Síða 1 af 1

Rafmagn í patrol

Posted: 21.apr 2012, 15:37
frá MGD
Daginn.

Var að spá í hvort einhver patrol snilli vissi hvað er að þegar samlæsingin hættir að virka og svo nokkrum dögum seinna get ég ekki hreyft rúðurnar. þetta er 94 módel, mig grunar nú sambandsleysi en ef einhver hefur lent í svipuðu þá væri fínt að fá svona einhverja hugmynd hvar er best að byrja.

kv Atli

Re: Rafmagn í patrol

Posted: 21.apr 2012, 16:57
frá jeepson
Byrja á því að athuga öll tengi.

Re: Rafmagn í patrol

Posted: 21.apr 2012, 20:02
frá AgnarBen
Ég geri ráð fyrir að þú sért búinn að ath öryggi. Byrjaðu á rofaborðinu í bílstjórahurðinni en rofarnir í hinum hurðunum liggja allir í gegnum það. Gætir td fengið lánað rofaborð úr öðrum bíl og ath hvort það virkar .....

Re: Rafmagn í patrol

Posted: 21.apr 2012, 21:52
frá Gísli Þór
Ath tengipulsuna sem liggur inn í bílstjórahurðina milli lama hurðarinnar þar gæti verið farið eitthvað í sundur, Það sem bendir á það er að inní bílstjórahurðinni er stýribox fyrir rúðurnar. Vírarnir í þessari pulsu hafa opnast/lokast með hurðinni frá því að bíllinn var framleiddur svo þar er möguleiki á rofi. EN maður byrjar jú alltaf á öryggjunum en þau eru staðsett hm í bílnum framan við A póstinn. Nú ef tengipulsan er í lagi þá eru tengin í hana rétt innan við A póstinn og hægt að nálgast það með því að taka hlífina frá sparkplötunni við kúplingsfótinn þar er tengið fyrir bílstjórahurðina þar gæti verið komið sambandsleysi.
kv Gísli Þór

Re: Rafmagn í patrol

Posted: 22.apr 2012, 12:50
frá cameldýr
Ég lenti í þessu í vetur með 90 módelið, ætli 94 módelið sé ekki nokkuð eins?

Fram í húddi fyrir aftan geyminn eru tvö brún víröryggi, annað þeirra er fyrir rúður og samlæsingu, mig minnir að þráðurinn að því tengist beint í geymaskóinn og frá því greinist hann að relíunum við hliðina á geyminum og í svert búnt sem fer inn við hægra brettið og skilar sér svo rétt hjá miðstöðinni bakvið hanskahólfið sem tveir þræðir (hvítur/blá rönd)

Bakvið hanskahólfið er (door lock timer) relí og tímagjafi fyrir samlæsinguna ferhyrnt og tveir (circuit breaker) álagsvarar fyrir samlæsingu og hinn fyrir rúðu upphalara.

Blá/hvíti vírinn tengist inn á þessa álagsvara, eða hvað sem á að kalla þetta.

Hjá mér hafði þessi þráður einangraðst einverstaðar á leiðinni, fann ekki út úr þessu fyrr en ég notaði aðalljósaperu sem prufulampa með báða geislana samtengda til að fá álag. Endaði svo á að leggja auka vír þarna á milli lét þann gamla halda sér ef það skyldi vera meira á honum.

Re: Rafmagn í patrol

Posted: 22.apr 2012, 22:16
frá MGD
cameldýr wrote:Ég lenti í þessu í vetur með 90 módelið, ætli 94 módelið sé ekki nokkuð eins?

Fram í húddi fyrir aftan geyminn eru tvö brún víröryggi, annað þeirra er fyrir rúður og samlæsingu, mig minnir að þráðurinn að því tengist beint í geymaskóinn og frá því greinist hann að relíunum við hliðina á geyminum og í svert búnt sem fer inn við hægra brettið og skilar sér svo rétt hjá miðstöðinni bakvið hanskahólfið sem tveir þræðir (hvítur/blá rönd)

Bakvið hanskahólfið er (door lock timer) relí og tímagjafi fyrir samlæsinguna ferhyrnt og tveir (circuit breaker) álagsvarar fyrir samlæsingu og hinn fyrir rúðu upphalara.

Blá/hvíti vírinn tengist inn á þessa álagsvara, eða hvað sem á að kalla þetta.

Hjá mér hafði þessi þráður einangraðst einverstaðar á leiðinni, fann ekki út úr þessu fyrr en ég notaði aðalljósaperu sem prufulampa með báða geislana samtengda til að fá álag. Endaði svo á að leggja auka vír þarna á milli lét þann gamla halda sér ef það skyldi vera meira á honum.


Þetta var málið, lagði auka vír og þá virkaði þetta.
þakka öllum fyrir góðar ábendingar.

Svakaleg snild er þetta að geta leitað hingað í viskubrunna.

Kv Atli