Síða 1 af 1
Nissan D-21 læsir sér
Posted: 25.apr 2012, 04:16
frá Lonogdon
Sælir , er með Nissan Double Cab D-21 97 árgerð.
Það sem er að hrjá hann er að þegar ég hef hann í fjórhjóladrifinu og beygi 50% hvort sem það er til hægri eða vinstri þá er eins og hann læsi dekkjunum og fer mjög truntulega áfram og gefur frá sér ískur. Þegar ég beygi 75-80% í afturhjóladrifinu að þá gerist það sama.. og já þetta er á framöxlinum. Einhver sagði mér að þetta gætu verið hjöruliðirnir , hafa menn lent í einhverju svipuðu eða vita kannski hvað er að hrjá hann?
Bestu kveðjur ,
Re: Nissan D-21 læsir sér
Posted: 25.apr 2012, 04:17
frá Lonogdon
Hann er breyttur fyrir 35" og er á 35" dekkum , þegar hann var á 33" dekkjum gerðist slíkt hið sama svo ég efa að dekkin séu eitthvað að strjúkast utan í..
Re: Nissan D-21 læsir sér
Posted: 25.apr 2012, 09:39
frá Brjótur
Sæll ertu að prufa þetta á malbiki? ef svo er þá er þetta eðlilegt því það verður svo mikil þvingun þegar þú beygir, svo er spurning hvort hann sleppi 4x4 þegar þú tekur hann úr því? varðandi hvort dekkin rekast utaní þá skoðar þú það bara, ég hef ekki heyrt sexkúluliði ískra, en það koma nett högg í þá þegar þeir eru í beygju, en hef hinsvegar heyrt venjulega krossa ískra þegar þeir byrja að slitna, vona að þetta komi að einhverjum notum.
kveðja Helgi
Re: Nissan D-21 læsir sér
Posted: 25.apr 2012, 16:31
frá Hfsd037
Sæll, er lofþrýstingurinn sá sami á öllum dekkjum?
ef hann er ekki sá sami þá verður hann mjög þvingaður í beygjum, hvernig er hann í og úr fjórhjóladrifinu?
fer hann úr fjórhjóladrifinu þegar hann er stopp, eða þarftu að keyra hann til þess að ná fjórhjóladrifinu úr?
ef ekki þá er þvingun á millikassanum sem bendir til þess að það sé ójafnt loft í dekkjunum.
Þetta með ískrið, er það stöðugt eða kemur það stutt?
hefurðu prufað að taka lokurnar af og sjá hvað gerist þá?
ef ískrið er ekki til staðar þegar lokurnar eru ekki á þá er alveg vit í því að kíkja á hjöruliðina.
Annars er mjög eðlilegt að pallbílar séu þvingaðir í fjórhjóladrifinu.
þetta með að hann skriki til í afturhjóladrifinu bendir til þess að hann sé vitlaust hjólastilltur að framan, of innskeifur eða útskeifur, kannski slitin upphengja, sektorsarmur, stýrisendar eða millibilsstöng.
eða möguleiki á slitnu mismunadrifi að aftan.
Vonandi kemur þetta að gagni :)