Góðan daginn.
Ég veit að þetta er jeppaspjall en mér datt í hug þar sem hér eru margir klárir í viðgerðum að henda þessu inn.
Ég er með Skoda Ocovia 2001 árgerð sem ég fékk í skiptum nýlega og er í bölvuðum vandræðum með ganginn í honum. Þetta lýsir sér þannig að hann dettur ekki beint í gang heldur þarf stundum að reyna nokkrum sinnum og svo á endanum dettur hann í gang og gengur hægaganginn svona þokkalega. Svo ef maður gefur bílnum inn þá drepur hann á sér og erfitt getur verið að koma honum í gang aftur.
Ég er búinn að láta setja hann í tölvu hjá Heklu og kom bilun á súrefnisskynjara sem ég er búinn að skipta um (var keyptur í stillingu).
Mín spurning er getur verið að það þurfi að vera original skynjari en ekki svona aftermarket í honum?
Kv.Hilmar
Bilaður skodi
Re: Bilaður skodi
Það getur verið svakalega gott að hafa upplýsingar með hvaða vél er í bílnum, fyrst það er súrefnisskynjari þá eru miklir möguleikar á að þú sért að tala um bensínvél, en svo er spurning, er þetta 1.6, 1.8, 1.8T 2.0 eða kjarnorkuvél :)
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 111
- Skráður: 09.mar 2010, 17:10
- Fullt nafn: Hilmar Freyr Gunnarsson
Re: Bilaður skodi
Gleymdi því í öllum látunum.
Þetta er bensín 1,6. beinskiptur. Það er einn súrefnisskynjari í þessum bíl en fékk upplýsingar að það eru 2 í sumum.
Þetta er bensín 1,6. beinskiptur. Það er einn súrefnisskynjari í þessum bíl en fékk upplýsingar að það eru 2 í sumum.
Re: Bilaður skodi
Spjaldhúsið, EGR stíflaður, háspennukefli, toppstöðunemi, lofflæðiskynjari á loftsíuhúsinu (er tengið ofaná loftsíulokinu ekki tengt), stíflaður/ónýtur kvarfakútur.
-
- Innlegg: 703
- Skráður: 14.aug 2010, 21:35
- Fullt nafn: ólafur finnur jóhannsson
- Bíltegund: Toyota Yaris GRMN
- Staðsetning: Akureyri
Re: Bilaður skodi
var með svona skoda um daginn með svipuð einkeni og það var súrefniskinjari sem var ónýtur og það gekk ekki að nota skinjara úr stillingu feingum orginal og allt varð gott
Toyota Yaris GR 4 2020
Hilux Sr5 22re 1995
Hilux Sr5 22re 1995
Re: Bilaður skodi
Það er nú ekki alltaf sem bílar samþykkja þessa universal skynjara. Spurning um að prófa að setja orginal í hann.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 111
- Skráður: 09.mar 2010, 17:10
- Fullt nafn: Hilmar Freyr Gunnarsson
Re: Bilaður skodi
Takk fyrir svörin. Mun prufa að kaupa original skynjara og setja hann í.
Re: Bilaður skodi
Það er annsi algengt að það komi villumelding á súrefnisskynjara þegar loftflæðiskynjarinn er skítugur, Byrjaðu á að skoða loftflæðiskynjarann, hann er vanalega staðsettur við loftsíuna, og ef þú hefur kunnáttu til að þrífa hann þá væri það góð byrjun, eða fá næsta verkstæði til að skoðann.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 111
- Skráður: 09.mar 2010, 17:10
- Fullt nafn: Hilmar Freyr Gunnarsson
Re: Bilaður skodi
Var búin að hreinsa hann og einnig fékk ég annan til prufu og ekkert breyttist.
-
- Innlegg: 968
- Skráður: 20.aug 2010, 08:26
- Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
- Bíltegund: Toyota Hilux 3.0
Re: Bilaður skodi
Ég var einmitt með Golf sem var hundleiðinlegur í hægagangi, ég las af honum með ODBII tölvu og hún benti á að það væri villa frá vélartölvunni þannig að ég prufaði að skipta um vélartölvuna og spjaldlokuna á sama tíma, alveg sama sagan eftir á..
Þannig ég pantaði tíma hjá Heklu og fór með hann þangað í lesningu, á meðan maðurinn las af bílnum gat ég spjallað við hann aðeins um þetta, hann benti mér á hluti sem ég þyrfti að athuga og svona, en þarna fékk ég alveg 100% lesningu sem ég hefði átt að gera í byrjun!
því það að vera búinn að eyða tíma í að reyna finna þetta út sjálfur og kaupa eitthverja óþarfa hluti til að athuga var bara bull! því að þetta var allan tímann bara tveir skynjarar, púst og hita. þeir seldu mér aftermarket skynjara og þeir kostuðu vel undir 20 þús
Tölvulesning kostar skitinn 6000 þús kall hjá þeim, og þú færð að vita ýmiskonar trix frá verkstæðismönnum ef þú bara spyrð eftir þeim :)
Þannig ég pantaði tíma hjá Heklu og fór með hann þangað í lesningu, á meðan maðurinn las af bílnum gat ég spjallað við hann aðeins um þetta, hann benti mér á hluti sem ég þyrfti að athuga og svona, en þarna fékk ég alveg 100% lesningu sem ég hefði átt að gera í byrjun!
því það að vera búinn að eyða tíma í að reyna finna þetta út sjálfur og kaupa eitthverja óþarfa hluti til að athuga var bara bull! því að þetta var allan tímann bara tveir skynjarar, púst og hita. þeir seldu mér aftermarket skynjara og þeir kostuðu vel undir 20 þús
Tölvulesning kostar skitinn 6000 þús kall hjá þeim, og þú færð að vita ýmiskonar trix frá verkstæðismönnum ef þú bara spyrð eftir þeim :)
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur