Erum að spá uppá að ná sem bestu torki úr hverjum jeppa hvernig uppsetning pústkerfis sé best og þá einnig miðað við sverleika. Höfum heyrt svo margar hugmyndir um hvað á að virka best. Skapaðist umræða um þetta eins og svo oft áður í skúrnum þegar við vorum að ræða að það þyrfti að skipta um púst í Nissaninum. Þá var einn sem sagði að best væri að taka bara sitthvora pípuna, með sitthvorum kútnum út undan bíl fyrir framan afturdekk, semsagt ekkert tengt saman bara tvær pípur aftur, annar sagði að það gengi aldrei upp og vildi meina að það ætti bara að taka þetta í 2,5" saman, hafa 1-2 kúta á því og láta það ná alveg afturundan bílnum. Annar sagði að taka tvær 2" pípur saman og svo splitta þeim aftur með 2 kútum og 2.5" rörum.
Komu upp allskonar hugmynsir og alhæfingar enn miðum bara við eins og 3.0 v6 Nissan sem þessi umræða startaðist nú útaf. hvernig er uppsetning best á kerfi undir þannig bíl svo úr náist sem mest tog?
Já svo er ónýtur pústskynjari fyrir framan hvarfakút, ætlunin er að fjarlægja hvarfakútinn og er hægt að fjarlægja þennan pústskynjara líka eða þarf hann að vera?
Kanski hrista menn hausinn enn það er nú bara einu sinni svo að ef maður spyr ekki, þá veit maður ekki (glottandi blikkkall)
Hér er það sem kallinn er með í huga, vill bara hafa þetta eins og það var, ekkert vesen og notast við 2.5", er þetta kanski bara vitleysa?
