Hásingar Toy vs. Patrol vs. Dana vs. annað?

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Hásingar Toy vs. Patrol vs. Dana vs. annað?

Postfrá Óskar - Einfari » 05.maí 2010, 12:22

Sælir félagar

Ég hef verið að velta því fyrir mér að breyta Hiluxnum einhverntíman fyrir 44" en þegar að ég geri það vill ég helst fara í smá "fyrirbyggjandi" viðhald í leiðinni og skipta út afturhásingunni og setja hásingu undir hann að framan.

Þannig að mig langaði að starta smá umræðu, hvaða hásingar myndu henta best og eru áreiðanlegastar fyrir svona breytingar?

1. 9,5" Toyota hásingar Kostur. mögulegt að fá þær með læsingum. Ókostur. eru of mjóar

2. Patrol hásingar Kostur. amk hægt að fá afturhásingu með læsingu. ókostur. Leguvandamál að framan og dýrir varahlutir/hlutföll

3. Dana 60 Kostir mikið úrval af aftermarket hlutum eins og hlutföllum og læsingum. Ókostir. veit ekki?

4. Eitthvað annað?

Kv.
Óskar Andri


Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Re: Hásingar Toy vs. Patrol vs. Dana vs. annað?

Postfrá Brjótur » 05.maí 2010, 14:28

Sæll Einfari ég myndi fara í Patrol hásingar afþví að þær eru níðsterkar, nánast sama og Dana 60, og það er lítið mál að breyta legustútnum að framan, ég er búinn að því og það munar miklu um það hvað legurnar endast lengur, en svo set ég spurningarmerki við þyngd, hversu þungur er Hiluxinn að framan? Pattinn hjá mér er orðinn 1650 kg á framás
og svo er líka möguleiki á hásingum úr eldri Pat. það er 97 og eldra þær eru 8 cm mjórri
í heildarbreidd en sömu drif og kosta minna en úr 98 og yngri bílum, þannig að það gæti verið einn kostur líka, og varðandi dýra varahluti þær bara bila ekki eftir þessa legubreytingu, ég skifti um legur að framan á svona 10 mánaðafresti en þá er ég líka búinn að keyra ca 50.000 km -. Áður en ég breytti þessu skifti ég um legur 3svar á ári og iðulega voru hliðartjón svo sem ónytur legustútur og 2svar bráðnuðu öxlar í sundur en það gerist þannig að þegar legan er að fara í döðlur þá leggst öxullinn í stútinn út við endann og rauðhitar öxulinn og hann snýst í sundur en þetta gerist bara þegar maður er á 2 pundum því annars myndi maður finna þetta áður en þetta fer svona í algjört rusl, ég hef .aldrei.. brotið öxul í Patról en í lc 62 sem ég átti braut ég framöxul í hverri ferð.
Jæja þetta er mín skoðun og gangi þér vel :)

kveðja Helgi

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Hásingar Toy vs. Patrol vs. Dana vs. annað?

Postfrá HaffiTopp » 05.maí 2010, 15:57

..
Síðast breytt af HaffiTopp þann 19.jún 2014, 23:53, breytt 1 sinni samtals.


Þorri
Innlegg: 322
Skráður: 02.feb 2010, 12:55
Fullt nafn: Þorvarður Lárusson
Bíltegund: Musso cherokee ofl

Re: Hásingar Toy vs. Patrol vs. Dana vs. annað?

Postfrá Þorri » 05.maí 2010, 16:04

Sæll.
Þú gætir notað 9,5" toyota undan lc 80 að aftan þá ertu með full floating hásingu með bremsukerfi sem er ekki mikið mál að láta ganga upp við kerfið í bílnum.
Svo er spurning að nota bara drifið skipta um kúlu og nota rörin og allt annað áfram. Ef þú færð drif úr ólæstum lc 60 þá er það hægt skiptir yfir í loftlás að aftan.
Barkalæsta hásingin er með viðrinis öxul öðru megin svo það er ekki hægt að nota hana. Spurning hvort það væri nokkuð dýrara en að skipta um kúluna og losna við bremsu breytingar og fjöðrunarsmíði og þessháttar. Í svona breytingu geturu líka notað 12 bolta gm og að mér skilst dana 60 líka því að toyota öxlarnir passa í drifið. Í toyota dótið held ég að þú getir ekki fengið lægra en 4:88 hlutfall en talsvert meira úrval í hinar. Patrol afturhásing er fín mjög sterk og þú færð 5:13 og 5:42 hlutföll í þær 4:88 verðuru að panta frá Ástralíu og kostar það enhver líffæri. Handbremsa á patrol er á drifskaftinu svo það yrði að gera einhverja ráðstafanir með hana.
Framendin þú ert væntanlega með drifskaptið vinstra megin þannið að ef þú ætlar að nota patrol eða toyota hásingu þá verðuru að snúa henni. Dana 60 færðu með kúluna réttu megin.Lc 80 framhásing sem búið er að snúa og setja dana 50 revers drif í væri örugglega mjög góður kostur sterk og ekkert alltof þung.
Kv. þorri

User avatar

JonHrafn
Innlegg: 578
Skráður: 06.feb 2010, 10:41
Fullt nafn: Jón Hrafn Karlsson
Staðsetning: Keflavík south

Re: Hásingar Toy vs. Patrol vs. Dana vs. annað?

Postfrá JonHrafn » 05.maí 2010, 18:01

Eru dana 60 ekki fullbreiðar? Hefði haldið að dana 44 færi betur undir hilux.

User avatar

Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Re: Hásingar Toy vs. Patrol vs. Dana vs. annað?

Postfrá Brjótur » 05.maí 2010, 18:17

Haffi þegar ég segi mjórri þá er það hversu breið hásingin er undir bílnum frá felguplani í felguplan og það munar 7 til 8 cm sem hún er breiðari eftir að nýja boddíið kemur 1998.

kveðja Helgi

User avatar

Höfundur þráðar
Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Hásingar Toy vs. Patrol vs. Dana vs. annað?

Postfrá Óskar - Einfari » 05.maí 2010, 19:33

HaffiTopp wrote:Sælir. Þegar þið talið um "mjóar" hásingar eruð þið þá að meina á lengdina eða sverleikann?
Kv. Haffi


lengdina á hásingunni :)

JonHrafn wrote:Eru dana 60 ekki fullbreiðar? Hefði haldið að dana 44 færi betur undir hilux.


Veit ekki... en ætli að það sé mikið mál að stytta þær? Hvernig er D44 í styrkleika samanborið við 8" Toyota, 9,5" Toyota, Patrol


Þekkir einhver þyngdarmun á þessu... t.d. frammhásingar er mikill þyngdar munur á Toyota, Patrol og Dana hásingum?

og varðandi Patrol hásingar að þá er það auðvitað kostur að það er til doldill slatti af þessu og hægt að fá hásingarnar sjálfar á ágætis pening. Ég var að pæla í hásingar undan eldri bíl því að þær eru einmitt mjórri og einhver nefndi við mig að það væri lengra á milli leganna að framan... breytir það einhverju???

Alltaf skemmtilegar þessar hásingapælingar :)

Kv.
Óskar Andri
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Hásingar Toy vs. Patrol vs. Dana vs. annað?

Postfrá Kiddi » 05.maí 2010, 20:53

Veistu... ég held ég myndi bara ekkert setja hásingu að framan ef ég væri í þínum sporum! Það er að verða komin ágætis reynsla á þennan búnað sem þú ert með

User avatar

Einar
Innlegg: 319
Skráður: 01.feb 2010, 00:32
Fullt nafn: Einar Steinsson
Staðsetning: Austurríki
Hafa samband:

Re: Hásingar Toy vs. Patrol vs. Dana vs. annað?

Postfrá Einar » 05.maí 2010, 23:10

JonHrafn wrote:Eru dana 60 ekki fullbreiðar? Hefði haldið að dana 44 færi betur undir hilux.

Dana 60 er ekkert endilega breiðari en Dana 44, það fer bara eftir bílnum sem hásingin kom undan.
Þessi nöfn Dana 44, Dana 60 o.s.fr. eiga bara við miðjuna þ.e. drifið sjálft. Búnaðurinn fyrir utan drifið getur þess vegna verið veikari í 60 hásingu heldur en í 44 þó eðli málsins samkvæmt sé yfirleitt notaður sterkari búnaður með sterkara drifi.

User avatar

Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Re: Hásingar Toy vs. Patrol vs. Dana vs. annað?

Postfrá Brjótur » 06.maí 2010, 00:49

sama bil a milli leganna

User avatar

Höfundur þráðar
Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Hásingar Toy vs. Patrol vs. Dana vs. annað?

Postfrá Óskar - Einfari » 06.maí 2010, 08:49

Undarlegt... ég var búinn að skrifa einhvern slatta hérna í gærkvöldi en það er allt horfið....

Kiddi wrote:Veistu... ég held ég myndi bara ekkert setja hásingu að framan ef ég væri í þínum sporum! Það er að verða komin ágætis reynsla á þennan búnað sem þú ert með


Þetta er vissulega einn þáttur sem ég pæli doldið í líka.... bíllin er komin í 80.000 hjá mér og hjólalegurnar að framan hafa t.d. verið alveg til friðs (en ég er búinn með 5 afturhjólalegur). Spindilarmarnir að framan bognuðu hjá mér í fyrsta prufutúrnum eftir 38" breytinguna en að vísa er eitthvað hægt að styrkja þessa arma í dag. Annað hefur ekki verið vandamál að framan nema þetta venjulega hjólastillingar og öxulhosur. Ástralir hafa eitthvað verið að lenda í því að eyðilegja kúluliði, hef ekki heyrt hvort menn séu að lenda í því hér? Enn það sem mér leyðist við þennan búnað t.d. er það að þótt að það sé búið að skera klafana einusinni undan og síkka þá + færa framar til að koma 38" dekkjum undir að þá þarf að skera allt draslið aftur undan og færa ennþá framar til að koma 44" undir. Það er búið að minka samsláttin og möguleikar á slaglengri fjöðrun eru frekar takmarkaðir. Aksturseiginleikar á malbiki og malarvegum/slóðum eru auðvitað mjög góðir.... væntanlega breytist það eitthvað við að setja hásingu að framan.

Kv.
Óskar Andri
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Hásingar Toy vs. Patrol vs. Dana vs. annað?

Postfrá Kiddi » 06.maí 2010, 10:56

Já þegar suðurskautsbílunum var breytt þá var allt fært fram um 4 cm og niður um 5 og svo bara klippt duglega. Síðan er kominn Hilux sem var breytt af Jeppalandi og sá er virkilega hár, spurning hvort það sé útaf því að menn þora ekki að klippa úr eða hvort hásingin þurfi meira pláss en klafarnir? Nú er HSG með Cruiser 120 með framhásingu sem Arctic Trucks settu undir og hann er frekar lágur sem bendir til þess að þetta sé frekar spurning um að þora að klippa úr þar sem það er búið að skera duglega úr honum.
Vesenið hjá þeim á suðurskautinu voru einmitt afturhjólalegur og millikassar en þeir voru með millikassa úr LC90 útaf einhverju milligírs veseni sem þurfti að redda korteri fyrir ferð minnir mig. Það er auðvitað búið að styrkja spindilarmana hjá þeim.

User avatar

Höfundur þráðar
Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Hásingar Toy vs. Patrol vs. Dana vs. annað?

Postfrá Óskar - Einfari » 06.maí 2010, 12:55

Þessi Hilux sem var breytt af Jeppalandi, veit einhver hvað var gert við hann að framan? var sett hásing? og þá hvaða hásing...

Ég hef séð amk einn 38" Hilux af þessari kynslóð hérna á hásingu að framan og hann einmitt virkaði doldið hár... sá bíll og rauður og mig minnir að hann hafi verið merktur sem ríkisbifreið.
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

Höfundur þráðar
Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Hásingar Toy vs. Patrol vs. Dana vs. annað?

Postfrá Óskar - Einfari » 06.maí 2010, 12:58

Mig minnir að þegar mínum bíl var breytt að þá hafi framdrifið verið fært framm um 3-4 cm.... andskotin hafi það það hlítur að vera hægt að koma 44" undir án þess að þurfa að færa þetta um 1-2 cm???? þ.e.a.s. ef það er reynin að færslan hjá AT fyrir 44" hafi ekki verið nema 5cm..
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Hásingar Toy vs. Patrol vs. Dana vs. annað?

Postfrá Kiddi » 06.maí 2010, 13:04

Já ég gleymdi að taka það fram að þessi frá Jeppalandi er á Patrol hásingum! Hann stendur rétt hjá Skalla sjoppunni í Árbænum. Hásingin var sett eitthvað framar og búið að færa stuðarann fram og eitthvað svoleiðis föndur...

Þessi rauði sem er á hásingu að framan á að mér skilst við það vandamál að stríða að það er ekkert pláss fyrir hásinguna til að fjaðra upp þannig að samslátturinn er af skornum skammti!

Hérna er eitthvað um hvernig þeir breyttu bílunum fyrir 44" hjá AT:
http://www.antarcticachallenge.com/The-cars

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Hásingar Toy vs. Patrol vs. Dana vs. annað?

Postfrá AgnarBen » 06.maí 2010, 16:46

sæll Óskar
Ég verð að segja það að ég kannast ekkert við þessi svakalegu framhjólaleguvandamál á 44" Pattanum mínum í þau þrjú ár sem ég hef átt hann. Gamli eigandinn skipti alltaf á 30 þús km fresti hvort sem legurnar voru lélegar eða ekki og ég hef fylgt þeirri reglu eftir áfram. Maður herðir síðan upp á þessu 1-2 á ári og allt í góðu. Ég skipti síðan um legur í vetur eftir 30 þús km og legurnar litu bara ágætlega út, hálf sá eftir að hafa tekið þær úr. Þannig að þessi leguvandamál eru í mínum huga doldið ýkt eins og þjóðsagan um að patrol eyði massívt á fjöllum ;-)

NB þá keyri ég á 38" á sumrin, það hjálpar upp á endinguna ...

kv/AB
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Re: Hásingar Toy vs. Patrol vs. Dana vs. annað?

Postfrá Brjótur » 06.maí 2010, 22:54

Sælir
Maður vill nú ná meiru út úr legunum en 30.000 km og líka að sleppa við að vera alltaf með áhyggjur af þessu og sífellt að herða á þessu , nei takk búinn með þann pakka og er bara ánægður með þetta system og ég veit að það eru margir búnir að láta breyta svona hjá sér eftir að ég grði það, varla eru menn að þessu að gamni sínu ? nei held ekki.

kveðja Helgi

User avatar

Tómas Þröstur
Innlegg: 330
Skráður: 19.mar 2010, 10:03
Fullt nafn: Tómas Þröstur Rögnvaldsson

Re: Hásingar Toy vs. Patrol vs. Dana vs. annað?

Postfrá Tómas Þröstur » 07.maí 2010, 08:15

Brjótur wrote:Sælir
Maður vill nú ná meiru út úr legunum en 30.000 km og líka að sleppa við að vera alltaf með áhyggjur af þessu og sífellt að herða á þessu , nei takk búinn með þann pakka og er bara ánægður með þetta system og ég veit að það eru margir búnir að láta breyta svona hjá sér eftir að ég grði það, varla eru menn að þessu að gamni sínu ? nei held ekki.

kveðja Helgi


Hvernig er svona breyting framkvæmd ?


JHG
Innlegg: 158
Skráður: 01.feb 2010, 13:10
Fullt nafn: Jón H. Guðjónsson
Staðsetning: Kópavogur

Re: Hásingar Toy vs. Patrol vs. Dana vs. annað?

Postfrá JHG » 07.maí 2010, 12:07

Ég þekki ekki Toyo og Patrol hásingar en það eru eflaust fínir gripir.

Ég þekki hinsvegar til Dana og GM hásinga og get mælt með þeim. Ég hef verið með Dana 44 og GM 12 bolta undir stóra Blazer í fjölda ára (er á 38" en er breyttur fyrir 44"). Þær hafa reynst mjög vel, ekkert leguvandamál eða neitt (12 boltinn klikkaði einu sinni þegar smurstöð gleymdi að setja á hana og ég keyrði með hana þurra í 3 mánuði en það telst varla með). Undir léttum bíl á þetta kombó ekki að vera slæmur kostur á 44" (ætla að hafa þetta undir þangað til að ég fer að brjóta, á svo Dana60 og GM14 BFF til að taka við). GM 10 bolti stærri er svo heldur ekki slæmur kostur.

Ef þú vilt vera skotheldur með hásingar þá er það Dana60 og GM 14 bolta fljótandi (GM14 bolta semi floating kemur líka til greina). Það er ódýrt að kaupa í þetta læsingar og hlutföll og hellingur af aftermarket dóti sem hægt er að kaupa í þetta. En að sjálfsögðu þá fylgir því aukaþyngd að setja undir stórar hásingar.

En það má vel vera að það sé auðveldara að fá Patrol hásingar, það er búið að henda svo mikið af Dana 60 og GM hásingum undir Patróla ;)
_________________________________
Jón H. Guðjónsson

1981 Chevrolet Blazer K5 Silverado
1986 Pontiac Firebird Transam
2000 VW Passat 1,6
2006 Trek 5200 (racer)
2007 Jeep Grand Cherokee Laredo
2012 Cube LTD Race (fjallahjól)

User avatar

Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Re: Hásingar Toy vs. Patrol vs. Dana vs. annað?

Postfrá Brjótur » 07.maí 2010, 13:34

Sæll Tómas þessi breyting felst í því að smíða nýja legustúta og hafa þá lengra út og svo er millilegg sett fyrir innan slífina á ytri legunni þannig fæst aukið bil á milli leganna það fer úr 11 mm í 40 mm og að auki þá setti ég sterkari legu að utanverðu, og svo er einn plús við þetta að auki eftir þessa aðgerð þá er hægt að nota legur úr Fálkanum og Poulsen en það hefur ekki verið hægt þar sem að það er einhver smáflái á orginal legunum en ekki hinum, en svo er ég alveg viss um að það má setja svona aukaslíf fyrir innan ytri leguna án þess að lengja og sérsmíða stút afþví að það er svo langur skrúfgangurinn á stútnum, og í leiðinni væri þá hægt að setja sverari leguna að utanverðu, og til að setja hana í þá þarf að renna eina skán úr hubbinu fyrir slífina en innanmálið passar, þessi aðgerð krefst ekki lengingar á öxli, en ef farið er alla leið út í enda þá getur þú ekki lengur notað lokurnar nema að hreinsa innan úr þeim og festa þær
eða fá þér fasta flangsa hjá Ægi. Jæja ég vona að þetta skiljist en ef ekki þá er hverjum sem er frjálst að hringja í mig :)

kveðja Helgi


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 16 gestir