Jæja það fór svo að túrbínan sem ég var með í econolie gaf upp öndina ( var með hana við 3.8 benz fjarka) og ég er að velta fyrir mér einhverjum staðgengli, túrbínan sem var í honum var garret ec1 m24, variable vane turbo úr peugot eða nissan sendli. Max snúningur á þessari vél er ekki nema 3100 snúningar þannig að ég get trúlega ekki notað bínu af neinni nýlegri hraðgengri díselvél.
Af hvaða vélum ætti ég að ræna túrbínu? kemst í bínur af 2.4 landcruiser en held að hún sé allt of lítil. Er einhver vinnuvél sem ég ætti að hafa í huga ( svona utan við hilux og landrover)?
Endilega koma með ykkar hugmyndir
Kv Sævar P
túrbína í om314 benz
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 316
- Skráður: 07.okt 2010, 15:59
- Fullt nafn: Sævar Páll Stefánsson
Re: túrbína í om314 benz
Sæll Sævar, ég hef engin svör handa þér, en ég á gamlan Benz með þessari vél og er að hugsa um að reyna að gera hann aðeins hressari. Pústið er rétt við startarann hjá mér þannig að ég hef ekki komið auga á auðvelda leið til að setja túrbínu á. Gaman væri að sjá mynd af því hvernig þú hefur gengið frá þessu.
Kveðja Ásgeir.
Kveðja Ásgeir.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 316
- Skráður: 07.okt 2010, 15:59
- Fullt nafn: Sævar Páll Stefánsson
Re: túrbína í om314 benz
já ég skal smella inn mynd af gamla settöppinu þegar ég á næst leið í skúrinn. Þetta var að virka fínt, hélt min 10 pundum, svo fór wastegatið að svíkja og átti til að rjúka allt uppundir 20 pund ( sem fór ekki vel með með vélina.)
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur