Hilux '90 fer ekki í gang
Hilux '90 fer ekki í gang
Sælir,
ég er með Hilux '90 2.4 diesel sem ég keyrði til vinnu og lagði en fór svo ekki í gang í lok vinnu dags.
Búið er að renna yfir hvort hráolíudæla virkar og svo var farið í síuna en það virðist vera að ekki koma olía upp í síuna (með því að handpumpa) og því fer hann (væntanlega) ekki í gang.
Er eitthvað annað en lögnin sem getur eitthvað verið að? þ.e. að það sé gat á lögn og því náist ekki að draga oíu inn á vélina?
ég er með Hilux '90 2.4 diesel sem ég keyrði til vinnu og lagði en fór svo ekki í gang í lok vinnu dags.
Búið er að renna yfir hvort hráolíudæla virkar og svo var farið í síuna en það virðist vera að ekki koma olía upp í síuna (með því að handpumpa) og því fer hann (væntanlega) ekki í gang.
Er eitthvað annað en lögnin sem getur eitthvað verið að? þ.e. að það sé gat á lögn og því náist ekki að draga oíu inn á vélina?
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: Hilux '90 fer ekki í gang
Tengdu slönguna frá olíuverkinu ofaní t.d. glæra kókflösku helst með nýrri slöngu og settu í gang.
-
- Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Hilux '90 fer ekki í gang
Sæll gæti verið kominn tæring í járnrörin sem eru við tankan og gat kveðja guðni
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: Hilux '90 fer ekki í gang
sukkaturbo wrote:Sæll gæti verið kominn tæring í járnrörin sem eru við tankan og gat kveðja guðni
Guðni það er svo margt sem þarf að reikna með ef bílarnir eru fyrir sunnan akandi í saltsullinu, það sem ekkert sér á í mínum bíl 23. ára. þá er kanski mörgum sinnum komið gat á lagnir hjá þeim.
Skil reyndar ekki hvernig er hægt að búa þarna. Kveðja! Villi
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Hilux '90 fer ekki í gang
villi58 wrote:sukkaturbo wrote:Sæll gæti verið kominn tæring í járnrörin sem eru við tankan og gat kveðja guðni
Guðni það er svo margt sem þarf að reikna með ef bílarnir eru fyrir sunnan akandi í saltsullinu, það sem ekkert sér á í mínum bíl 23. ára. þá er kanski mörgum sinnum komið gat á lagnir hjá þeim.
Skil reyndar ekki hvernig er hægt að búa þarna. Kveðja! Villi
Einu sinni var alltaf talað um dreifbýlisfordóma, nú eru það þéttbýlisfordómar :)
Eða kannski höfuðborgarfordómar.. Annars skil ég þetta vel, væri frekar til í að búa annars staðar á landinu.
Afsakið off topic.
-
- Innlegg: 279
- Skráður: 01.júl 2011, 19:19
- Fullt nafn: Baldur Gunnarsson
- Bíltegund: Rauður Hilux
- Staðsetning: Kópavogur
Re: Hilux '90 fer ekki í gang
Ég lenti einu sinni í þessu á gamla mínum, þá var farið öryggi sem ádreparinn er á. Engine main eða eitthvað álíka. Getur prófað að setja vír frá plús á geymi og á ádreparann, ef hann fer í gang þannig þá er þetta öruggi farið.
En ef hann startar og fer ekki í gang, þá fær hann ekki olíu.
kv
Baldur
En ef hann startar og fer ekki í gang, þá fær hann ekki olíu.
kv
Baldur
1986 Lada Niva
2003 Toyota Hilux DC 38"
2003 Toyota Hilux DC 38"
-
- Innlegg: 657
- Skráður: 18.feb 2011, 13:16
- Fullt nafn: þorvaldur björn matthíasson
- Staðsetning: Suðurland
Re: Hilux '90 fer ekki í gang
lenti í því með minn að ádreparinn sjálfur hætti bara allt í einu að virka, bíllinn lét bara eins og hann væri að verða olíulaus,og síðan startaði hann bara og fór ekkert í gang, reif pinnann úr ádreparanum og hann hefur ekki verið í síðan
Ford Bronco 1974 (Z-444)
Ford Bronco 1968 33"(L-1029)
Toyota Hilux dc 38" 2000
Toyota LandCruizer 90 31" 2000
Ford Bronco 1968 33"(L-1029)
Toyota Hilux dc 38" 2000
Toyota LandCruizer 90 31" 2000
-
- Innlegg: 1238
- Skráður: 23.mar 2010, 21:21
- Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
- Bíltegund: Isuzu Trooper
Re: Hilux '90 fer ekki í gang
Ég tek undir það að þetta gæti verið ádreparinn á olíverkinu. Þú finnur hann aftast á olíverkinu, minnir að vírinn sé grænn eða blár. Prufaði að tengja plús frá geymi og beint þangað.
-
- Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: Hilux '90 fer ekki í gang
Ertu búin að skoða hvort hitunarkertin fái straum?
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Re: Hilux '90 fer ekki í gang
Bíllinn er kominn í gang, beint frá geymi og í ádrepara virkaði hjá honum svo vírinn er líklega farinn hjá honum.
Re: Hilux '90 fer ekki í gang
Já tengdi beint úr geymi og tékkaði á öryggi (aftur) öryggið var í lagi en gróið fast í sætinu, hins vegar sá ég þegar betur var að gáð að vírinn var orðinn ber og illa útlítandi í ádreparann.
Hefði nú átt að muna eftir að athuga hann en ekki bara kíkja hvort öryggið væri heilt...
En þakka góðar ráðleggingar !
Hefði nú átt að muna eftir að athuga hann en ekki bara kíkja hvort öryggið væri heilt...
En þakka góðar ráðleggingar !
-
- Innlegg: 9
- Skráður: 20.aug 2012, 23:00
- Fullt nafn: Sveinbjörn Valur Jóhannsson
Re: Hilux '90 fer ekki í gang
Lennti í þessu með Lc 70. Þá var farinn í sundur vír við stórt tengi aftur við kúplingshúsið, Þar sem vélarlúmmið tengist yfir í boddý.
Re: Hilux '90 fer ekki í gang
Halló.
Ekki munið þið litina á ádreparavírnum og plúsvírnum á olíuverkið?
Kveðja
Hjörleifur.
Ekki munið þið litina á ádreparavírnum og plúsvírnum á olíuverkið?
Kveðja
Hjörleifur.
-
- Innlegg: 1238
- Skráður: 23.mar 2010, 21:21
- Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
- Bíltegund: Isuzu Trooper
Re: Hilux '90 fer ekki í gang
66 Bronco wrote:Halló.
Ekki munið þið litina á ádreparavírnum og plúsvírnum á olíuverkið?
Kveðja
Hjörleifur.
Mig minnir að hann komi svartur úr pungnum á olíuverkinu. Annars er þetta aftast á olíuverkinu, lítið plögg. Ef þú hleypir 12v á það ættiru að heyra smá smell.
edit*
Fann mynd af svona olíuverki. Hér sérðu plöggið.
Re: Hilux '90 fer ekki í gang
Þakka þér Stefán, það kom jú smá smellur svo ég er á réttri leið. Það koma svo tveir bláir vírar úr olíuverkinu framarlega, hægra megin á því, þétt saman. Eru þeir báðir fyrir plúsinn inn á olíuverk?
Takk,
Hjörleifur.
Takk,
Hjörleifur.
-
- Innlegg: 1238
- Skráður: 23.mar 2010, 21:21
- Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
- Bíltegund: Isuzu Trooper
Re: Hilux '90 fer ekki í gang
66 Bronco wrote:Þakka þér Stefán, það kom jú smá smellur svo ég er á réttri leið. Það koma svo tveir bláir vírar úr olíuverkinu framarlega, hægra megin á því, þétt saman. Eru þeir báðir fyrir plúsinn inn á olíuverk?
Takk,
Hjörleifur.
Ekki kannast ég við þá víra en mig grunar að þeir séu fyrir snúningshraðamælinn. Hversu gamall mótor er þetta?
Re: Hilux '90 fer ekki í gang
Snúningsmælir, ekki ósennilegt, þekki ekki enn aldur mótorsins, gref það upp við tækifæri.
Er sumsé straumur á ádreparapunginn allt sem hetjan þarf til að taka við sér - ef hún reynist ekki ónýt það er að segja...?
H
Er sumsé straumur á ádreparapunginn allt sem hetjan þarf til að taka við sér - ef hún reynist ekki ónýt það er að segja...?
H
-
- Innlegg: 1238
- Skráður: 23.mar 2010, 21:21
- Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
- Bíltegund: Isuzu Trooper
Re: Hilux '90 fer ekki í gang
66 Bronco wrote:Snúningsmælir, ekki ósennilegt, þekki ekki enn aldur mótorsins, gref það upp við tækifæri.
Er sumsé straumur á ádreparapunginn allt sem hetjan þarf til að taka við sér - ef hún reynist ekki ónýt það er að segja...?
H
Já það er allt sem þarf. Og hún þarf sko ekki mikið. Volt mælirinn í mínum fór niður í 6volt einu sinni en enn hélst ádreparinn opinn. Langaði alltaf að prufa 9v batterý.
Búðu svo til annan þráð þegar þú ferð að tengja glóðarkertin. Það fannst mér enn skemmtilegra ;)
Annars er gott að nota tækifærið og gangsetja þetta á gólfinu áður en hún fer í. Straumur á ádreparapunginn, feitur vír af + pólnum beint á greiðuna sem tengja glóðarkertin saman (passaðu þig bara á því að steikja þau ekki(ég fór í 11v kerti til þess að komast hjá því þegar þetta var komið í bílinn)) og olía í brúsa er allt sem þarf. Já og svo auðvitað startkapall á startarann og stóra skrúfjárnið til að hleypa á milli í startpunginn svo hann starti nú.
-
- Innlegg: 968
- Skráður: 20.aug 2010, 08:26
- Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
- Bíltegund: Toyota Hilux 3.0
Re: Hilux '90 fer ekki í gang
svartur er fyrir segullokan, hinn er fyrir snúningsmælinn og sá þriðji "ef þú sérð hann" er fyrir jörð
Segullokan, + inn) Snúningsmælirinn, signal út) ekki tengja plús í vitlausan vír ;)
glóðarkertavírinn er annaðhvort svartur/hvítur eða svartur/gulur, fer ekki framhjá þér, hann kemur úr boxinu sem er vinstra megin í húddinu :)
66 Bronco wrote:Halló.
Ekki munið þið litina á ádreparavírnum og plúsvírnum á olíuverkið?
Kveðja
Hjörleifur.
Segullokan, + inn) Snúningsmælirinn, signal út) ekki tengja plús í vitlausan vír ;)
glóðarkertavírinn er annaðhvort svartur/hvítur eða svartur/gulur, fer ekki framhjá þér, hann kemur úr boxinu sem er vinstra megin í húddinu :)
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur