Olíleki á 3 lítra Patrol

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
Helgi Sc.
Innlegg: 6
Skráður: 12.jan 2012, 15:34
Fullt nafn: Helgi H Schiöth

Olíleki á 3 lítra Patrol

Postfrá Helgi Sc. » 03.jún 2012, 09:55

Sælir
Ég finn ekki oliuleka á hægri hliðinni á motornum. Um er að ræða mikinn leka sem kemur ca á miðri h hlið.
Búinn að skoða ventlaloks pakkningu,hulsur á spíssarörum og glóðakertum. Það er frekar vont að koma hausnum
nálægt en mér sýnist þetta vera mest við aftur hlutann á oliuverkinu. Það er enginn leki fremst þar sem oliuverkið
kemur í fram lokið á vélinni. Hefur nokkur reynslu af þessu og vill deila henni með mér ???




Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Olíleki á 3 lítra Patrol

Postfrá Izan » 03.jún 2012, 19:33

Sæll

Þú verður að segja okkur meira t.d. hvernig olía s.s. smurolía eða hráolía.

Olíuleka finnst mér best að finna með góðu ljósi, jafnvel spegli og bremsuhreinsi. Bremsuhreinsirinn er öflugur til að fjarlægja og þukkra alla olíu og þá áttu að geta fylgst með því með spegli t.d. hvar olían bleytir blokkina.

Kv Jón Garðar


Höfundur þráðar
Helgi Sc.
Innlegg: 6
Skráður: 12.jan 2012, 15:34
Fullt nafn: Helgi H Schiöth

Re: Olíleki á 3 lítra Patrol

Postfrá Helgi Sc. » 04.jún 2012, 20:56

Heyrðu það er smurolía sem um ræðir. Hefur olíuverkið sína eigin smurolíu eða smyr diselolian það bara ?
Sýnist að ég verði bara að rífa soggrein frá til að komast í augnsamband við þetta.


Höfundur þráðar
Helgi Sc.
Innlegg: 6
Skráður: 12.jan 2012, 15:34
Fullt nafn: Helgi H Schiöth

Re: Olíleki á 3 lítra Patrol

Postfrá Helgi Sc. » 07.jún 2012, 22:29

Þetta eru sennilega þettingarnar á spíssarörunum við nánari skoðun. Fást bara í IH og kosta 4000 kr stykkið. Afleitt verð á öllu í Nissan :(


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur