12:33

Það eru engar ballance stangir í Wranglernum hjá mér og hann er ekki til svagur. Endar eru allir gormarnir það utarlega að þeir nánast nuddast í dekkin.

Ég hef hinsvegar prufað grand cherokee sem var búið að taka stangirnar úr og ég bara óttaðist verulega um líf mitt á 40kmh ef ég snerti stýrið.

Þetta er mjög misjafnt eftir bílum og breytingum, prufaðu bara að aftengja endana og sjá hvernig hann lætur.

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Balllansstangir í jeppum.

Postfrá Sævar Örn » 26.apr 2012, 12:36

Þið verðið líka að gera ykkur grein fyrir að ballansstangir eru 90% þægindi og 10% notagildi, Bíll er alveg jafn valtur sama hvort í honum er ballans stöng eða ekki.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Höfundur þráðar
Fjalla-Brá
Innlegg: 31
Skráður: 20.mar 2011, 12:23
Fullt nafn: Guðjón Ingi Kristjánsson
Bíltegund: PATROL

Re: Balllansstangir í jeppum.

Postfrá Fjalla-Brá » 26.apr 2012, 16:56

já ætla að prófa að aftengja endana og finna hvort maður verði mikið var við það.


Dodge
Innlegg: 288
Skráður: 05.okt 2010, 15:05
Fullt nafn: Stefán Örn Steinþórsson
Bíltegund: Jeep Wrangler
Staðsetning: Akureyri

Re: Balllansstangir í jeppum.

Postfrá Dodge » 27.apr 2012, 12:33

Sævar Örn wrote:Þið verðið líka að gera ykkur grein fyrir að ballansstangir eru 90% þægindi og 10% notagildi, Bíll er alveg jafn valtur sama hvort í honum er ballans stöng eða ekki.


Wrong.

Ef bíllinn hallar sér meira í hliðarhalla vegna ballance stangar leysis þá veltur hann að sjálfsögðu í minni halla vegna þess að þyngdarpunkturinn er kominn utar (neðar í brekkuna)

User avatar

nobrks
Innlegg: 327
Skráður: 31.jan 2010, 21:12
Fullt nafn: Kristján Arnór Gretarsson

Re: Balllansstangir í jeppum.

Postfrá nobrks » 27.apr 2012, 18:07

Ballance stangir jafna þyngdardreifingu milli hjóla, það finnst minna fyrir því að þær séu fjarlægðar ef bíllinn hefur stýfa fjöðrun.
Jeppi með mjúka fjöðrun getur orðið hættulegur ef þær eru fjarlægðar, t.d. ef góð niðursveifla kemur í í öðru hjólfarinu á þjóðvegi, þá kemur mun meiri sveifla á bílinn ef hann er án ballance-stanga.

Sem sagt góð uppskrift að ömurlegu farartæki er mikið hækkaður mjór bíll með mjúka og lítið dempaða fjöðrun, stór dekk og engar ballancestangir.


Höfundur þráðar
Fjalla-Brá
Innlegg: 31
Skráður: 20.mar 2011, 12:23
Fullt nafn: Guðjón Ingi Kristjánsson
Bíltegund: PATROL

Re: Balllansstangir í jeppum.

Postfrá Fjalla-Brá » 09.maí 2012, 10:59

Jæja þá er ég búinn að taka ballansstöngina undan að aftan og er ekki fjarri því að hann sé aðeins mýkri en ég finn engan mun á honum í hringtorgum og beygjum, ekkert svagur. Svo er ég laus við skröltið í endunum því kúlunar voru svo ónýtar að þær duttu úr þegar ég tók aðeins á þeim.
Næsta mál er að skipta um bremsudiska að framan því annar diskurinn er aflagaður,( lét samt renna hann í fyrra en það dugði ekki alveg) hélt að þeir væru dýrari en kosta um 10.000 kr stk og því ætla ég bara að skipta um þá báða og klossana.


Dodge
Innlegg: 288
Skráður: 05.okt 2010, 15:05
Fullt nafn: Stefán Örn Steinþórsson
Bíltegund: Jeep Wrangler
Staðsetning: Akureyri

Re: Balllansstangir í jeppum.

Postfrá Dodge » 09.maí 2012, 15:15

Snilld, málið dautt.

Þetta er eins misjafnt og bílarnir eru margir hvað stangirnar eru mikilvægar.

User avatar

íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Balllansstangir í jeppum.

Postfrá íbbi » 10.maí 2012, 00:35

hafa menn prufað þetta í minna breyttum bílum með uppskrúfaða klafafjöðrun?

er með 33" breyttan bíl sem er töluvert skrúfaður að framan engu siður og fjöðrun orðin mjög stutt,
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 17 gestir