Síða 1 af 1

LC 120 með vesen

Posted: 04.apr 2012, 21:38
frá haukur78
Sælir jeppakallar.

Ég á Landcruiser 120 dísel árg. 2004 og check engine ljósið kom fyrir stuttu síðan. Fyrst kom það í smá stund og fór síðan í smá stund. Þannig var það um tíma en nú logar það stöðugt. Fékk lestur á bílinn og er þetta code 39(5). Þetta (5) dæmi kemur hvergi fram hjá google en þetta var það sem ég fékk hjá álestraraðilanum. Þessi codi er fyrir hitanema dísilolíu sem er staðsettur á common rail dælunni. Hef áhyggjur af því að þetta trufli tölvuna og bíllinn fari að eyða meira. Skilst að þessir nemar hafi ekki verið að fara heldur væri þetta frekar víravesen. Einnig er ég velta því fyrir mér hvaða 2 önnur plögg eru í dæluna.

Kannast einhver við þetta og er hugsanlega með ráð handa mér?

Einnig er ég að velta fyrir mér að kaupa tölvukubb í bílinn og var að sjá þennan http://www.racechip.de/racechip-chiptun ... 126-r.html
Er eitthvað vit í þessu eða?

Að lokum, hvernig hafa menn verið að leysa þessi driflæsingar vandamál í crusernum? Er það bara að setja loftlæsingu í bílinn eða er einhver önnur ódýrari lausn í boði? Sá að einn gerði þetta: http://forum.ih8mud.com/80-series-tech/ ... rsion.html
En það þarf þá engu að síður að setja loftdælu í bílinn.

Re: LC 120 með vesen

Posted: 07.apr 2012, 00:09
frá haukur78
Enginn?