hvað fynst mönnum um þessa fjöðrun og að lengja hana? Ég er að spá í þessu 86-95 4wd Toyota Caddy Kit Gen2
og er þetta löng og flott fjöðrun. Þetta er svipað og í Orans Tacoma bílnum. Ég er með hilux ex-cap með
4-link að aftan og 38" mudder en er að spá í að klippa meira og fara í 44" DC. gaman að heyra hvað mönnum
fynst.
IFS eða klafar eins og það er kallað
-
- Innlegg: 330
- Skráður: 19.mar 2010, 10:03
- Fullt nafn: Tómas Þröstur Rögnvaldsson
Re: IFS eða klafar eins og það er kallað
Virkar frekar efnislítið fyrir 38" og ansi bratt horn á hjörulið !
-
- Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: IFS eða klafar eins og það er kallað
Þetta bratta horn er í fullum samslætti, EN, ég hef enga trú á þessum stýrisendum, þeir eru opnir og safna í sig drullunni, svo finnst mér þetta frekar veiklulegt að sjá, það mætti t.d. styrkja efri klafana með 2 skárörum, en mér finnst þetta góð hugmynd, mætti bara vera betur smíðuð
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
-
- Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: IFS eða klafar eins og það er kallað
Þetta væri stórsniðugt ef liðirnir væru ekki opnir á þessu, ég myndi líka vilja sjá styrkingar á efri spyrnunum fyrir þetta stór dekk
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
-
- Innlegg: 1160
- Skráður: 02.feb 2010, 10:32
- Fullt nafn: Kristinn Magnússon
- Bíltegund: Wrangler 44"
Re: IFS eða klafar eins og það er kallað
Svona stýrisendar (eða öllu heldur rótendar) fengju auðvitað aldrei skoðun þannig að það þyrfti að finna eitthvað í staðinn fyrir þá.
Þetta er mjög flott hugmynd, að breikka bílinn um 6.5" og lengja þannig öxlana þannig að fjöðrunin geti verið lengri án þess að fá mikil horn á liðina.
Þeir virðast nota mjög gott efni í stífurnar /4130 Chrome Moly) og komast þannig upp með að nota grennri rör (og léttari) en ef þetta væri smíðað úr þessu venjulega drullustáli sem virðist vera það eina sem fæst á þessu skeri.
Auðvitað væri sterkara að loka þríhyrningnum í efri stífunni en ef maður skoðar myndirnar hjá þeim á netinu (http://www.chaosfab.com/95200.php) þá virðist vera sem það sé ekkert pláss til þess að gera þetta neitt mikið öðruvísi.
Það er þá bara spurning hvort það sé ekki hægt að sjá hvernig þetta hefur verið að reynast hjá þeim sem eru að böðlast á þessu því þetta eru jú ekkert minni átök hjá þeim en okkur þannig lagað.
Ef þetta hefur reynst ágætlega úti þá segi ég bara um að gera að prófa þetta, þú fengir miklu miklu skemmtilegri bíl heldur en með eitthvað hestakerruhásingardrasl á milli hjólanna!
Spurning hvort þetta kæmi ekki vel út með köntunum sem ná alveg upp að húddi?
Þetta er mjög flott hugmynd, að breikka bílinn um 6.5" og lengja þannig öxlana þannig að fjöðrunin geti verið lengri án þess að fá mikil horn á liðina.
Þeir virðast nota mjög gott efni í stífurnar /4130 Chrome Moly) og komast þannig upp með að nota grennri rör (og léttari) en ef þetta væri smíðað úr þessu venjulega drullustáli sem virðist vera það eina sem fæst á þessu skeri.
Auðvitað væri sterkara að loka þríhyrningnum í efri stífunni en ef maður skoðar myndirnar hjá þeim á netinu (http://www.chaosfab.com/95200.php) þá virðist vera sem það sé ekkert pláss til þess að gera þetta neitt mikið öðruvísi.
Það er þá bara spurning hvort það sé ekki hægt að sjá hvernig þetta hefur verið að reynast hjá þeim sem eru að böðlast á þessu því þetta eru jú ekkert minni átök hjá þeim en okkur þannig lagað.
Ef þetta hefur reynst ágætlega úti þá segi ég bara um að gera að prófa þetta, þú fengir miklu miklu skemmtilegri bíl heldur en með eitthvað hestakerruhásingardrasl á milli hjólanna!
Spurning hvort þetta kæmi ekki vel út með köntunum sem ná alveg upp að húddi?
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur