Sælir/ar
Terrano II 99´ disel fer ekki í gang hjá mér. Kom að honum dauðum í gær.
Hlóð geyma og þá stendur hann bara með parkljósin á og varð ég að fjarlægja öryggin svo þau fóru. Bíllinn startar vel en fer bara ekki í gang. Spurning með oliudæluna, veit einhver hvernig hún fær straum? Finn ekkert yfir hana.
Aðrar hugmyndir?
kv
Gummi
Terrano II fer ekki í gang
Re: Terrano II fer ekki í gang
bara að forvitni kemur glóðarljósið þegar þú svissar á??
Re: Terrano II fer ekki í gang
Já glóðarlósið kemur eins og venjulega.
Re: Terrano II fer ekki í gang
Ertu búinn að athuga öryggið fyrir vélartölvuna?
Re: Terrano II fer ekki í gang
Nei hef ekki skoðað það, var að tengja þetta við útleyðslu, en það var nú bara ágiskun frá mér.
Takk fyrir ábendinguna, skoða það í kvöld þegar tími losnar.
Takk fyrir ábendinguna, skoða það í kvöld þegar tími losnar.
Re: Terrano II fer ekki í gang
Ef parkljósin eru kveikt þó svo að svissað sé af bílnum og svo slökkt á ljósunum þá er vandamálið ljósarelyið sem er fram í húddi bilað/ónýtt.. þetta er mjög algengt þar sem það kemst vatn í það.
Þetta kostaði síðast hellllling í BL en svo er hægt að finna þetta á veraldarvefnum fyrir ekki svo mikla peninga. svo með gangsetninguna þá er hugsanlegt að þú hafir fjarlægt of mikið af öryggjum .
Gangi þér vel með þetta...
Þetta kostaði síðast hellllling í BL en svo er hægt að finna þetta á veraldarvefnum fyrir ekki svo mikla peninga. svo með gangsetninguna þá er hugsanlegt að þú hafir fjarlægt of mikið af öryggjum .
Gangi þér vel með þetta...
Blautt, kalt, rykugt og bilað...
Ólafur Ágúst Pálsson
893-3532
Defender 110 2002 38"/44"
Ólafur Ágúst Pálsson
893-3532
Defender 110 2002 38"/44"
Re: Terrano II fer ekki í gang
Sæll Ólafur og takk fyrir svarið.
Þú lýsir þessu rétt og ætla ég að mæla ljósareleyið í kvöld....nema hvað bíllinn fer ekki í gang þó að öll öryggin séu í (ó mæld að vísu).
Kv
Gummi
Þú lýsir þessu rétt og ætla ég að mæla ljósareleyið í kvöld....nema hvað bíllinn fer ekki í gang þó að öll öryggin séu í (ó mæld að vísu).
Kv
Gummi
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Terrano II fer ekki í gang
Blikkar vélatölvuljósið nokkuð? Ef svo er þá er NATS með stæla
http://www.jeppafelgur.is/
Re: Terrano II fer ekki í gang
Sæll Elmar
Vélartölvuljósið??? Hvar sé ég það? Ef það er Check engine ljósið þá er það alltaf á og blikkar ekki neitt svo ég muni nema kannski augnablik þegar ég reyni að starta.
Fann bilað dagljósastýrbox sem skýrir vonandi dularfullu ljósaútleiðsluna. En bíllinn fer ekki enn í gang hvað sem veldur.
Tók og mældi relay fyrir glóðarkertin sem er við hliðana á ljósaboxinu og er það í lagi.
Gott í kvöld, vonandi leysist þetta á morgun.
kv
Gummi
Vélartölvuljósið??? Hvar sé ég það? Ef það er Check engine ljósið þá er það alltaf á og blikkar ekki neitt svo ég muni nema kannski augnablik þegar ég reyni að starta.
Fann bilað dagljósastýrbox sem skýrir vonandi dularfullu ljósaútleiðsluna. En bíllinn fer ekki enn í gang hvað sem veldur.
Tók og mældi relay fyrir glóðarkertin sem er við hliðana á ljósaboxinu og er það í lagi.
Gott í kvöld, vonandi leysist þetta á morgun.
kv
Gummi
Re: Terrano II fer ekki í gang
Sæll
Ef bíllinn var alveg rafmagnslaus þegar þú komst að honum hlýtur þú að hafa opnað hann með því að snúa lykli í skránni. Ef það er fjarstýring að honum á annað borð dettur mér í hug að læsa honum með fjarstýringunni og opna hann aftur með fjarstýringunni.
Kv Jón Garðar
Ef bíllinn var alveg rafmagnslaus þegar þú komst að honum hlýtur þú að hafa opnað hann með því að snúa lykli í skránni. Ef það er fjarstýring að honum á annað borð dettur mér í hug að læsa honum með fjarstýringunni og opna hann aftur með fjarstýringunni.
Kv Jón Garðar
Re: Terrano II fer ekki í gang
Sæll Jón Garðar
Já bíllinn var alveg rafmagnslaus og þurfi ég að opna með lykli. Prófaði síðan fjarstýringarnar eftir að ég hafði hlaðið hann og virkuðu þær eins og allt annað í bílnum.
1 hugmynd skaut upp kollinum að tölvan hafi misst mynnið við rafmagnsleysið og þyrfti því að silla hana á móti lyklinum, en skilst að þá eigi "engine" ljósið að blikka....sem það gerir ekki.
Reyndi að láta hann hita glóðakertin og renna í gang en ekkert gekk.
Gafstu upp áðan og lét draga bílinn á verkstæði, þeir ætla að reyna að lesa úr honum seinni partinn eða á morgun.
kv
Gummi
Já bíllinn var alveg rafmagnslaus og þurfi ég að opna með lykli. Prófaði síðan fjarstýringarnar eftir að ég hafði hlaðið hann og virkuðu þær eins og allt annað í bílnum.
1 hugmynd skaut upp kollinum að tölvan hafi misst mynnið við rafmagnsleysið og þyrfti því að silla hana á móti lyklinum, en skilst að þá eigi "engine" ljósið að blikka....sem það gerir ekki.
Reyndi að láta hann hita glóðakertin og renna í gang en ekkert gekk.
Gafstu upp áðan og lét draga bílinn á verkstæði, þeir ætla að reyna að lesa úr honum seinni partinn eða á morgun.
kv
Gummi
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur