Nú vantar mig ráðleggingar.

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
MattiH
Innlegg: 477
Skráður: 21.jún 2010, 12:29
Fullt nafn: Matthías Hálfdánarson
Bíltegund: LC90

Nú vantar mig ráðleggingar.

Postfrá MattiH » 26.jún 2012, 20:22

Jæja snillingar.
Ég þarf að færa afturhásingu á Pajero 98 árg aftur fyrir 38"
Það fara 2x30mm klossar á gormana.
Hvernig hafa menn verið að framkvæma þetta ?
Sumir vilja meina að þetta sé ekkert mál en aðrir vilja sérsmíða nýjan tank og hvaðeina ?
Einhver sagði að 2-3cm myndu nægja ?
Nú spyr ég ykkur sem til þekkja eða hafa breytt þessum bílum, What to do ?

Í von um svör.


Toyota LC90 41" Irok

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Nú vantar mig ráðleggingar.

Postfrá -Hjalti- » 26.jún 2012, 20:36

Ég ráðlegg þér að færa hásinguna eins aftarlega og þú getur.
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"


helgiaxel
Innlegg: 259
Skráður: 27.maí 2010, 19:27
Fullt nafn: Helgi Axel Svavarsson
Staðsetning: Akranes

Re: Nú vantar mig ráðleggingar.

Postfrá helgiaxel » 27.jún 2012, 05:09

3cm duga vel fyrir Pajero á 38", en ég ráðlegg þér að fara eins aftarlega og þú kemst, ég er að breyta Galloper á 44", sama setup og í Pajero, með því að boddyhækka um 4" gat ég fært tankinn upp og aftar, og fékk þannig pláss fyrir 15cm færslu,

Einnig skipti ég út afturfjöðruninni fyrir A-link og sparaði þannig plássið fyrir þverstífuna

Kv
Helgi Axel

User avatar

Höfundur þráðar
MattiH
Innlegg: 477
Skráður: 21.jún 2010, 12:29
Fullt nafn: Matthías Hálfdánarson
Bíltegund: LC90

Re: Nú vantar mig ráðleggingar.

Postfrá MattiH » 27.jún 2012, 14:53

Ok.
Er einhver hér sem er til í að framkvæma þetta fyrir sanngjarna greiðslu..?
Toyota LC90 41" Irok

User avatar

Höfundur þráðar
MattiH
Innlegg: 477
Skráður: 21.jún 2010, 12:29
Fullt nafn: Matthías Hálfdánarson
Bíltegund: LC90

Re: Nú vantar mig ráðleggingar.

Postfrá MattiH » 28.júl 2012, 23:13

...
Toyota LC90 41" Irok

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Nú vantar mig ráðleggingar.

Postfrá Stebbi » 29.júl 2012, 12:22

Það er tvennt í stöðuni hjá þér. Annað hvort ferðu þessa 2-3 cm með spacer upp við fremri stýfufóðringar eða að þú ferð eins langt og þú mögulega kemst. Minni breytingin er mjög einföld og kostar smá lengingu á afturskafti. Ef þú ætlar lengra þá ertu komin í það mikla smíðavinnu að það borgar sig að taka þetta alla leið, það er jafn dýrt og að fara hálfa leið.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Höfundur þráðar
MattiH
Innlegg: 477
Skráður: 21.jún 2010, 12:29
Fullt nafn: Matthías Hálfdánarson
Bíltegund: LC90

Re: Nú vantar mig ráðleggingar.

Postfrá MattiH » 29.júl 2012, 17:04

Það er tvennt í stöðuni hjá þér. Annað hvort ferðu þessa 2-3 cm með spacer upp við fremri stýfufóðringar


Þarf ég ekki að færa dempara og gormasæti ?
Hvernig útfærðir þú þetta hjá þér ?
Toyota LC90 41" Irok

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Nú vantar mig ráðleggingar.

Postfrá Stebbi » 29.júl 2012, 20:53

MattiH wrote:
Það er tvennt í stöðuni hjá þér. Annað hvort ferðu þessa 2-3 cm með spacer upp við fremri stýfufóðringar


Þarf ég ekki að færa dempara og gormasæti ?
Hvernig útfærðir þú þetta hjá þér ?


Þetta er það lítil færsla að það þarf ekki að eiga við neitt.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Höfundur þráðar
MattiH
Innlegg: 477
Skráður: 21.jún 2010, 12:29
Fullt nafn: Matthías Hálfdánarson
Bíltegund: LC90

Re: Nú vantar mig ráðleggingar.

Postfrá MattiH » 29.júl 2012, 21:03

Ok.
Hvar fæ ég þessa spacera ?
Toyota LC90 41" Irok

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Nú vantar mig ráðleggingar.

Postfrá Stebbi » 29.júl 2012, 21:43

Þetta er ekki til beint úr hilluni, það þarf að renna hólka í þetta. Gætir líka tekið öxul sem er sverari en endaboltinn á stýfuni og borað í miðjuna á honum. Þetta er sett fyrir aftan fóðringu til að ýta stýfuni aftar.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Höfundur þráðar
MattiH
Innlegg: 477
Skráður: 21.jún 2010, 12:29
Fullt nafn: Matthías Hálfdánarson
Bíltegund: LC90

Re: Nú vantar mig ráðleggingar.

Postfrá MattiH » 29.júl 2012, 22:14

Takk fyrir þetta.
Maður kannski reddar sér svona til að byrja með.
Fer svo í meiri færslu þegar fjárhagurinn leyfir ;)
Toyota LC90 41" Irok


helgiaxel
Innlegg: 259
Skráður: 27.maí 2010, 19:27
Fullt nafn: Helgi Axel Svavarsson
Staðsetning: Akranes

Re: Nú vantar mig ráðleggingar.

Postfrá helgiaxel » 30.júl 2012, 10:24

Fyrir 3ja cm færslu þarftu ekkert að spá í dempurum eða gormasætum, Dempararnir lyggja langs í bílnum og þetta hefur nánast engin áhryf á þá, gormarnir skekkjast aðeins, en ætti ekki að koma að sök. Passaðu þig bara á að spyrnufestingin rekist ekki á skástýfu festinguna, gætir þurft að slípa aðeins af því. Getur þessvegna framlengt stífuna með rörbút, snýst bara um að setja e-h aftan við gúmmíið á stífufestingunni. Þarft bara að vera viss um að koma rónni aftur á, þetta eru lásrær og þær verða að skrúfast það mikið inn að þær læsist, annars er voðinn vís ;)

Ps. Sammála því að annað hvort færiru þetta eins lítið og þú kemst upp með, eða fara alla leið 15 cm í færslu, persónulega er ég hrifnari af því en það er ca. 50sinnum meiri vinna.

Kv
Helgi Axel

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Nú vantar mig ráðleggingar.

Postfrá HaffiTopp » 30.júl 2012, 10:33

Persónulega myndi ég skifta þessu radíusarmadóti út fyrir 4link eða álíka kerfi.


helgiaxel
Innlegg: 259
Skráður: 27.maí 2010, 19:27
Fullt nafn: Helgi Axel Svavarsson
Staðsetning: Akranes

Re: Nú vantar mig ráðleggingar.

Postfrá helgiaxel » 30.júl 2012, 12:48

ég er nú sammála því, bíllinn gjörbreitist við það, ég veit að Landrover A linkur passar vel í Pajeroinn, neðri stífurnar passa beint í festingarnar sem fyrir eru, og þá er bara eftir að smella bita í grindina fyrir A-stífunni og sjóða við drifkúluna að ofan, þannig gerði ég þetta, var eitt kvöld að skipta um fjöðrun :) allt annað líf


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur