Sælir strákar / stelpur.
Þannig er mál með vexti að parkljósin loga bara stanslaust í bílnum hjá mér, sama þótt ég drepi á bílnum eða fikta í ljósatakkanum fram og til baka.
Hefur einhver lent í þessu, eða vitið þið hvað getur verið að ?
kv. einn pirraður á því að vera rafmagnslaus.
Parkljós loga stanslaust á 4Runner 91 ???
Re: Parkljós loga stanslaust á 4Runner 91 ???
benelli86 wrote:Sælir strákar / stelpur.
Þannig er mál með vexti að parkljósin loga bara stanslaust í bílnum hjá mér, sama þótt ég drepi á bílnum eða fikta í ljósatakkanum fram og til baka.
Hefur einhver lent í þessu, eða vitið þið hvað getur verið að ?
kv. einn pirraður á því að vera rafmagnslaus.
Eflaust bilun í dagljósabúnaðnum sem settur var í þessa bíla hér heima.
Er undir stýristúpuni.
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"
Arctic cat M8000 162"
-
- Innlegg: 301
- Skráður: 22.apr 2010, 18:38
- Fullt nafn: Hjörvar Orri Arason
- Bíltegund: 4runner 3.0 diesel
Re: Parkljós loga stanslaust á 4Runner 91 ???
Loga ljósin í mælaborðinu líka?
Re: Parkljós loga stanslaust á 4Runner 91 ???
relayið fyrir afturljósin stendur örugglega á sér. það er hringlaga járnpungur einhverstaðar undir hjá öryggjunum inni í bílnum. prófaðu að kippa honum úr.
Re: Parkljós loga stanslaust á 4Runner 91 ???
Er með þetta sama vandamál í Patrol 1997 árgerð.
Til að byrja með var þetta þannig að parkljósin slokknuðu eðlilega eftir að drepið var á bílnum og síðan gerðist það að parkljósin kvikknuðu án þess að bíllinn var í gangi og lyklar ekki í. Nú loga þau alltaf nema geymasambönd séu tekin af.
Kv - Gísli
Til að byrja með var þetta þannig að parkljósin slokknuðu eðlilega eftir að drepið var á bílnum og síðan gerðist það að parkljósin kvikknuðu án þess að bíllinn var í gangi og lyklar ekki í. Nú loga þau alltaf nema geymasambönd séu tekin af.
Kv - Gísli
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 27
- Skráður: 13.apr 2011, 17:54
- Fullt nafn: Ragnar Örn Ragnarsson
- Bíltegund: Toyota 4Runner
Re: Parkljós loga stanslaust á 4Runner 91 ???
jonogm wrote:relayið fyrir afturljósin stendur örugglega á sér. það er hringlaga járnpungur einhverstaðar undir hjá öryggjunum inni í bílnum. prófaðu að kippa honum úr.
Tók punginn úr sambandi og setti hann aftur í samband, og þetta virkar eðlilega núna. takk takk.
-
- Innlegg: 301
- Skráður: 22.apr 2010, 18:38
- Fullt nafn: Hjörvar Orri Arason
- Bíltegund: 4runner 3.0 diesel
Re: Parkljós loga stanslaust á 4Runner 91 ???
Ég lenti í þessu á hilux sem ég átti, stöðuljósin og ljósin í mælaborðinu annaðhvort sloknuðu ekki. Ég fann realay sem er búið að lýsa lítill járnpungur rétt fyrir ofan lokið hjá öryggjunum. Svo keypti ég mér 4runner og núna um dagin og fór þetta realay, en það fór að kvikna á ljósunum allt í einu, þó að bíllinn hafi ekki verið notaður í 3 daga.
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur