Síða 1 af 1

Að færa hásingu aftar

Posted: 25.mar 2012, 18:24
frá Hfsd037
Sælir, nú er ég að spá í að lengja Hiluxinn á milli hjóla, semsagt færa afturhásinguna aftar.
Í sambandi með pallinn, hvernig hafa menn lokað hjólagapinu sem verður eftir, með blikki eða trebba?
Hversu aftarlega ætti ég að færa afturhásinguna?
Luxinn er með 4-link, læt ég ekki stífuvasana vera á sínum stað og lengi frekar stífurnar?
Ætti fjöðrunin að aftan ekki að skána til muna eftir þessa breytingu?

Re: Að færa hásingu aftar

Posted: 18.apr 2012, 12:01
frá Valdi B
menn hafa verið að taka part af hliðum úr öðrum skúffum, ég nota complete hliðar úr extracab skúffu á doublecab skúffuna hjá ´mer... pabbi minn notaði minnir mig úr hurðum... semsagt fékk sér tvær hurðar og skar úr þeim efnið...

og það fer eftir því hvort þú ætlar að færa hásinguna mjög aftarlega eeða ekki..... það er ekki gott að hafa stífurnar of langar....

ef þú ætlar að færa hásinguna frekar aftarlega þá væri sennilega betra fyrir þig að færa vasana líka;)

vonandi hjálpar þetta þér eitthvað

Re: Að færa hásingu aftar

Posted: 18.apr 2012, 13:47
frá ellisnorra
Í teikningum sem gengið hafa um netið (íslenskar teikningar að sjálfsögðu) fyrir hilux 4link eru tvenns konar setup, annars vegar óbreytt lengd og þar er neðri stífan 77cm og hinsvegar 13cm hásingarfærslu og þar er sama stífa 90cm.
Þetta gefur einhverja hugmynd.

Re: Að færa hásingu aftar

Posted: 18.apr 2012, 14:48
frá arniph
hvað viltu fara langt aftur með hana? ef þú ferð aftur um 13 cm þá þarftu ekkert að sjóða í pallinn heldur skipta um kant og fá heilan sem kemur uppað húsinu allt aftar en það þarf að fara sjóða í hann

Re: Að færa hásingu aftar

Posted: 18.apr 2012, 16:45
frá hobo
Hfsd037 wrote:Í sambandi með pallinn, hvernig hafa menn lokað hjólagapinu sem verður eftir, með blikki eða trebba?


Fagmaður sagði mér að tefjaplast virkar ekki með boddíi. Stálið þenst út og dregst saman við hitamismun en trebbinn ekki og þar með springur hann frá. Eftir max 2 ár er ryðið komið.

Re: Að færa hásingu aftar

Posted: 18.apr 2012, 17:01
frá arni_86
Hversu langt thu àtt ad færa fer nattlega eftir thvi hvernig thu notar bilinn. Ef thu notar hann mest i ferdaløg og mikid i snjo myndi eg færa meira en 13cm.

Bìllinn verdur allur stødugri, skemmtilegri i akstri (ad minu mati) og drifgetan eykst en à mòti kemur ad hann verdur ekki eins lipur.

En 13cm breytingin er minnst vinna. handbremsubarkann tharf ekki ad lengja skylst mèr

Re: Að færa hásingu aftar

Posted: 19.apr 2012, 19:29
frá Hfsd037
Sælir og takk fyrir góð svör.

Ég er aðallega að pæla í þessu útaf lélegri fjöðrun sem kemur með þessum bílum og að þurfa ekki 44" dekk til þess að halda í 44" bíla næsta vetur ;)

en hugmyndin með að skera úr hurðum til að bæta í pallinn er afar góð og ég ætla að skoða það bara nánar, ég hugsa að ég muni festa afturkanntana saman til þess að fá heilan kannt

Re: Að færa hásingu aftar

Posted: 19.apr 2012, 23:09
frá -Hjalti-
Hfsd037 wrote:
Ég er aðallega að pæla í þessu útaf lélegri fjöðrun sem kemur með þessum bílum og að þurfa ekki 44" dekk til þess að halda í 44" bíla næsta vetur ;)



það er bara þannig haha

Re: Að færa hásingu aftar

Posted: 20.apr 2012, 00:59
frá Freyr
Hfsd037 wrote:Sælir og takk fyrir góð svör.

Ég er aðallega að pæla í þessu útaf lélegri fjöðrun sem kemur með þessum bílum og að þurfa ekki 44" dekk til þess að halda í 44" bíla næsta vetur ;)

en hugmyndin með að skera úr hurðum til að bæta í pallinn er afar góð og ég ætla að skoða það bara nánar, ég hugsa að ég muni festa afturkanntana saman til þess að fá heilan kannt



Athugaðu samt að við ýmsar aðstæður tapar þú á 44" dekkjunum. Þú missir afl og færð um leið mikið fínna (í mínum huga verra) munstur auk þess sem gripið í sólanum er ekki stöðugt þar sem dekkið er diagonal og sólinn heldur ekki lögun sinni þegar hnoðast er áfram á litlu lofti.

Re: Að færa hásingu aftar

Posted: 20.apr 2012, 20:41
frá Þorri
hobo wrote:

Fagmaður sagði mér að tefjaplast virkar ekki með boddíi. Stálið þenst út og dregst saman við hitamismun en trebbinn ekki og þar með springur hann frá. Eftir max 2 ár er ryðið komið.

Ætti þá ekki það sama að gerast með venjulegt sparsl og jafnvel málingu. Ég gerði við bensín tank með trebba það var gat á botninum á honum. 8 árum síðar þegar ég hennti bílnum var hann ekki en farinn að leka.

Re: Að færa hásingu aftar

Posted: 20.apr 2012, 21:28
frá steinarxe
Bensíntankurinn hreyfist mjög takmarkað um sjálfann sig,en boddíið og þá sérstaklega skúffur á pikkup svignar og hreyfist svo mikið að svona trebba dót springur frá. Menn hafa líka lent í vandamálum þegar þeir hafa heilsoðið blikk í skúffur að draslið springur í kringum suðurnar.

Re: Að færa hásingu aftar

Posted: 20.apr 2012, 21:40
frá hobo
Ég er einmitt í ryðbætingum á efsta hlutanum á afturhlera þar sem allt var að bólgna upp af ryði. Þar var búið að plasta yfir stór göt og svo voru endalausar umferðir af málningu til að fela ófögnuðinn.

Re: Að færa hásingu aftar

Posted: 21.apr 2012, 19:04
frá Valdi B
sæll ég fór í það loksins sjálfur í gær að smíða hliðarnar tilá bílinn hjá mér og var cirka 1 og hálfan tíma að mixa þetta saman.. (bara önnur hliðin) og þá er eftir að fínisera þetta ;)


en kemur nokkuð vel út samt.... :D

Re: Að færa hásingu aftar

Posted: 21.apr 2012, 19:19
frá Hfsd037
valdibenz wrote:sæll ég fór í það loksins sjálfur í gær að smíða hliðarnar tilá bílinn hjá mér og var cirka 1 og hálfan tíma að mixa þetta saman.. (bara önnur hliðin) og þá er eftir að fínisera þetta ;)


en kemur nokkuð vel út samt.... :D



Sæll, endilega taka myndir og deila á netinu :D

Re: Að færa hásingu aftar

Posted: 22.apr 2012, 18:34
frá Valdi B
það skal ég gera mjög fljótlega hehe :D