Síða 1 af 1

35" breting á LC 100

Posted: 03.apr 2012, 13:02
frá Léttfeti
Góðan dag.

Er einhver hér með reynslu af því að breyta 100 krúser á 35" dekk?
Þegar maður les lýsinguna hjá arctic trucks,
http://arctictrucks.is/Forsida/Breyting ... r-100/AT35
virðist þetta bara snúast um 60 mm boddýhækkkun og kannta.

Væntanlega þarf að lyfta stuðurunum báðum en vita menn hvort það þarf að gera eitthvað annað? Stýri. Gírkassi. Olíuáfylling. Rafmagnsvírar.

Sleppur maður bara með að setja 60 mm kubba undir boddýið?

Kv. Sverrir

Re: 35" breting á LC 100

Posted: 03.apr 2012, 17:05
frá Þorsteinn
sæll,
ég skar grindina aftast og lyfti aftasta hlutanum bara upp með boddýinu. þá þarf ekki að breyta stuðaranum og allt fellur saman eins og flís við rass.

hækkaði fremstu boddífestingu og lyfti stuðaranum, síkkaði vatnskassann en minnir að ég hafi haldið intercoolernum á sama stað og bara breytt hosunum.

það þarf að smíða hækkun á millikassa stöngina og annað hvort lengja eða stytta, man það ekki, síðan þarf að lengja stöngina fyrir skiptirinn. lengja í hæðarskynjurum að framan og abs skynjurum og eitthvað meira.

það þarf að lengja stýrisstöngina og taka úr gatinu á hvalbaknum svo stöngin hafi nóg pláss.

þetta er svona það helsta sem ég man eftir.

ef þú lyftir aftasta hlutanum, passaðu að ganga almennilega frá því og ekkert fúsk. þú ert jú að hengja níðþung fellihýsi og hjólhýsi, hestakerrur og flr í dráttarbeislið á þessu.

kv. Þorsteinn

Re: 35" breting á LC 100

Posted: 03.apr 2012, 17:18
frá Léttfeti
ok, var þetta 35" breyting?

Re: 35" breting á LC 100

Posted: 03.apr 2012, 19:51
frá Þorsteinn
já. eða svona kannski rúmlega. ég boddyhækkaði um 7 cm.