Blikkandi airbag ljós

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
Cruserinn
Innlegg: 78
Skráður: 15.apr 2011, 18:04
Fullt nafn: Björgvin Þór Vignisson
Bíltegund: Toyota Lancruser 90V

Blikkandi airbag ljós

Postfrá Cruserinn » 02.okt 2012, 23:15

Ég er mep lc90 og það blikkar alltaf Air bag ljósið í mælaborðinu og nú nýlega fór abs ljósið að blikka líka en það hættir að blikka þegar ég er á ferð en hitt heldur áfram. Er einhver sem hefur lent í þessu eða veit hvað hugsanlega getur verið að?


Kv. Björgvin Þ. Vignisson

Toyota LC90 árg.97 38"


Stjáni
Innlegg: 460
Skráður: 28.apr 2010, 13:36
Fullt nafn: Kristján Már Guðnason
Bíltegund: Jeep cj5
Staðsetning: Reykjavík

Re: Blikkandi airbag ljós

Postfrá Stjáni » 02.okt 2012, 23:19

Kanaðu öryggið fyrir airbagljósið til að byrja með eða já farðu yfir öll öryggi það er það sem ég get ráðlagt þér en mjög líklega er einhver hér sem getur gefið þér betri upplýsingar, hvernig bíl ertu með?
Ef abs ljósið logar/blikkar þá er ekki ósennilegt að abs skynjari í einhverju af hjólunum sé að svíkja
vona að þetta hjálpi eitthvað :)

kv Kristján


Höfundur þráðar
Cruserinn
Innlegg: 78
Skráður: 15.apr 2011, 18:04
Fullt nafn: Björgvin Þór Vignisson
Bíltegund: Toyota Lancruser 90V

Re: Blikkandi airbag ljós

Postfrá Cruserinn » 02.okt 2012, 23:30

Takk fyrir þetta ég er með Landcruser 90 árg 1997
Kv. Björgvin Þ. Vignisson

Toyota LC90 árg.97 38"


Höfundur þráðar
Cruserinn
Innlegg: 78
Skráður: 15.apr 2011, 18:04
Fullt nafn: Björgvin Þór Vignisson
Bíltegund: Toyota Lancruser 90V

Re: Blikkandi airbag ljós

Postfrá Cruserinn » 20.nóv 2012, 23:41

Er enginn hér sem veit hvað getur mögulega verið að??
Kv. Björgvin Þ. Vignisson

Toyota LC90 árg.97 38"

User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1069
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Ford Transit
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Blikkandi airbag ljós

Postfrá gislisveri » 21.nóv 2012, 08:59

Það er líklega fljótlegast að láta lesa af bílnum til að komast að því hvað er að.
Annars myndi ég skoða hvort það eru tengi undir sætunum fyrir beltarofa, þau fara gjarnan í sundur og þá kviknar airbag ljósið.
ABS ljósið kviknar gjarnan útaf biluðum hjólskynjara, má skoða tengin að þeim út við hjól, en tölvuaflestur segir yfirleitt strax hvar á að leita. Stundum kviknar ABS ljós þegar skynjararnir hafa færst til í sætinu og nema ekki lengur snúning hjólsins. Er nýlega búið að eiga eitthvað við hjólin, t.d. skipta um bremsuklossa eða spindilkúlur?
Kv.
Gísli.


Höfundur þráðar
Cruserinn
Innlegg: 78
Skráður: 15.apr 2011, 18:04
Fullt nafn: Björgvin Þór Vignisson
Bíltegund: Toyota Lancruser 90V

Re: Blikkandi airbag ljós

Postfrá Cruserinn » 27.nóv 2012, 19:43

Búinn að láta lesa af bílnum hjá toyota en þeir sáu ekkert. Airbag ljósið blikkar alltaf en abs ljósið blikkar bara þegar bíllinn er stopp og þá blikkar það 3 smá pása og blikkar aftur og svona gengur þetta bara þangað bíllinn fer af stað.
Kv. Björgvin Þ. Vignisson

Toyota LC90 árg.97 38"

User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1069
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Ford Transit
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Blikkandi airbag ljós

Postfrá gislisveri » 27.nóv 2012, 22:12

Lásu þeir airbag/abs tölvurnar og sáu ekkert athugavert, eða gátu þeir ekki lesið þessar tölvur og sáu þ.a.l. enga bilanakóða?
Mér finnst það í meira lagi grunsamlegt að þeir sjái ekki neitt.
Ef hvoruga tölvuna er hægt að lesa bendir það til skemmda í rafkerfinu einhversstaðar.
Kv.
Gísli.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Google [Bot] og 1 gestur