demparar fyrir loftpúða

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
hjaltipatrol
Innlegg: 43
Skráður: 20.sep 2010, 20:22
Fullt nafn: Hjalti Halldórsson

demparar fyrir loftpúða

Postfrá hjaltipatrol » 13.apr 2012, 16:39

hvaða dempara eru menn að nota fyrir loftpúða. er með patrol á 1200kg púðum og er að velta fyrir mér hvaða dempara er best að nota og eru nóu stífir. eru menn að hafa balansstöngina í eða að smíða nýja sem er stífari. finnst bíllinn of svagur.



User avatar

Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 884
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Chevrolet Bronco

Re: demparar fyrir loftpúða

Postfrá Polarbear » 13.apr 2012, 20:07

ég var nú með léttari bíl, en með 1200 kg púða líka. var með stillanlega kony og hafði þá frekar mjúka. ég var með balancestöng að framan en enga stöng að aftan þar sem púðarnir voru og bíllinn minn vaggaði sama og ekkert.

eitt með það að hann sé svagur, ertu nokkuð með opið á milli púðana? s.s. einn áfyllingarventil og T-stykki?


ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: demparar fyrir loftpúða

Postfrá ivar » 13.apr 2012, 20:31

ég er með koni 88-1338 held ég að þeir heiti að aftan hjá mér með loftpúðum. Er með F350 en ég er líka með þá í stífustu stillingu.
Getur fengið líka 1339 og þá eru þeir enn lengri. Veit ekki hvað þú ert með langt svið en mínir eru 35cm og hinir eru 40cm.


Höfundur þráðar
hjaltipatrol
Innlegg: 43
Skráður: 20.sep 2010, 20:22
Fullt nafn: Hjalti Halldórsson

Re: demparar fyrir loftpúða

Postfrá hjaltipatrol » 13.apr 2012, 20:44

takk fyrir þessar upplisýngar
ég er ekki með T-stykki, og er ekki með balansstöng í bíllnum. var að vonast til að geta leist þetta með því að skipta út dempurunum


ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: demparar fyrir loftpúða

Postfrá ivar » 13.apr 2012, 22:59

Það leysir sjálfsagt ekki hvað hann er svagur með dempurum þó það hægi vissulega á ferlinu. Finnur örugglega minna fyrir því samt og þá er spurning hvort það geti ekki kallast lausn.
Ertu með 4 link að framan?

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: demparar fyrir loftpúða

Postfrá HaffiTopp » 13.apr 2012, 23:57

Færa gorma/púðasætið ofar og hafa meira loft í púðunum sem því nemur svo hann haldi sömu aksturshæð.
Kv. Haffi


jongunnar
Innlegg: 220
Skráður: 14.jún 2011, 21:03
Fullt nafn: Jón Gunnar Mýrdal

Re: demparar fyrir loftpúða

Postfrá jongunnar » 14.apr 2012, 09:17

Mér var sagt að ef bíllinn er á loftpúðum þá þarf að vera balansstöng í honum svo að hann verði ekki of svagur.
Ef það er ekki olía undir enskum bílum þá er ekki olía á þeim


Höfundur þráðar
hjaltipatrol
Innlegg: 43
Skráður: 20.sep 2010, 20:22
Fullt nafn: Hjalti Halldórsson

Re: demparar fyrir loftpúða

Postfrá hjaltipatrol » 14.apr 2012, 10:21

er með orginal gorma sístemið að framan, ekki 4-link. ætla að prufa að setja ballanstöngina í hann að aftan, og sjá hvort hann verði ekki betri og skipta út dempurunum, og vonandi hættir hann þessu nóu mikið


ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: demparar fyrir loftpúða

Postfrá ivar » 14.apr 2012, 12:47

jongunnar wrote:Mér var sagt að ef bíllinn er á loftpúðum þá þarf að vera balansstöng í honum svo að hann verði ekki of svagur.


Það þarf að passa að alhæfa ekki og þetta er mjög mismunandi. T.d. í pickanum hjá mér er mjög langt á milli hvernig 3-link stífurnar eru festar í hásingu. Þetta veldur mikilli tregðu við að víxla og því víxlar hann treglega að framan. Bílinn er á púðum að aftan og er ekkert svagur þrátt fyrir að vera balance stangar laus.

Ef patrolinn hjá þér er á gormum að framan og er samt svagur, þá eins og þú leggur til er líka hægt að fara út í stöng að aftan.
Einnig hefur komið hér ágæt tillaga um að hafa meira í púðunum með því að færa sætið. Þetta er að mínu mati ágætis ráð en maður þarf að passa að tapa ekki sundurslagi of mikið.
Sömuleiðis ef þú ert að fara út í það að færa til fjöðrunarbúnaðinn þá myndi ég hafa hann eins utarlega og hægt er til að vinna á móti þessu.

Ívar


Höfundur þráðar
hjaltipatrol
Innlegg: 43
Skráður: 20.sep 2010, 20:22
Fullt nafn: Hjalti Halldórsson

Re: demparar fyrir loftpúða

Postfrá hjaltipatrol » 14.apr 2012, 13:24

ég er búin að færa aftur hásinguna aftur um ca 10cm, og er búin að festa allt mjög vel og svóða allar styrkingar þannig að ég vill helst ekki hreyfa mikið meira við því, er kominn á það að fá mér nýja dempara og setja balansstöng í hann og sjá hvernig hann verður.
ég held að ef að ég fari að bæta meira í púðana þá missi ég of mikið úr sundurslátinum þannig að ég reini bara að redda þessu með því að skipta út þessum depurum og svo bæta við balanstöng ef það dugar ekki að skipta þessum dempurum út. á reindar eftir að færa framhásinguna fram úm eithvað smá ef ég nenni, þegar 44" fer undir er bara búninn að vera með hann á 38". ætla líka að reina að hafa henn eins láan og ég get, þannig að ég er að reina að forðast að hafa hann mjög háan


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur