Nissan Terrano ll

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
sonur
Innlegg: 1090
Skráður: 17.okt 2010, 01:29
Fullt nafn: Elías Guðmundsson

Nissan Terrano ll

Postfrá sonur » 30.okt 2012, 22:17

sælir

Alltaf endar maður með að spurja þá sem mest vita :D

Ég er búinn að vera að googla fram og til baka en finn ekkert bitastætt.
er að leita mér af ódýrum jeppa fyrir veturinn og langar að prufa Nissan

Ég er að velta því fyrir mér hvað sé í Nissan Terrano ll bílunum
er auðvelt að breyta, hvaða hlutföll eru þeir með er mismunur á millikössum og
drifum á diesel og bensin bílunum?

Ég átti einn svona 2.4 bensin á 35" þegar ég var 18ára hann var gjörsamlega grútmáttlaus
en dreif nokkuð vel í snjónum man ég, átti hann í heilt ár áður en ég skipti honum út fyrir
xtracab hilux á 36" þá fór þetta að verða gamann

Ef einhver veit um síðu þarsem ég get flett öllu sem er í þessum bilum þá væri það frábært

Image


Elli 6921247
Nissan terrible 1991 v6 38"

User avatar

Höfundur þráðar
sonur
Innlegg: 1090
Skráður: 17.okt 2010, 01:29
Fullt nafn: Elías Guðmundsson

Re: Nissan Terrano ll

Postfrá sonur » 01.nóv 2012, 10:34

Veit einginn neitt um þessa bila?

ég finn ekki einu sinni hvaða hlutföll þeir koma með orginal
bara frá því ég póstaði þessum þræði þá hef ég mætt ábyggilega 3 svona á 38"

mér býðst hugsanlega einn svona sem þarf að koma í gegnum skoðun
Elli 6921247
Nissan terrible 1991 v6 38"

User avatar

íbbi
Innlegg: 1468
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Nissan Terrano ll

Postfrá íbbi » 01.nóv 2012, 11:07

hef orðið töluverða reynslu af þessum, búinn að vera svona bílar samfleytt í famelíuni í mörg ár.

veit ekki hvaða hlutföll eru í þeim,

þú villt bara diesel bíl. því get ég lofað þér

það sem þú þarft að skoða í þessum bílum er ryð. í sílsanum, og upp eftir hvalbaknum í framhaldi frá sílsanum, og boddýfestignarnar, einnig saumurinn á milli brettis/botns á afturhorninu undir stuðaranum.
ef þetta er heilt, þá er allt annað smámál (að mínu mati)

kramið í þessum bílum er AFAR seigt, sjálfskiptingarnar fara annars lagið. og erfitt að fá þær. aldrie lent í neinu með þær sjálfur.

2.7l vélin er vinnuhestur dauðans, ég hef misboðið svona vélum langt út fyrir allt sem getur talist eðlilegt,

hef aldrei lent í neinu með drif í þeim,

framhjólastellið á þeim er ekki svo gott, veikt klafasystem

held að þetta séu ekki auðvelduastu bílarnir í breytingu vegna þess hversu stutt er frá framhjóli í hvalbak/framhurð. og meðað við mína reynslu af 33/35" svona bílum get ég ekki ýmindað mér að klafasystemið sé að höndla 38" vel


en þetta eru mjög sterkbygðir bílar, grindin er þeim er afar hraustleg, og dráttargetan mjög mikil, eða um 2.8T fyrir vagn m/bremsum
1996 Dodge Ram. 38" eilífðarverkefni
1996 Dodge Ram 38"
2000 Gmc sierra

User avatar

Höfundur þráðar
sonur
Innlegg: 1090
Skráður: 17.okt 2010, 01:29
Fullt nafn: Elías Guðmundsson

Re: Nissan Terrano ll

Postfrá sonur » 04.nóv 2012, 20:32

Takk fyrir upplýsngarnar Ívar


það er alveg sama hvern ég spyr það veit einginn neitt um þessa bíla :D

ég er ekki enn búinn að finna útur því hvaða hlutföll þeir koma með en sýnist vera 8" afturhásingar undir þessu og diskalæsing allavega snúast bæði hjólin í sömu áttina.

ég snéri dekkinu einn hring og skaftið fór 5hringi + 1/5 úr hring eða 10mín yfir 12 auka hehe
ég er búinn að steingleyma hvernig maður reiknar þetta útfrá þvi kann bara að finna það út með að
telja kambin og pinion.

Edit
Alveg típiskt, ég fann þetta um leið og ég póstaði
http://www.youtube.com/watch?v=i_Enyf67KTs
Elli 6921247
Nissan terrible 1991 v6 38"

User avatar

íbbi
Innlegg: 1468
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Nissan Terrano ll

Postfrá íbbi » 05.nóv 2012, 12:52

3.0l bílarnir eru á patrol hásingu að aftan,
1996 Dodge Ram. 38" eilífðarverkefni
1996 Dodge Ram 38"
2000 Gmc sierra


olei
Innlegg: 816
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Nissan Terrano ll

Postfrá olei » 05.nóv 2012, 19:39

2.7 Tdi bílarnir eru á 1 : 4,375 hlutföllum.
Drifköggullinn í afturdrifinu er sömu stærðar og í 1990-1997 Patrol að aftan. Afturöxlarnir eru grennri en í Patrolnum - með sömu rílur og framöxlarnir í patrol inn í sömu drifstærð. 31 ríla ef ég man rétt. Líklega flestir með diskalás að aftan.

Hér er um gírkassann.
Engine
TD27Ti and ZD30DDTi
Transmission model
FS5R30A
No. of speeds 5
Gear ratio
1st 3.580
2nd 2.077
3rd 1.360
4th 1.000
OD 0.811
Reverse 3.631

Millikassinn er með 1:2 lágadrifi og mjög svipað innvols og 90-97 Patrol, en húsið er ólíkt. Ætti að vera jafn sterkur.
33" breyttur svona bíll, tómur, hálfur af olíu og með varadekk á afturhlera stendur 2050kg á vikt.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur