Sælir Jeppasnillingar. Hvaða "universal" sjálfskiftivökva hafið þið verið að nota á bílana/jeppanna ykkar? Er þá bæði að tala um það sem fæst hjá olíufélögunum annars vegar og svo þessum sjálfstæðu innflytjendum annars vegar eins og Poulsen (Valvoline Maxlife ATF Synthetic). Hef skift út megninu á skiftingunni á Pajeronum hjá mér, eða um 70-80 % ásamt síunni og mér finnst hann leiðinlegri í skiftingum og lengur að skifta sér upp við létta áreynslu upp brekku þar sem hér áður að hann skifti sér upp og minnkaði þar af leiðandi við sig vélarsnúning við það. Hef notast við Q8 Unitrans JK frá N1 og ég er á því að þetta sér drasl sjálfskiftivökvi. Hvaða vökva er Olís með og hvaða vökva er Skeljungur með? Hvernig er þessi Valvoline sjálfskiftivökvi að koma út ef einhver hefur prófað hann og veit það?
Kv. Haffi
Sjálfskiftivökvi
Re: Sjálfskiftivökvi
Það er sama frá hverjum vökvinn sem slíkur er, en hann þarf að standst staðal sem heitir SPIII(SP 3) sem er mitsubishi staðall. Vitlaus vökvi getur einmitt orsakað ansnalegar skiptingar.
Var einmitt að skoða þetta
http://www.q8oils.co.nz/Images/Data/Aut ... n16-08.pdf
Þessi Q8 olía á ap standst SP3 staðalinn þannig að ég held að það sé ekki málið.
Mbk,
Sveinn
Var einmitt að skoða þetta
http://www.q8oils.co.nz/Images/Data/Aut ... n16-08.pdf
Þessi Q8 olía á ap standst SP3 staðalinn þannig að ég held að það sé ekki málið.
Mbk,
Sveinn
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 929
- Skráður: 02.feb 2010, 17:04
- Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson
Re: Sjálfskiftivökvi
Þakka þér fyrir þetta Sveinn en þetta vissi ég þegar fyrir sjálfur. Var bara að spá hvort þessi olía væri nógu góð/mikil að gæðum til að duga á svona margar mismunandi bílagerðir. Sérstaklega þar sem allir bílframleiðendur fara einmitt fram á að hin og þessi olían á sína bíla uppfylli ákveðna staðla þá hlýtur svona "margþætt" olía að vera ansi mögnuð ef hún dugir á svona rosalega mikið úrval mismunandi bíla.
Kv. Haffi
Kv. Haffi
-
- Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: Sjálfskiftivökvi
HaffiTopp wrote:Þakka þér fyrir þetta Sveinn en þetta vissi ég þegar fyrir sjálfur. Var bara að spá hvort þessi olía væri nógu góð/mikil að gæðum til að duga á svona margar mismunandi bílagerðir. Sérstaklega þar sem allir bílframleiðendur fara einmitt fram á að hin og þessi olían á sína bíla uppfylli ákveðna staðla þá hlýtur svona "margþætt" olía að vera ansi mögnuð ef hún dugir á svona rosalega mikið úrval mismunandi bíla.
Kv. Haffi
Skoðaðu seigjuna á olíunni, ef hún er meiri á nýju olíunni gæti það verið vandamálið
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 929
- Skráður: 02.feb 2010, 17:04
- Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson
Re: Sjálfskiftivökvi
Já ef ég vissi hver seigan á að vera á orginal olíunni þá væri ég í góðum málum :D En góð ábending, takk fyrir það.
Kv. Haffi
Kv. Haffi
Re: Sjálfskiftivökvi
Dagnn.
Ég fyrir "mistök" tappaði oliunni af mínum sport og keypti frá shell í staðinn fokdýrt auðvitað, en bíllinn var ekkert verri eftir nema þegar það var aðeins of lítið á skiptingunni en er fínn núna.
Setti svo smá slurk af militec með.
Ég fyrir "mistök" tappaði oliunni af mínum sport og keypti frá shell í staðinn fokdýrt auðvitað, en bíllinn var ekkert verri eftir nema þegar það var aðeins of lítið á skiptingunni en er fínn núna.
Setti svo smá slurk af militec með.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 929
- Skráður: 02.feb 2010, 17:04
- Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson
Re: Sjálfskiftivökvi
Hann er kannski ekki neitt hundleiðinlegur, mjög góður reyndar og hefur alltaf verið. Nema ég finn þó einhvern smá mun, enda hugsar maður það vel um "elsku drusluna" sína að maður er farinn að þekkja hana frekar vel ;)
Athuga með að keyra útaf skiftingunni með að losa uppaf slöngu við olíukælinn og setja aðra gerð af svona universla sjálfskiftivökva. Læt vita þegar af því verður hvernig útkoman verður.
En hvernig fórstu af því að tappa fyrir mistök af skiftingunni Biggi og hvaða vökva fannstu á Shell?
Kv. Haffi
Athuga með að keyra útaf skiftingunni með að losa uppaf slöngu við olíukælinn og setja aðra gerð af svona universla sjálfskiftivökva. Læt vita þegar af því verður hvernig útkoman verður.
En hvernig fórstu af því að tappa fyrir mistök af skiftingunni Biggi og hvaða vökva fannstu á Shell?
Kv. Haffi
Re: Sjálfskiftivökvi
Thu ert vel settur med q8 unitrans hann uppfyllir stadla fyrir pajeroinn og gott betur.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 929
- Skráður: 02.feb 2010, 17:04
- Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson
Re: Sjálfskiftivökvi
Já veit allt um það, er samt einhvern veginn ekki sáttur með hvernig skiftingin hagar sér.
Kv. Haffi
Kv. Haffi
Re: Sjálfskiftivökvi
Hmm á maður ekki bara að segja að maður framkvæmdi áður maður hugsaði í það skiptið.
Minnir að hún sé í gráum brúsa og kosti um 2000.kr lítrinn.
En að öðru svona off topic, það blikkar hjá mér ljósið fyrir 4wd stundum og stundum ekki eftir að ég set bílinn í gang stundum er nóg að setja í drifið stundum ekki. Getur þetta verið rafmagnsvesen?
Minnir að hún sé í gráum brúsa og kosti um 2000.kr lítrinn.
En að öðru svona off topic, það blikkar hjá mér ljósið fyrir 4wd stundum og stundum ekki eftir að ég set bílinn í gang stundum er nóg að setja í drifið stundum ekki. Getur þetta verið rafmagnsvesen?
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 929
- Skráður: 02.feb 2010, 17:04
- Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson
Re: Sjálfskiftivökvi
Gæti verið sogleki á vacum kerfinu á bílnum þar sem þeir (bílarnir) notast við vacum til að setja "lokunar" af eða á og þær detta á (tengja framöxlana við drifið) og fasttengja framdrifsskaftið þegar drepið er á bílnum og vacumið hættir að vera. Getur líka verið færsluskynjarinn við drifið sé orðinn lélegur eða solenoid valve (veit ekki íslenska orðið í augnablikinu) en þeir eru tveir annar með slöngum sem eru með gulum línum og hinn með slöngum með bláum línum. Staðsettir undir bremsuboosternum held ég. Getur prófað að aftengja slöngurnar og blása í einstefnulokana á þessum sellum og skoðað hvort sellurnar séu heilar og hreinar.
Kv. Haffi
Kv. Haffi
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur