miðstöðvar vesen

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
Brynjarp
Innlegg: 274
Skráður: 07.apr 2010, 17:39
Fullt nafn: Brynjar Pétursson

miðstöðvar vesen

Postfrá Brynjarp » 04.jan 2012, 00:16

er með 4runner og miðst0ðin blæs eigilega engu heitu,,er einhvað annað sem getur verið að en elementið fyrir miðstöðina. það er nóg vatn á bílnum. ? því það er helvíti að ná elementinu úr.


Skoda Octavia 2001 (seld)
Musso pick up 2004 (seldur)
Pajero 38" beryttur. 95" árg(seldur)
Honda CRF 250R 2005 (selt)
4runner 38" breyttur !! fjórhlaupari (brann)
Toyota Land Cruser 90. 38" breyttur

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2493
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: miðstöðvar vesen

Postfrá hobo » 04.jan 2012, 00:20

Ónýtur vatnslás er það fyrsta sem manni dettur í hug.


KÁRIMAGG
Innlegg: 579
Skráður: 01.feb 2010, 12:59
Fullt nafn: Kári Freyr Magnússon

Re: miðstöðvar vesen

Postfrá KÁRIMAGG » 04.jan 2012, 00:27

Ég var í sama veseni með 4runner 92. Eftir margar hugmyndir og aðgerðir var ég hættur að spá í þetta þegar ég fann "krana" eða arm undir mælaborðinu farþegamegin en þó vinstra megin við hanskahólf sem stýrir loftinu framhjá elementinu og var hann ekki að virka sem skyldi. Ég færði hann til með höndunum og eftir það blés miðstöðin funheitu. Ég myndi ath þetta og þá sérstaklega ef stýripinninn fyrir hitann er óvenju laus eða ekki eins stífur og han á að vera.


Höfundur þráðar
Brynjarp
Innlegg: 274
Skráður: 07.apr 2010, 17:39
Fullt nafn: Brynjar Pétursson

Re: miðstöðvar vesen

Postfrá Brynjarp » 04.jan 2012, 09:53

hobo wrote:Ónýtur vatnslás er það fyrsta sem manni dettur í hug.


það var skipt um vatsnlás fyrir 8 þúsund síðan.. þegar var skipt um tímareim
Skoda Octavia 2001 (seld)
Musso pick up 2004 (seldur)
Pajero 38" beryttur. 95" árg(seldur)
Honda CRF 250R 2005 (selt)
4runner 38" breyttur !! fjórhlaupari (brann)
Toyota Land Cruser 90. 38" breyttur

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: miðstöðvar vesen

Postfrá Stebbi » 04.jan 2012, 12:47

Gæti verið stíflað element, ef að bíllinn nær réttum hita og hún blæs ekki heitu þegar hann er stopp þá er ekki vitlaust að aftengja slöngurnar inná elementið og skola út með vatnsslöngu. Smellir henni uppá og setur soldið trukk á hana, byrjaðu bara á því að skola afturábak út úr elementinu ef þú veist í hvora áttina kælivatnið fer.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 884
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Chevrolet Bronco

Re: miðstöðvar vesen

Postfrá Polarbear » 04.jan 2012, 15:11

sé komið svo mikið drullumall í miðstöðvarelement að það er nánast stíflað, þá borgar sig að öllu leiti að tappa alveg af bílnum og skola rækilega útúr vél og vatnskassa í leiðinni.... setja svo nýjan frostlög á bílinn.


Höfundur þráðar
Brynjarp
Innlegg: 274
Skráður: 07.apr 2010, 17:39
Fullt nafn: Brynjar Pétursson

Re: miðstöðvar vesen

Postfrá Brynjarp » 04.jan 2012, 19:35

Stebbi wrote:Gæti verið stíflað element, ef að bíllinn nær réttum hita og hún blæs ekki heitu þegar hann er stopp þá er ekki vitlaust að aftengja slöngurnar inná elementið og skola út með vatnsslöngu. Smellir henni uppá og setur soldið trukk á hana, byrjaðu bara á því að skola afturábak út úr elementinu ef þú veist í hvora áttina kælivatnið fer.


stebbi helduru að það sé nóg að skola það með vatni? einhver sagði mer að það þyrfti að taka það úr og snúa því á hvolf og berja létt i það til að losa um skít????
Skoda Octavia 2001 (seld)
Musso pick up 2004 (seldur)
Pajero 38" beryttur. 95" árg(seldur)
Honda CRF 250R 2005 (selt)
4runner 38" breyttur !! fjórhlaupari (brann)
Toyota Land Cruser 90. 38" breyttur

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1929
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: miðstöðvar vesen

Postfrá Sævar Örn » 04.jan 2012, 19:53

eg skal hneigja mig fyrir þeim manni sem tekur elementið úr bílnum til að þrífa það og setja það aftur í án þess að setja nýtt, yfirleitt þýðir þetta að mælaborðið þarf frá að víkja og það er meira en að segja það yfirleitt mbk. sævar
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: miðstöðvar vesen

Postfrá Stebbi » 04.jan 2012, 21:22

Brynjarp wrote:
Stebbi wrote:Gæti verið stíflað element, ef að bíllinn nær réttum hita og hún blæs ekki heitu þegar hann er stopp þá er ekki vitlaust að aftengja slöngurnar inná elementið og skola út með vatnsslöngu. Smellir henni uppá og setur soldið trukk á hana, byrjaðu bara á því að skola afturábak út úr elementinu ef þú veist í hvora áttina kælivatnið fer.


stebbi helduru að það sé nóg að skola það með vatni? einhver sagði mer að það þyrfti að taka það úr og snúa því á hvolf og berja létt i það til að losa um skít????


Googlaðu '4runner heater core backflush' þá ættirðu að fá eitthvað. Það hlýtur einhver ameríkaninn að vera búin að straumlínulaga þetta ferli og gera youtube vídeo um það, held að það sé að verða þjóðaríþrótt þarna fyrir westan.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur