Heimasmíðað drop á dráttarbeisli

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
JonHrafn
Innlegg: 578
Skráður: 06.feb 2010, 10:41
Fullt nafn: Jón Hrafn Karlsson
Staðsetning: Keflavík south

Heimasmíðað drop á dráttarbeisli

Postfrá JonHrafn » 07.aug 2010, 18:14

Jæja, hvernig hafa menn verið að græja sér Drop kúlur fyrir 30-40cm svo að kerra sé ekki upp á rönd á háum jeppa?

Við vorum að pæla í að smíða okkur dropp kúlu sem væri með lóðréttum prófil, sama þvermál og gengur inn í beislið á bílnum, með flatjárns styrkingu að ofan, síðan kúluna á flatjárni neðst.

Endilega ausið úr viskubrunnum ykkar. Þetta yrði notað til draga max 1000kg kerru.



User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Heimasmíðað drop á dráttarbeisli

Postfrá Kiddi » 07.aug 2010, 22:50

Kúlan verður ekki lögleg nema hællinn sé vottaður eða smíðaður af viðurkenndu verkstæði... bara rétt að hafa það í huga!

User avatar

Höfundur þráðar
JonHrafn
Innlegg: 578
Skráður: 06.feb 2010, 10:41
Fullt nafn: Jón Hrafn Karlsson
Staðsetning: Keflavík south

Re: Heimasmíðað drop á dráttarbeisli

Postfrá JonHrafn » 08.aug 2010, 08:40

Ok það vissi ég ekki :þ

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Heimasmíðað drop á dráttarbeisli

Postfrá Stebbi » 08.aug 2010, 19:35

JonHrafn wrote:Ok það vissi ég ekki :þ



Það má EKKERT í dag.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Re: Heimasmíðað drop á dráttarbeisli

Postfrá Brjótur » 08.aug 2010, 19:50

þá smíðar þú bara svanaháls á kerruna ;)

User avatar

Höfundur þráðar
JonHrafn
Innlegg: 578
Skráður: 06.feb 2010, 10:41
Fullt nafn: Jón Hrafn Karlsson
Staðsetning: Keflavík south

Re: Heimasmíðað drop á dráttarbeisli

Postfrá JonHrafn » 08.aug 2010, 20:21

Ég á nú nokkrar kúlur með mismunandi droppum, einu sem eru eitthvað stimplaðar eru einhverjar af 0drop kúlunum. Þannig að ég hef þá lengi verið tifandi tímasprengja í umferðinni með drop kúlur án kennitölu.

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Heimasmíðað drop á dráttarbeisli

Postfrá Stebbi » 08.aug 2010, 22:28

Brjótur wrote:þá smíðar þú bara svanaháls á kerruna ;)



Eins fyndið og það er þá getur enginn bannað þér að hækka beislið á kerruni.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


joias
Innlegg: 633
Skráður: 15.feb 2010, 21:15
Fullt nafn: Jóhann Lúðvíksson

Re: Heimasmíðað drop á dráttarbeisli

Postfrá joias » 08.aug 2010, 22:42

Það er nú lítið mál að smíða þær dropp kúlur sem maður þarf og taka þær svo af bílnum fyrir skoðun :)
Prodject Toylett Hilux Longcap eða hvað á að kalla það...

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Heimasmíðað drop á dráttarbeisli

Postfrá Stebbi » 08.aug 2010, 22:58

joias wrote:Það er nú lítið mál að smíða þær dropp kúlur sem maður þarf og taka þær svo af bílnum fyrir skoðun :)


Enn ef að þú ert stoppaður í tékk um verslunarmannahelgina og hjólhýsið hangir í heimasmíðuðu óvottuðu kúluni. Skoðunarstöðvarnar eru minsta vandamálið, ég lét skrá beisli á bílinn minn gegn mínu orði um daginn. Skoðunarmaðurinn hafði ekkert í höndunum nema mín orð, ekki það að ég hafi verið að ljúga að honum.
Síðast breytt af Stebbi þann 08.aug 2010, 23:00, breytt 1 sinni samtals.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Heimasmíðað drop á dráttarbeisli

Postfrá ellisnorra » 08.aug 2010, 22:59

joias wrote:Það er nú lítið mál að smíða þær dropp kúlur sem maður þarf og taka þær svo af bílnum fyrir skoðun :)



Passa líka að fela droppið fyrir löggunni þegar það brotnar og kerran þeytist framan á næsta bíl með ófyrirsjáanlegum afleiðingum...

Magnað hvað allt má vera í lamasessi hjá mörgum nema rétt í gegnum skoðun, ekki að ég sé alsaklaus en ég leik mér þó ekki að því...
http://www.jeppafelgur.is/


Hlynurh
Innlegg: 120
Skráður: 21.mar 2010, 20:08
Fullt nafn: Hlynur Hilmarsson

Re: Heimasmíðað drop á dráttarbeisli

Postfrá Hlynurh » 09.aug 2010, 02:18

Gilda ekki bara sömu reglur með þetta eins og dráttarbeislið ef það er heimasmíðað þá er nóg að þrikkja í þyngd og 3 fyrstu stafi í nafninu þínu og þá er allt gott og löglegt.
Skoðunarkarlinn sagði mér það þegar ég fór með hiluxinn minn með heimasmíðuðu dráttarbeisli í skoðun


Cruser
Innlegg: 156
Skráður: 29.mar 2010, 17:05
Fullt nafn: Bjarki Logason

Re: Heimasmíðað drop á dráttarbeisli

Postfrá Cruser » 20.aug 2010, 18:14

Nákvæmlega bara stimpla í það sem maður smíðar sjálfur.
Hér fyrir nokkrum árum var verið að gegnumlísa suður svo menn fengju einhverja vottun, en það er víst liðin tíð er mér sagt.
Og oftar en ekki er nú sumt betra sem er gert í skúrnum heldur en á einhverju " viðurkenndu verkstæði"
Kv Bjarki
Kv
Bjarki


Guðni Bridde
Innlegg: 42
Skráður: 16.feb 2010, 13:34
Fullt nafn: Guðni A Bridde

Re: Heimasmíðað drop á dráttarbeisli

Postfrá Guðni Bridde » 21.aug 2010, 20:50

Það eru bara svo alltof margir sem kunna ekki rassgat að sjóða og halda að þeir séu að gera voða fín stykki sem eru í rauninni
íllasmíðuð ílla soðin og ógeðsleg stykki
Partur af vinnunni minni er að græja svona dót og ruslið sem maður hefur stundum fengið inná borð er ótrúlegt
Ekki vil ég treysta einhverju suðu hráku úr einhverjum skúrnum til að draga 1100 kg fellihýsi t.d :D

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Heimasmíðað drop á dráttarbeisli

Postfrá Stebbi » 22.aug 2010, 21:20

Hlynurh wrote:Gilda ekki bara sömu reglur með þetta eins og dráttarbeislið ef það er heimasmíðað þá er nóg að þrikkja í þyngd og 3 fyrstu stafi í nafninu þínu og þá er allt gott og löglegt.
Skoðunarkarlinn sagði mér það þegar ég fór með hiluxinn minn með heimasmíðuðu dráttarbeisli í skoðun


Hvernig virkar eftirlit á svoleiðis verknaði, getur bara hvaða slúbbi sem er reddað sér 3 rafgeymum, startköplum og suðupinnum og smíðað sér beysli sem á að þola hvað sem er svo lengi sem hann getur stimplað eitthvað í stálið.
Nú finnst mér að menn ættu að geta smíðað sem mest sjálfir í bílana sína og hefur mér margoft dottið í hug að smíða mér dráttarbeysli í fólksbílana mína en það er alltaf þetta með að lenda á rétta skoðunarmanninum. Það hlítur að vera alveg ömurlegt að vera búin að leggja í hellings vinnu við að græja svona í bílinn og svo segir einhver gaur í samfesting sem skítur reglugerðum að þetta sé ekki löglegt afþví að það vantar eitthvað fyrirtækisnafn á það.

Er einhver með þessar reglur á hreinu sem getur sett þetta á hreint.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


cruser 90
Innlegg: 122
Skráður: 25.júl 2010, 23:59
Fullt nafn: Jóhann V Helgason

Re: Heimasmíðað drop á dráttarbeisli

Postfrá cruser 90 » 15.sep 2010, 22:59

Sælir félagar ég sem suðumaður er alfarið á móti því að einhver sem að veit ekki hvað hann er að géra sé að sjóða sona hluti sem skifta so miklu máli í umferðinni það er ekkért grín að missa tækin aftanúr bílum þetta er eins með stíris stangir eða leingingar og fleirra en ég leingdi stýristaung og ég lét taka hana út hjá verkfræðistofu Péturs hann stimblar og græjar og sprúnguleitar kv jói
Jóhann V Helgason S:8408083

User avatar

Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Re: Heimasmíðað drop á dráttarbeisli

Postfrá Brjótur » 17.sep 2010, 09:18

Jói það getur nú hver sem er stimplað þetta dót því miður, en er það nóg þarf ekki að mynda allar suður? og ef svo er þá er aðeins einn aðili sem má gera það og það er einhver kall í Grafarvoginum heima í skúr.

kveðja Helgi

User avatar

ssjo
Innlegg: 56
Skráður: 05.apr 2010, 10:27
Fullt nafn: Sigurður Sveinn Jónsson
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavík

Re: Heimasmíðað drop á dráttarbeisli

Postfrá ssjo » 17.sep 2010, 17:32

Segið mér hvað ég þarf að gera við "kerruna" sem ég er að smíða. Hún er úr 4 m löngu 50x50 prófílrör og öxull úr sama með flexitorum á og 14" felgum. Síðan eru fjórar styttur til að halda við gúmmíbát. Eigin yngd á að giska um 100 kg, heildarþyngd um 250 kg. Er nóg að ég vigti gripinn og setji stafina mína í ? eða skoðun? eða hvað?.

User avatar

Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 884
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Chevrolet Bronco

Re: Heimasmíðað drop á dráttarbeisli

Postfrá Polarbear » 17.sep 2010, 18:13

kerrur með heildarþyngd undir 750 kíló þarf ekki að fara með í skoðun og þurfa ekki bremsur. stansaðu bara eiginþyngd, burðargetu (sem er 749 kg mínus eigin þyngd og hámarks heildarþyngd (749 kg) og svo stafina þína undir + raðnúmer kerrunar :)

í þínu tilfelli myndi ég reyndar hafa burðargetu um 400 kg þar sem þessi kerra þolir örugglega aldrei meira hlass miðað við lýsinguna hvort eð er.
eitthvað í þessa veru:

Eigin þyngd: 100kg
Leyfð heildarþyngd: 500kg
burðargeta: 400kg
LRH-0001
Síðast breytt af Polarbear þann 17.sep 2010, 18:20, breytt 1 sinni samtals.


cruser 90
Innlegg: 122
Skráður: 25.júl 2010, 23:59
Fullt nafn: Jóhann V Helgason

Re: Heimasmíðað drop á dráttarbeisli

Postfrá cruser 90 » 17.sep 2010, 18:18

Helgi það er verkfræðistofa Péturs hann er sá eini sem tekur suður út í dag en yfirleitt eru þessar suður hverk suður það er ekki hægt að mynda þær en hann sprúngu leitar suðurnar sem er ágætis aðferð kv jói ps: en hinsvegar er vélsmiðjan héðinn að smíða dropp og beisli
Jóhann V Helgason S:8408083

User avatar

ssjo
Innlegg: 56
Skráður: 05.apr 2010, 10:27
Fullt nafn: Sigurður Sveinn Jónsson
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavík

Re: Heimasmíðað drop á dráttarbeisli

Postfrá ssjo » 17.sep 2010, 20:57

Takk fyrir hjálpina Lárus. Gott að vita þetta.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur