Ford Econoline

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Ford Econoline

Postfrá birgthor » 04.apr 2012, 18:43

Langar að velta upp smá hugmynd og fá meðmæli eða gagnrýni.


Hverjir haldiði að séu kostir og gallar við að leggja pústið meðfram stigbretti bílstjórameginn og láta það koma undan bílnum fyrir framan afturdekk bílstjóramegin?

Það sem ég sé

Kostir:
Nægjanlegt rými til þess að leggja það
Fer ekki í gegnum fjöðrunarkerfi að aftan
Meira pláss fyrir aukatank farþegamegin
Engin mengun nálægt afturenda og farþegahurðum (þær eru mest notaðar þegar bíll er í gangi)

Ókostir:
Original eru greinarnar teknar saman farþegamegin og því kjánaleg lagning.


Kveðja, Birgir


Heiðar Brodda
Innlegg: 623
Skráður: 08.mar 2010, 19:59
Fullt nafn: Heiðar Steinn Broddason
Bíltegund: 4Runner '87 38''
Staðsetning: Egilsstaðir

Re: Ford Econoline

Postfrá Heiðar Brodda » 09.apr 2012, 00:08

persónulega þá finnst mér þetta vera ömurlegt,hávaði fer meira inní bíl þegar það er opnaður gluggi og eins mengun

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Ford Econoline

Postfrá Freyr » 09.apr 2012, 00:22

mikill hávaði inn í bíl, sérstaklega þar sem þú hefur varla pláss fyrir góða kúta. Spáði mikið í þessu með minn cherokee eftir hásingafærsluna/gormasmíðina og endaði á að leggja það alla leið afturúr. Það kostaði fullt af beygjum, þurfti að leggja það aðeins saman til að sleppa frammhjá tank og vafði það með glertrejfaborða (hitaeinangrun) á smá kafa við tankinn til að bræða ekki tankinn sem er úr plasti (það er samt líka hitahlíf á milli).

Bíllinn er hinsvegar það langur að mengunin er sjálfsagt ekki vandamál.

Kv. Freyr


Höfundur þráðar
birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: Ford Econoline

Postfrá birgthor » 09.apr 2012, 09:21

Þessi bíll er nú þegar með 3" púst og einn kút á leiðinni, það er svona allt í lagi. Gallinn er að pústið liggur leiðinlega nálægt loftpúða að aftan og því smá vesen, einnig tekur það mikið pláss þar sem hægt væri að koma fyrir aukatank.

Ég þarf að skoða þetta eitthvað betur.
Kveðja, Birgir


ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: Ford Econoline

Postfrá ivar » 09.apr 2012, 09:29

Eg er med pickupinn og hef hugsad um lausnir likt og tu. Mer finnst nu sennilegt ad tad se alltaf haegt ad finna leid fra hasingu og aftur ur, tessvegna utanvid grind og halda tvi tannig aukatankplassi tar.
Hinsvegar ef tu vilt nyta plassid sem er hm vid drifskapt ta vid millikassabita aettir tu ad geta farid utfyrir grind og lagt pustid tar aftur. Tad er tonokkud plass tar ef eg man rett.

Ivar


Þorsteinn
Innlegg: 239
Skráður: 19.maí 2010, 16:42
Fullt nafn: Þorsteinn Óli Brynjarsson

Re: Ford Econoline

Postfrá Þorsteinn » 09.apr 2012, 09:52

ég er með sílsapúst á subbanum hjá mér. þetta er 4" rör og það er nú ekki nema ein túpa til að deyfa hljóðið. mér finnst þetta allt í lagi. kemur reyndar út farþegamegin að aftan.
á econolineinum er ekki hurð þar sem pústið kæmi undan þannig af hverju ætti það að skipta máli?
svo er nú líka hægt að smíða tanka eins og Breytir er að smíða í nýju fordana þar sem þeir liggja á milli grindar og sílsa.

ertu ekki að tala um kjalarnes econolineinn?

er pústið ekki búið að vera svona við púðann í allan þennan tíma ?


Höfundur þráðar
birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: Ford Econoline

Postfrá birgthor » 09.apr 2012, 13:23

jújú, ég er að tala um Kjalarnes linerinn.

Pústið er búið að vera svona í um 2 ár þ.e. eftir að fjöðruninni var breytt.

Hinsvega finnst mér þetta leiðinlega tæpt og ekki spennandi að vera inná hálendi og missa púða. Þá var ég með svona smá fyrirbyggjandi pælingar í gangi með þessu.

Það má alveg skoða það hvort hægt sé að leggja pústið betur, en mér fannst þetta eitthvað svo sniðugt ef ókostirnir væru fáir.
Þá fengjum við stuttan púststubb sem væri ekki að há neinu og hvergi fyrir.
Einnig er töluvert gengið um bílinn í útköllum, þá bæði að aftan og um hliðarhurðar. Svo við værum laus við mengunina þar.
Kveðja, Birgir


juddi
Innlegg: 1247
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: Ford Econoline

Postfrá juddi » 09.apr 2012, 18:46

Hvaða vél er í bílnum ég setti ryðfrítt 4" að mig minnir í Econoline 7.3idi hjá mér þegar ég setti turbo og intercooler í hann og slepti hljóðkútnum þar sem hann tók svo mikið pláss ef eithvað er er minni hágvaði heldur en var með gamla pústinu
Daggi S:6632123 snurfus@gmail.com


Höfundur þráðar
birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: Ford Econoline

Postfrá birgthor » 09.apr 2012, 20:15

Það er 7,3 túrbólaus. Ég hugsa 3" eigi alveg að duga og þessi eini kútur sem við erum með.
Kveðja, Birgir

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Ford Econoline

Postfrá Freyr » 09.apr 2012, 22:45

Fyrst púðinn hefur þolað þetta í 2 ár ætti þetta ekki að vera vandamál. Ég er engu að síður hrifinn af því þegar menn hugsa fram í tímann og fyrirbyggja möguleg vandræði en í þessu tilfelli myndi ég láta duga að vefja pústið á þessum kafla frammhjá púðanum með glertrefjaborða. Hann fæst í bílasmiðnum og kostar ekki mikið á smá kafla. Hvað eru annars margir cm milli pústs og púða þegar púðinn er breiðastur annarsvegar og hinsvegar í venjulegum akstri?


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur