Smá pæling í sambandi við túrbínu.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 164
- Skráður: 08.des 2011, 21:05
- Fullt nafn: Jóhann Elís Runólfsson
- Bíltegund: Nissan Patrol
Smá pæling í sambandi við túrbínu.
Sælir félagar. Vildi bara spyrja, var að fá túrbínu úr upptekt. Finnst armurinn í EGR lokann (heitir þetta ekki það?) Vera rosalega stífur í sætið sitt, þarf að toga hann á réttan stað með wise ef gott á heita. Þarf að stilla hann eitthvað eða er þetta eðlilegt? Kv, Jóhann
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: Smá pæling í sambandi við túrbínu.
Getur verið eðlilegt, kemur í ljós ef þú ert með Boost mæli, hvort sé eðlilegur þrýstingur.
-
- Innlegg: 276
- Skráður: 04.nóv 2012, 19:39
- Fullt nafn: Jón Ingi Þorgrímsson
- Bíltegund: Cruiser
- Staðsetning: Álftanes
Re: Smá pæling í sambandi við túrbínu.
armurinn er mjög stífur (þú ert að draga saman gorm) það stemmir enda er membra/þind inní húsinu sem hann gengur úr og talsvert flatarmál þar sem þrýstingur frá túrbínu vinnur á F=A*p
F = kraftur (N)
A = flatarmál (m2)
p = þrýstingur (Pascal eða N/m2)
þetta er framhjáhlaupsventill, (bypass valve), hleypir umframþrýstingi (sem er stilltur í húsinu, gormkraftur vs loftþrýsting á membruna) svo vélin fái ekki meira loft og þar með þrýsting en henni er hollt.
í Muzzo er 0,6bar (9psi) mælt hjá mér.
F = kraftur (N)
A = flatarmál (m2)
p = þrýstingur (Pascal eða N/m2)
þetta er framhjáhlaupsventill, (bypass valve), hleypir umframþrýstingi (sem er stilltur í húsinu, gormkraftur vs loftþrýsting á membruna) svo vélin fái ekki meira loft og þar með þrýsting en henni er hollt.
í Muzzo er 0,6bar (9psi) mælt hjá mér.
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: Smá pæling í sambandi við túrbínu.
Navigatoramadeus wrote:armurinn er mjög stífur (þú ert að draga saman gorm) það stemmir enda er membra/þind inní húsinu sem hann gengur úr og talsvert flatarmál þar sem þrýstingur frá túrbínu vinnur á F=A*p
F = kraftur (N)
A = flatarmál (m2)
p = þrýstingur (Pascal eða N/m2)
þetta er framhjáhlaupsventill, (bypass valve), hleypir umframþrýstingi (sem er stilltur í húsinu, gormkraftur vs loftþrýsting á membruna) svo vélin fái ekki meira loft og þar með þrýsting en henni er hollt.
í Muzzo er 0,6bar (9psi) mælt hjá mér.
Ert þú eitthvað skildur Hr. Cummings ?
-
- Innlegg: 276
- Skráður: 04.nóv 2012, 19:39
- Fullt nafn: Jón Ingi Þorgrímsson
- Bíltegund: Cruiser
- Staðsetning: Álftanes
Re: Smá pæling í sambandi við túrbínu.
svona í gríni þá væri átakið mv 0,6bar opnunarþrýsting og þvermálið á membrunni 6cm =
F = A*p
A = d2*pí/4
A = 0,06 (í öðru veldi) * pí/4
A= 0,00283m2
0,6bar = 60.000Pascal (N/m2)
F = 0,00283*60.000
F = 170N
ca 17kg kraftur sem þú þarft að toga með mv "slumputölur", gæti það passað ?
F = A*p
A = d2*pí/4
A = 0,06 (í öðru veldi) * pí/4
A= 0,00283m2
0,6bar = 60.000Pascal (N/m2)
F = 0,00283*60.000
F = 170N
ca 17kg kraftur sem þú þarft að toga með mv "slumputölur", gæti það passað ?
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: Smá pæling í sambandi við túrbínu.
Navigatoramadeus wrote:svona í gríni þá væri átakið mv 0,6bar opnunarþrýsting og þvermálið á membrunni 6cm =
F = A*p
A = d2*pí/4
A = 0,06 (í öðru veldi) * pí/4
A= 0,00283m2
0,6bar = 60.000Pascal (N/m2)
F = 0,00283*60.000
F = 170N
ca 17kg kraftur sem þú þarft að toga með mv "slumputölur", gæti það passað ?
Takk fyrir, gott að eiga svona útreikning.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 164
- Skráður: 08.des 2011, 21:05
- Fullt nafn: Jóhann Elís Runólfsson
- Bíltegund: Nissan Patrol
Re: Smá pæling í sambandi við túrbínu.
Já, sýnist þetta stemma. Þá get ég andað léttar og farið að raða saman þegar helv... pakkningarnar á bakvið pústgreinina skila sér frá ástralíu! Takk kærlega fyrir fljót og góð svör :)
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Smá pæling í sambandi við túrbínu.
Svo til að hafa allt rétt þá er þetta kallað eða 'wastegate actuator' en á einfaldri sveitamanns- íslensku taðventilsmembra.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 164
- Skráður: 08.des 2011, 21:05
- Fullt nafn: Jóhann Elís Runólfsson
- Bíltegund: Nissan Patrol
Re: Smá pæling í sambandi við túrbínu.
Taðventilsmembra skal helvítið heita :)
-
- Innlegg: 276
- Skráður: 04.nóv 2012, 19:39
- Fullt nafn: Jón Ingi Þorgrímsson
- Bíltegund: Cruiser
- Staðsetning: Álftanes
Re: Smá pæling í sambandi við túrbínu.
Stebbi wrote:Svo til að hafa allt rétt þá er þetta kallað eða 'wastegate actuator' en á einfaldri sveitamanns- íslensku taðventilsmembra.
wastegate er klárlega réttheiti, takk fyrir það !
góð lesning;
http://www.turbodynamics.co.uk/technica ... bocharger/
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur