Síða 1 af 2

Re: Patrol með jeppaveiki.

Posted: 12.apr 2012, 17:46
frá jeepson
Varstu búinn að setja skinnuna á aftur?? Svo er spurning um að kanski láta hjóla stillingu.

Re: Patrol með jeppaveiki.

Posted: 12.apr 2012, 17:55
frá Hagalín
Ég myndi skjóta með 90% vissu á þverstífufóðringu að framan.

Re: Patrol með jeppaveiki.

Posted: 12.apr 2012, 18:50
frá Halldór Hauksson
Þetta stafar af sliti í stýrissnekkjunni.

Re: Patrol með jeppaveiki.

Posted: 12.apr 2012, 19:07
frá Polarbear
stýrisdempari? reyndar hljómar þetta eins og vitlaus spindilhalli líka.

Re: Patrol með jeppaveiki.

Posted: 12.apr 2012, 19:33
frá Forsetinn
Þarftu ekki bara að herða hjólaleguna aftur? :-)

Re: Patrol með jeppaveiki.

Posted: 12.apr 2012, 20:04
frá sukkaturbo
Sæll Svopni ég og jeppaveiki eru mikilir óvinir. Ég er búinn að slást við þetta í nokkrum af þeim 300 jeppum sem ég hef átt. Núna síðast í Patrol 93 sem ég er að laga til. Er með sömu einkenni og þú. Búinn að skipta um stýrismaskínu og er það fljótlegt og einfalt en skipti engu máli.Það sem er fyrst að athuga eru spindlar og los á hjólalegum og oftast er það fóðringarnar í hliðarstífunni. Þær fást hjá Fjallabílum og eru úr Úritan efni og kosta 7500. krónur.Þetta hefur verið algengasta orsökin í mínum jeppum í gegnum tíðina og var Ofurfoxinn svo slæmur að ég fleigði mér út úr honum á ferð því ég hélt að hann ætlaði að fremja sjálfsmorð og fara í sjóinn. Maður finnur minna eða ekkert fyrir þessu í hálku eða á blautu yfirborði og er það vegna minkaðs viðnáms. En fyrst og fremst hliðarstífu fóðring og góð jafnvægis stilling á dekkum kveðja guðni

Re: Patrol með jeppaveiki.

Posted: 12.apr 2012, 20:21
frá Eiður
eru dekkin ekki stór hluti af þessu þau eru jú oft kölluð gleðigummí af ástæðu

Re: Patrol með jeppaveiki.

Posted: 12.apr 2012, 21:05
frá Brjótur
Sælir ég held nú að ég hafi tjáð mig um þetta áður, og það sem ég hef að segja um þetta er óbreytt :) og það virðist líka virka, það þarf að fjarlægja eins mikið af gúmmíi og hægt er úr stífum að framan í Patrol, hliðarstífugúmmí úr Lc 80 með stærra gatinu í þverstífuna að framan, rosa lítið gúmmí í þessari fóðringu,
Og eins og forsetinn segir þá þarf undantekningalaust að herða aftur á þessum bannsettum legum.
Og varðandi stýrisdemparann þá er hann æði oft að stríða mönnum það sést nefnilega ekki utan á honum hvort hann er í lagi, og menn eru ekkert alltof viljugir að kippa honum úr til að skoða hann ;)
Og svo varðandi þessar úretanfóðringar,,DRASL sem endist ekkert.
Og það er eðlilegt að þetta hverfi í hálku og á blautu þá verður svo miklu minni þvingun í draslinu og þetta skautar bara með, gangi þér svo vel.

kveðja Helgi

Re: Patrol með jeppaveiki.

Posted: 12.apr 2012, 21:18
frá smaris
Sælir.

Er bíllinn ekki bara of laus á spindlum. Veit um fleiri en eitt dæmi þar sem þetta hefur horfið með því að herða að spindillegum. Í þeim tilfellum voru menn búnir að reyna flest annað án árangurs.

Kv. Smári.

Re: Patrol með jeppaveiki.

Posted: 12.apr 2012, 22:17
frá Brjótur
Smaris, hann tók það fram hér ofar að búið sé að skoða það.

Re: Patrol með jeppaveiki.

Posted: 12.apr 2012, 22:44
frá smaris
Sá það. Gæti samt verið of laus þó búið sé að taka skinnurnar undan. Það er ekki nóg að þetta sé slaglaust heldur á að vera ákveðið þungt að beygja. Það er yfirleitt gefið upp í viðgerðarhandbókum hversu þungt á að vera að snúa þessu.

Re: Patrol með jeppaveiki.

Posted: 12.apr 2012, 23:37
frá frikki
Sælir

Eg var að slást við þetta hjá mér .
Eg skipti um stýrisendana,setti fóðringar úr lc 80 toy og 2 nyja stýrisdempara og herti upp á legum.

Bíllinn er eins og jaris .........

kv
Frikki

Re: Patrol með jeppaveiki.

Posted: 13.apr 2012, 00:04
frá SigmarP
Gott kvöld félagar.
Skemmtileg lesning og gaman að sjá ýmsar hugmyndir með þetta.
Nú hef ég barist við svona jeppaveiki í mínum patrol lengi. Og að lokum skoðaði ég hersluna á spindil legunum og þá varð trukkurinn loksins góður.
Mbk sigmar

Re: Patrol með jeppaveiki.

Posted: 13.apr 2012, 01:06
frá olei
Jeppaveikin svokallaða er eigintíðnisveifla í stýrisgangi.
Það sem hrindir þessu af stað er misþyngd í dekkjum/felgum. Á vissum hraða passar titringurinn við einskonar eigintíðni í stýrisgangnum og allt fer á swing. Í stuttu máli þá er þetta frumorsökin.

Það sem hinsvegar gerir þetta mögulegt er slit eða "sveigja" í öllum stýrisgangnum. Frá hjóli talið: hjóllegur, spindlar, stýrisendar, stýrismaskína, sveigja í grind og festingum, þverstífugúmí, þverstífan sjálf (eða blaðfjaðrirnar og gúmíin í þeim). Samanlagt myndar allt þetta drasl einskonar fjöður/gorm í sveiflukerfinu.

Almennt séð er þrennt sem hægt er að gera til að sporna gegn þessu.
1) Jafnvægistilling á hjólum
2) Minnka allt slit og sveigju í stýrisgangi-festingum-þverstífu.
3) Dempun.

44" DC eru alræmd fyrir að valda jeppaveiki. Líklega er skýringin fólgin í því að þau eru ekki sérlega vel smíðuð en síðan bætist við að þau eru ein léttustu dekkin í þessum stærðarflokki.

Patrol er síðan mjög útsettur fyrir þessu líka og böndin þar beinast einna helst að gúmíum í þverstífunni. Við það vil ég bæta að hlykkurinn í þverstífunni veikir hana feiknarlega og fyrir vikið gefur stífan sjálf álíka mikið eftir og gúmíin í endunum á henni. Stýrisdemparinn er síðan festur milli togstangar og þverstífu sem virkar ekki mjög traustvekjandi.

Ég hef óljósa tilfinningu fyrir því að jeppaveiki sé líklegri með auknum spindilhalla en þori ekki að fullyrða um það. Túttubílar eru síðan að mestu ókeyrandi með lítinn spindilhalla svo að það er ekki fýsileg lausn hvort sem er.

Öflugasti stýrisdempari sem ég veit um er einfaldlega stýristjakkur sem er með þröng göt inn á sig. Svoleiðis tjakkar geta slegið jeppaveikina að mestu niður í verstu skjálftasjúklingum. Á móti kemur að ef götin eru mjög þröng er ekki hægt að ratta mjög hratt, sem getur komið sér illa í hálku.

Re: Patrol með jeppaveiki.

Posted: 13.apr 2012, 08:49
frá villi58
Þegar þú notar pundara til að athuga þyngd við að snúa þá mega engar stengur vera tengdar

Re: Patrol með jeppaveiki.

Posted: 13.apr 2012, 11:50
frá Brjótur
Sigurbjörn ég er einmitt með nælon niðri og LC 80 uppi í þverstífunni, spindillegurnar eru bara botnhertar það er ekkert þar á milli þess vegna eru þessar þynnur á milli og þær fjarlægir maður þegar þetta fer að slitna eða bara alltaf ég geri það alltént, og ég nota Koni stýrisdempara úr Patrol 97 og eldri vegna þess að hann er alltaf í fullu átaki út og mjög stífur inn, ekki dauður á miðju og stífur til beggja átta kemur vel út.

kveðja Helgi

Re: Patrol með jeppaveiki.

Posted: 13.apr 2012, 14:41
frá steinarxe
Lenti í þessu með bílinn minn ,mjög svipað en þá hafði ég sett drifskaftið að framan vitlaust saman.Snarhætti þegar ég lagaði það.Eflaust ekki svoleiðis hjá þér en ekki verra að minnast á það.

Re: Patrol með jeppaveiki.

Posted: 13.apr 2012, 14:54
frá Brjótur
Koni færðu í dýranaust lesist N1 og nei hann er með pinna báðum megin, en það er nú ekki hindrun, og nei fóðringin passar ekki beint, verður að láta renna hólk sem passar utanum hana og passar ínn í stöngina og svo lætur þú þennan sama rennismið renna fyrir þig fóðringuna og mundu að hafa járnholkinn inni í næloninu fyrir boltann.

kveðja Helgi

Re: Patrol með jeppaveiki.

Posted: 13.apr 2012, 16:21
frá steinarxe
Veit ekki hvort þessi regla breytist eitthvað við tvöfaldann en krossarnir framm/aftur eða gírkassi/ hásing verða að snúa nákvæmlega eins. Það munar einu hakki til eða frá þegar maður rennir skaftinu saman. Eina að gera er að miða eftir endilöngu skaftinu þegar maður rennir þeim saman,maður á að sjá það,ef ekki er skaftið ekki í jafnvægi og það getur sýnt sig í svona skjálfta,sérstaklega hjá mér þegar ég hægði niður að bíllinn byrjaði að gera þetta og þá erum við að tala um þumalputtabrjótandi meters tilfæringar í hvora átt. En þetta fer aldrei vel með legur í millikassa og frammdrifi hvort sem maður finnur sérstaklega fyrir því eða ekki.

Re: Patrol með jeppaveiki.

Posted: 13.apr 2012, 16:33
frá Stjáni Blái
Nylon fóðring í þverstífu á breyttum jeppum ættu einungis að vera til bráðabirgða, t.d. Til þess að útiloka jeppaveiki útfrá slitnum þverstífufóðringum, ég fór í gegnum samskonar vandamál fyrir ári síðan og var það nóg fyrir mig að setja polyurethan fóðringar í stífuna (fékk þær í fjallabílum) og mýktist jeppinn mikið við þá aðgerð samamborið við nylon fóðringar, sem ég prófaði líka. Ef þú velur þá leið að notast við nylon fóðringu í annan endan mæli ég með því að þú borar og snittar í stífuna fyrir smurkopp, gerir mikið varðandi endinguna á fóðringuni.. Einnig eru tvær leiðir sem mér dettur í hug varðandi þetta mál í Patrol. Að mínu mati væri sterkur leikur að breyta neðri þverstífu festinguni þannig að þar sé vasi í stað boltans sem er orginal, og í kjölfarið væri gott að smíða beina skástífu úr góðu röri, og spara sér ofan á allt nokkur kg. Það væri ekki vitlaust að setja í hann stýristjakk sé hann ekki til staðar nú þegar.
Svona fyrir forvitnissakir, hvað ertu á breiðum felgum og hvað eru þær með mikið backspace ?

Gangi þér vel..
Kv.

Re: Patrol með jeppaveiki.

Posted: 13.apr 2012, 17:00
frá LFS
hvað kemur drifskaptið þessu við ? spyr sa sem ekki veit og hvað er notast við mikinn spindilhalla á patrolnum ?

Re: Patrol með jeppaveiki.

Posted: 13.apr 2012, 17:28
frá steinarxe
edit,sá að bíllinn minn er faktískt með tvöföldum að framan þannig að það skiftir engu máli hvort er. Gakktu bara úr skugga með það fyrst þú ert að fara þarna undir,kostar ekki neitt.

Re: Patrol með jeppaveiki.

Posted: 13.apr 2012, 18:29
frá Árni Braga
sælir allir og takk fyrir þennan fróðleik.
ég er sjálfur á patrol 99 árgerð á 46"
ég hef einungis notast við orginal fóðringar og þess háttar
og hann er eins og hugur manns.
það er ekki til jeppa veiki í honum..

Re: Patrol með jeppaveiki.

Posted: 13.apr 2012, 23:10
frá Brjótur
Árni það er nú vegna gæðamunar á DC og MT svo einfalt er það

Re: Patrol með jeppaveiki.

Posted: 14.apr 2012, 07:42
frá Árni Braga
það er rétt Helgi
ég held að þessi DC dekk séu bara að búa til vandræði.

Re: Patrol með jeppaveiki.

Posted: 14.apr 2012, 13:56
frá olei
Ég hef stundum velt því fyrir mér hver er þáttur vökastýrisins í jeppaveikinni. Í þágu vísindanna væri fróðlegt að prófa að taka reimina af vökvastýrisdælunni á svona skjálftabíl og taka síðan góðan prufutúr og sjá hvort að það breytir einhverju. Ég hef aldrei komið þessu í verk og hef engan skjálftabíl til að prófa í bili.

Hefur einhver prófað þetta? Eða - kannast einhver við jeppaveiki í bíl sem er ekki með vökvastýri?

Ef Sveinbjörn hefur ekki ráðið niðurlögum skepnunnar í Patrolnum þá fengi hann prik í þágu vísndanna frá mér ef hann nennti að prófa þetta. :)

Re: Patrol með jeppaveiki.

Posted: 14.apr 2012, 15:37
frá Stebbi
svopni wrote:Hver er Sveinbjörn? :) En já ég held að DC dekkin séu ekki að hjálpa til við þetta. Kannski er eina vitið að fara bara í 46"? Best að ræða við konuna aðeins :)


80Km/h er sá hraði sem flestir bílar fara að sína listir sínar þegar að balancering á dekkjum er til vandræða eða ekki til staðar, 110Km/h kemur svo næst. Þetta á jafnt við um fólksbíla og jeppa.
Þessi tuskudekk sem þú ert að nota eru 99% valdur af þessari jeppaveiki, sliti í stýrisgangi veldur bara meðvirkni en er ekki vandamálið. Hefurðu prufað að svissa einu afturdekki á móti framdekki til að sjá hvort að þetta minkar eitthvað?

Re: Patrol með jeppaveiki.

Posted: 14.apr 2012, 18:16
frá olei
svopni wrote:Hver er Sveinbjörn? :) En já ég held að DC dekkin séu ekki að hjálpa til við þetta. Kannski er eina vitið að fara bara í 46"? Best að ræða við konuna aðeins :)

Úps, fyrirgefðu, auðvitað meinti ég Sigurbjörn.

Re: Patrol með jeppaveiki.

Posted: 14.apr 2012, 18:32
frá olei
Annars breytti ég margt löngu Econoline 150 fyrir 44 (DC) dekk. Sá var á blaðfjöðrum að framan og það var allt nýtt í hásingu og stýrisgangi, nema maskínan. Fjaðrirnar voru nýjar Benz og nýjar fóðringar í þeim. En n.b enginn stýrisdempari við fyrsta reynsluakstur. Þessi bíll fékk skjálftakast kringum 60 og hætti ekki að djöflast fyrr en hann var nærri stoppaður. Ef maður stóð hann flatan upp í 90 þá gat maður sloppið við að hann tæki kast, en ef slegið var af þá byrjuðu lætin við 70 eða eitthvað þar um bil.

Fyrsta sem manni datt í hug var að setja í hann stýrisdempara af sverustu gerð til að reyna að redda þessu skjálftamáli, en þar sem hvort eð er átti að setja í hann stýristjakk þá dreif ég í því fyrst. Tjakkurinn reddaði þessu máli algerlega, eftir að hann fór í fann maður ekkert fyrir þessu lengur og því engin ástæða til að pæla í stýrisdempara til viðbótar. Mig minnir að götin inn á tjakkinn hafi verið boruð með 2.5mm bor.

Re: Patrol með jeppaveiki.

Posted: 14.apr 2012, 18:36
frá Kiddi
Hvernig stendur samt á því að það er hægt að standa jeppana uppúr þessu? Getur verið að það hafi eitthvað með það að gera að þeir stígi léttar á framhásinguna þegar allt er á fullu stími?

Re: Patrol með jeppaveiki.

Posted: 14.apr 2012, 19:55
frá olei
Kiddi wrote:Hvernig stendur samt á því að það er hægt að standa jeppana uppúr þessu? Getur verið að það hafi eitthvað með það að gera að þeir stígi léttar á framhásinguna þegar allt er á fullu stími?

Það er þekkt úr allskonar sveiflukerfum að við örvun á vissri tíðni magnast sveiflan upp, sú tíðni kallast eigintíðni/resonance.

Dæmi sem flestir þekkja er t.d að ýta barni í rólu (pendúll). Það virkar best að fylgja takti rólunnar og ýta við henni á réttum tíma, þannig næst mest sveifla með minnstri fyrirhöfn. Rólan hefur sína resonance/eigin -tíðni og örvun á þeirri tíðni magnar upp sveifluna. Ef reynt er að ýta við rólunni í öðrum takti en hún "vill" sveiflast verður lítið sem ekkert úr sveiflunni.

Hugsum okkur bíl sem er með 0° gráðu spindilhalla og hugsum okkur að við festum lóð á banann á dekkinu. Í akstri þegar lóðið vísar fram þá togar miðflóttaaflið dekkið fram á við og öfugt þegar lóðið vísar aftur. Þannig veldur lóðið því að dekkið reynir að beygja í sitthvora áttina einu sinni per hring. Þegar takturinn á þessu passar við eigintíðnina í stýrisgangnum þá nær misþyngdin að magna upp sveifluna og veldur skjálftakasti í bifreiðinni. Þegar sveiflan hefur náð sér upp getur hún haldið áfram þó að ekið sé hraðar eða hægar (innan vissra marka).

En þar sem það tekur einhvern tíma fyrir misþyngdina í dekkjum/felgum að koma sveiflunni af stað er mögulegt að fara nægilega hratt yfir það hraðabil sem passar við eigintíðnina að sveiflan nær sér ekki á strik.

Re: Patrol með jeppaveiki.

Posted: 14.apr 2012, 20:19
frá hobo
Olei, ert þú næsti Leó Emm? :)

Re: Patrol með jeppaveiki.

Posted: 14.apr 2012, 22:34
frá MIJ
svopni wrote:Okay, snilldar flott útskýring hjá þér :) En ætti ekki að duga að vera með 2 dempara? Hver gæti græjað fyrir mann tjakk?


stál og stansar hafa verið að smíða tjakka, hef allavegna verslað 2 tjakka af þeim.

Re: Patrol með jeppaveiki.

Posted: 15.apr 2012, 00:07
frá Kiddi
VHE Vélaverkstæði og Barki hafa líka verið eitthvað í þessum tjökkum

en það er ekki nokkur spurning að setja tjakk! Ég er með 44" bíl sem er bara með stýristjakk og engan stýrisdempara og það er varla til neinn skjálfti í honum nema hann sé með misjafnan þrýsting í dekkjunum.

Í Patrol er fínt að setja tjakkinn á millibilsstöngina aftan við hásinguna, nóg af plássi þar!

Re: Patrol með jeppaveiki.

Posted: 15.apr 2012, 00:44
frá cruser 90
Sæll eftir að ég setti patrol hásinguna undir að framan hjá mér þá var ég í vandræðum með þetta bíllin toldi valla á veiginum ég setti tjakk á millibils staungina og er með orginalin líka og málið er úr sögunni kv jói

Re: Patrol með jeppaveiki.

Posted: 15.apr 2012, 09:32
frá hobo
Hér er gott að skoða undirvagn á Patrol björgunarsveitabíl.

Re: Patrol með jeppaveiki.

Posted: 15.apr 2012, 10:12
frá ellisnorra
hobo wrote:Hér er gott að skoða undirvagn á Patrol björgunarsveitabíl.


Ekki er nú allt eins og það á að vera þarna, fyrir utan að bíllinn er á toppnum, hvað sem olli því, þá hafa dekkin eitthvað ratað vitlaust undir...

Re: Patrol með jeppaveiki.

Posted: 15.apr 2012, 11:11
frá cruser 90
Ég held að það sé líka veikur púntur að ská stífan á hásinguna sé ekki bein heldur kémur hlikkur yfir drifið þessi hlikkur géfur eftir í átaki

Re: Patrol með jeppaveiki.

Posted: 15.apr 2012, 11:39
frá Brjótur
Strákar ég trúi ekki að þið séuð að efast eitthvað um hvort að það eigi að vera stýristjakkur, það á bara að vera regla á 44 og stærra. Og barki er með flott verð á efninu í tjakkinn og svo sýður þú þetta saman, og það er ekki flókin aðgerð, lokið á endann og annar nippillinn og svo er að raða þéttihringjunum á stöngina og skrúfa svo saman, verðið er 21.000 ef ég man rétt sami pakki í Landvélum fer yfir 40.000

Kveðja Helgi

Re: Patrol með jeppaveiki.

Posted: 15.apr 2012, 15:05
frá Brjótur
Ef þú getur soðið þá þarf þess ekki, smíða smá braket á hásinguna og á millibilsstöngina, taka stýrisvélina úr(leiðinlegasta aðgerðin að mínu mati) og láta bora hana og snitta.

kveðja Helgi