gírkassavesen mmc pajero sport

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
DABBI SIG
Innlegg: 306
Skráður: 01.feb 2010, 00:02
Fullt nafn: Davíð Þór Sigurðsson
Staðsetning: Garðabær
Hafa samband:

gírkassavesen mmc pajero sport

Postfrá DABBI SIG » 25.nóv 2012, 23:52

Kvöldið,

Bíllinn hjá bróðir mínum tók uppá smá gírkassaveseni áðan og ég ætlaði að athuga hvort einhver kannaðist við þetta eða hefði hugmynd um bilun. Þetta er 1999 árg 2,5 dísel pajero sport beinskiptur.
Bilanalýsingin er sú að bíllinn hefur verið ágætur í gírum þann tíma sem hann hefur átt hann (innan við mánuð) og það er nýleg kúpling frá þessu ári.
Hinsvegar núna bara í kvöld var verið að keyra hann á hefðbundinn hátt áleiðis útúr bænum uppá höfða, skipt úr 5 gír niður í 4 ósköp venjulega nema þá varð hann allt í einu stífur á milli gíra. Bíllinn var ekki í neinu sérstöku átaki, ekki verið að setja í bakkgír eða neitt álíka. Fyrir virtist syncro í kassanum og kassinn vera í góðu lagi, þ.e. ekki fannst svona hik eða stirðleiki milli gíra eins og syncro vesen, eina sem var athugavert var að gírstöngin sjálf var frekar laus, þ.e. mikil hreyfing á henni.
Við skoðun inná bílastæði þá lýsti sér það þannig að kúplingin slítur ekki og bíllinn vill ekki fara í gíra í kyrrstöðu í gangi og erfitt er að keyra hann nema "kýla" hann í gír, þ.e. hitta á réttan snúning milli vélar og gírkassa og keyra þannig.
Engin merkjanleg breyting varð á sjálfri kúplingunni, þ.e. hún er alveg eins stíf og hún var, tengipunkturinn á sama stað nema hún bara slítur ekki, þ.e. þegar bíllinn er í fyrsta gír og kúplað niður í botn hreyfist bíllinn örlítið, þ.e. mjakast áfram í lausagangi og ekki er hægt að koma bílnum af stað úr kyrrstöðu úr neutral og í fyrsta gír þó kúplað sé niður í botn.
Prufað var að lofttæma kúplingsþrælinn, þ.e. með því að opna nippil að neðanverðu og láta renna í gegn með því að stíga á kúplingu. Engin breyting varð á kúplingunni við það. Engann leka var heldur að sjá úr þrælnum áður en lofttæmt var.

Þess má geta að ég hef átt L200 með sama gírkassa sem lenti í lofttæmingarveseni og þetta lýsir sér ekki eins og það, enda breytti lofttæmingin engu.

Því er spurningin, hvað gæti verið að? Yrði mjög þakklátur ef menn þekkja lýsingarnar og deili því hvað gæti verið lausn.


-Defender 110 44"-

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: gírkassavesen mmc pajero sport

Postfrá Stebbi » 26.nóv 2012, 00:07

Hljómar eins og kúplingsvesen en ekki gírkassavesen, myndi skjóta á að höfuðdælan væri farin að leka inní sér fyrst að lofttæming virkar ekki. Svo getur stundum þurft að lofttæma höfuðdæluna með því að pumpa og losa uppá rörinu.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Höfundur þráðar
DABBI SIG
Innlegg: 306
Skráður: 01.feb 2010, 00:02
Fullt nafn: Davíð Þór Sigurðsson
Staðsetning: Garðabær
Hafa samband:

Re: gírkassavesen mmc pajero sport

Postfrá DABBI SIG » 26.nóv 2012, 00:20

Stebbi wrote:Hljómar eins og kúplingsvesen en ekki gírkassavesen, myndi skjóta á að höfuðdælan væri farin að leka inní sér fyrst að lofttæming virkar ekki. Svo getur stundum þurft að lofttæma höfuðdæluna með því að pumpa og losa uppá rörinu.


en ef það þarf að lofttæma höfuðdæluna ætti kúplingin ekki að lýsa sér með loftvandamál, þ.e. vera ekki stíf og breytast tengipunkturinn neðar og þannig slöpp?
-Defender 110 44"-

User avatar

Óli ágúst
Innlegg: 103
Skráður: 03.sep 2011, 07:24
Fullt nafn: Ólafur Ágúst Pálsson

Re: gírkassavesen mmc pajero sport

Postfrá Óli ágúst » 28.nóv 2012, 15:03

það getur verið að legan sem er í svinghjólinu og heldur undir kúplings öxulinn sé föst.
Blautt, kalt, rykugt og bilað...
Ólafur Ágúst Pálsson
893-3532
Defender 110 2002 38"/44"

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: gírkassavesen mmc pajero sport

Postfrá Stebbi » 28.nóv 2012, 16:31

DABBI SIG wrote:
Stebbi wrote:Hljómar eins og kúplingsvesen en ekki gírkassavesen, myndi skjóta á að höfuðdælan væri farin að leka inní sér fyrst að lofttæming virkar ekki. Svo getur stundum þurft að lofttæma höfuðdæluna með því að pumpa og losa uppá rörinu.


en ef það þarf að lofttæma höfuðdæluna ætti kúplingin ekki að lýsa sér með loftvandamál, þ.e. vera ekki stíf og breytast tengipunkturinn neðar og þannig slöpp?


Hafið þið prufað að pumpa kúplinguna 5-6 sinnum og reyna að setja í gír.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Google [Bot] og 1 gestur