Postfrá Izan » 09.aug 2010, 22:19
Sæll
Ég er svosum að verða lens á hugmyndum. Hvernig er olíuverkið tímastillt, er hægt að hreyfa það eitthvað um fáeinar gráður á standinum eða er það algerlega fast? Ef vandamálið kemur frekar í ljós þegar olíugjöfin er í botni frekar en snúningshraði vélarinnar gæti mér dottið það í hug.
Ég ætla að taka fram að ég er enginn sérfræðingur og er bara að tíunda það sem mér dettur í hug og það sem drifið hefur á daga mína í gegnum tíðina. Ég grautaðist svolítið í olíuverki í 6.2 mótor í vetur og tel mig hafa lært dálítið af því. Fékk m.a. eitt ónýtt sem ég gat opnað og grautast í til að skoða og spá og spöglera. MMC olíuverkið er náttúrulega ekki eins en ég er nokkuð viss um að ferlið sé keimlíkt.
Þegar þú gefur í fer af stað ákveðið ferli sem flýtir verkinu. Það þýðir að ef verkið er stillt of fljótt getur verkið dælt olíu allt of snemma í cylinerinn og þá hugsanlega brennur hún ekki vel, mótorinn getur misst afl og reykt.
Þú getur líka að gamni prófað að setja slurk af sjálfskiptivökva við hráolíuna og taka rúnt. Dísurnar og olíuverkið hefðu bara gott af því að fá smá auka smurefni. Einhver búnaður heldur uppi þrýstingi á olíuverkinu sem hugsanlega kaldræsing óvirjar, ventillinn gæti verið að hrekkja eða slefið. Stíflað slef getur gert allskyns hluti.
Þetta EGR júnit er eitthvað sem ég þekki ekkert.
Boostmælir er bara venjulegur þrýstimælir og hann mælir þrýsting þar sem þú tengir hann. Ef þú vilt vita hvað túrbínan er að skila frá sér tengirðu hann sem næst túrbínunni og ef þú vilt vita hvaða loftþrýstingur er á soggreininni þá tengirðu mælinn þar. Mönnum hefur svolítið greint á um staðsetninguna og þá er bara spurning eftir hverju þeir leita og hverju þeir þurfa að fylgjast með. Svo ég nefni Patrol enn og aftur þá er tilfellið að túrbínan þolir ekki endalausann þrýsting eins og margar aðrar. þessvegna er mikilvægt að fylgjast með því hvað túrbínan gerir en ef þú veist að mótorinn þolir bara ákveðið mikinn þrýsting á soggreinina þá staðseturðu mælinn þar til að sjá til þess að vélinni sé ekki ofboðið. Öryggisventillinn í Patrol hleypir út minnir mig í kringum 12-13 pund en túrbínan þolir 14-15. Til að nýta þessi 2 auka pund get ég ekki haft ventilinn.
Haffi, ég er ekki að skrifa hér til að kítast um hvaða jeppi drífur mest. Ég geri mér fulla grein fyrir að Patrolinn er þunglamalegri bíll heldur en Pajeróinn og kannski þessvegna sem menn vita vel hvað má bjóða þeim vélum. Það leita allir Patroleigendur á sömu mið, aukið afl.
Hinsvegar er venjuleg dieselturbo vél í Patrol alveg eins og í Mitsubishi. Það skiptir engu máli hver framleiðir vélarnar, þær eru allar að virka mjög svipað fyrir utan fáein atriði sem framleiðendur tileinka sér. Annars eru þær allar að nýta mjög sambærilega uppbyggingu til að vinna enda vinna þær allar eins.
Skemmtilegt reyndar að þú segir að Pæjan hafi víðara notagildi á snúningssviðinu og að mótorinn sé í maxi í 4500 sn því að ég hef séð nálina fara uppfyrir 5000 sn á Pattanum mínum, vél sem entist 345.000 km. Það er satt, patrolinn eru ömurlegir jeppar;-)
Kv Jón Garðar,